Laugardagur, 22. september 2007
Ný kynslóð ráðherra
Maður var því miður orðinn vanur því að ráðherra væru guðlegar verur sem hefðu alltaf rétt fyrir sér og jafnvel þó þeir væru dæmdir fyrir lögbrot að þá höfðu þeir samt rétt fyrir sér því lögin voru bara börn síns tíma.
Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að gera af sér þegar allt í einu kemur fram ráðherra sem biðst afsökunnar á eitthverju. Hvað er eiginlega næst?
Ráðherra sem ber raunverulega ábyrgð á sínum málaflokka?!? Það væri nú aldeilis tilbreyting.
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Heimskir Evrópubúar
Hakakrossinn er fleiri þúsund ára gamall. Allavega aftur frá steinöld. Hann er mikið notaður í austrænum trúarbrögðum og fannst einnig í heiðni hér á Norðurlöndunum.
En af því að nasistar hafa notað hakakross í einni ákveðinni mynd í nokkra áratugi að þá má enginn nota þetta merki í neinni útgáfu án þess að allt verði brjálað.
Ég hef persónulega aldrei séð grænan nasista-hakakross en samkvæmt fréttinni var krossinn á töskunni þannig.
Hvernig er það, var ekki venjulegur kross (brennandi) einkennismerki Ku Klux Klan? Þarf þá ekki að hreinsa krossa allsstaðar úr umhverfinu. Eða gildir slíkt bara um merki úr "óæðri" trúarbrögðum?
P.S. Hakakrosinn á myndinni hjá mogganum er einna líkastur Eimskipamerkinu gamla.
Zara innkallar handtöskur með hakakrossum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Sjálfstæðismenn ætla að einkavæða OR þvert á gefin loforð
Greinilega hafa loforð Sjálfstæðismanna ekkert að segja þegar þeir seigjast ekki ætla að einkavæða eitthvað.
Þeir bíða bara, færist fram yfir Alþingiskosningar, koma hlutarfélagavæðingunni í gegn í hvelli þegar fulltrúar minnihlutans eru uppteknir í öðrum störfum.
Næsta skref verður líklega að kaupa hlut í eitthverju fyrirtæki með hlutafé og þannig koma Orkuveitunni að hluta í einkaeigu án þess þó að hlutirnir hafi formlega verið "seldir".
Allt verður síðan gleymt fyrir næstu kosningar.
Nú er bara spurninginn hver hreppir miljarða-mjólkurkú borgarbúa og svo hvenær Sjálfstæðismenn á þingi svíkja sín loforð um Landsvirkjun.
Hlutafélagavæðing OR rædd á stjórnarfundi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. júní 2007
Dæmum ekki danska stuðningsmanninn of hart
Við skulum ekki dæma þennan stuðningsmann og harkalega.
Þarna er nefnilega komin eina leiðin fyrir okkur að vinna Danina,
Ég legg því til að við bjóðum manninn sérstaklega á næsta leik okkar við Baunana.
En að öllu gríni slepptu, að þá er þetta óverjandi. Danir eru fúlir í kvöld en ekkert út í dómarana eða Svíana heldur aðeins tvo Dani, Christian Poulsen og svo óvinsælasta manninn í DK.
Úrslitin 0-3 eru reyndar ekki opinber ennþá en ég er viss um að þau vera staðfest.
Þó það sé kannski ósanngjarnt fyrir Danina að einn maður eyðileggi leikinn að þá væri það ennþá ósanngjarnara ef staðan eins og hún var væri látin standa, því Svíar áttu inni vítaspyrnu.
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. maí 2007
Fimm flokka stjórn Lýðræðisstjórnin
Áður en þið fyllið nú athugasemdakerfið með innleggjum um hversu óraunhæft það væri hafa fimm flokka stjórn að þá skulum við aðeins athuga núverandi fyrirkomulag.
Í núverandi meirihlutastjórna-fyrirkomulagi að þá byrjar kjörtímabilið á því að myndaður er "meirihluti" og skoðanir allt að helmingi kjósenda eru útilokaðar frá áhrifum út kjörtímabilið. Stundum er það meira að segja skoðanir meira en helmings kjósenda sem er útilokaður eins og kann að vera að gerast núna ef stjórnin heldur áfram.
"Meirihlutinn" svokallaði ræður hins vegar ekki á kjörtímabilinu. Það er meirihlutinn af meirihlutanum sem ráðstafar ráðherrastólunum og staðfesta málefnasamning en í einstökum málum er flokksformanninum hlýtt.
Það er því meirihluti af meirihlutanum (sem stundum er minnihluti) sem setur ákveðin ramma kjörtímabilið en annars eru það tveir til þrír menn af 63 sem ráða öllu.
Og þá að fimm flokka stjórninni.
Gefum okkur nú augnarblik að mynduð yrði fimm flokka stjórn. Hver flokkur fengi ráðherrastóla sem best passa við þeirra heilstu áherslumál en þó þannig að fjöldu stóla væru í eitthverju samhengi við fylgi.
Ekki væri gerður neinn málefnasamningur eða einn ákveðinn meirihluti heldur þyrfti hver ráðherra að afla sínum málum stuðnings, annað hvort meðal einstakra flokka sem ná meirihluta í því máli eða þá að meirihluta væri náð þvert á flokkslínur. Þannig þyrftu þeir að alltaf að taka tillit til allra sjónarmiða. Þannig væru breytingartillögur jafnvel teknar til greina, öfugt við núverandi kerfi, því þannig fengi tillaga meira fylgi.
Ég sé reyndar fullt af praktískum vandamálum við þetta fyrirkomulag en ef hún er borin saman við núverandi kerfi að þá er augljóst hvort væri lýðræðislegra.
Dæmi um ráðherraskiptingu:
D fengi forsætisráðherra
VG fengi utanríkisráðherra
S fengi dóms- og kirkjumálaráðherra
D fengi fjármálaráðherra
B fengi landbúnaðarráðherra
D fengi samgönguráðherra
S fengi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
D fengi menntamálaráðherra
F fengi sjávarútvegsráðherra
S fengi iðnaðar- og viðskiptaráðherra
VG fengi umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda
S fengi félagsmálaráðherra
Viðræður stjórnarflokka enn í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. maí 2007
Opið bréf til VG. Lítum á heildarmyndina.
Núna er ljóst að sitjandi ríkisstjórn er vart starfhæf og því kemur að því mynda þarf nýja ríkisstjórn.
Þegar stjórnarkostir eru skoðaðir að þá er auðvelt að koma auga á þann kost sem allir vinstrimenn ættu að kjósa sér helst, en það eru vinstri flokkarnir ásamt Framsókn.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður hins vegar í næstu ríkisstjórn að þá er ljóst að einkavinavæðing heldur áfram, ójöfnuður helst óbreyttur í skársta falli og erfitt verður að fá í gegn mikilvægar umbætur á velferðarkerfinu.
Það er því fyrir öllu að þessir þrír flokkar nái saman, jafnvel þó það þýði að Steingrímur verði óumbeðinn að fyrirgefa Framsókn ómerkilegustu auglýsingar sem sést hafa í kosningabaráttu hér á landi. Það er lítið gjald að greiða fyrir það sem landinu er núna fyrir bestu.
Talsmenn Sjálfstæðisflokksins töluðu mikið um "hættuna" af því að hér kæmi vinstristjórn.
Er ekki kominn tími til að sanna fyrir þeim hvað þeir höfðu rangt fyrir sér? Tækifærið má ekki renna úr greipum okkar.
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. maí 2007
Framsóknarflokkurinn setur met í ómerkilegum auglýsingum, ætli það hjálpi formanninum?
Framsóknarflokkurinn þessa dagana með minna fylgi en hann hefur nokkurntíman haft í langri sögu sinni og það er ekkert að hækka þrátt fyrir að þeir auglýsi stíft.
Allt útlit er fyrir flokkurinn nái ekki neinum manni inn í höfuðborgarkjördæmunum þremur og þar með falla Siv og Jónína út af þingi auk þess sem formaðurinn nær ekki kjöri.
Og hvernig haldið þið að þessi flokkur bregðist við, jú þeir fara niður á stig sem ekki hefur áður sést í Íslenskri kosningabaráttu,
Þeir setja auglýsingu í birtingu á helstu sjónvarpsstöðvum - ekki um ágæti síns flokk - heldur taka þeir fyrir einn ákveðinn flokk, setja inn formann þess í teiknimyndarformi og setja fram rangfærsur um stefnu þessa flokks í þeim stíl sem maður sér helst hjá þeim sem skrifa nafnlaust vegna þess að þeir vilja ekki setja nafn sitt við þvílíka vitleysu. Framsókn er hins vegar ófeimið við að setja sitt nafni við slíkt skítkast. Ætli svona málflutningur muni bjarga formanninum þeirra.
Nú kaus ég ekki þann flokk sem Framsókn ræðst þarna á og lýgur upp á þá fölskum stefnumálum (ég er búinn að kjósa) en mér blöskrar hins vegar svona málflutningur og lýsi frambjóðendur Framsóknar ómenni sem ekki eiga skilið að setja fót sinn inn fyrir Alþingi.
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. apríl 2007
Ekkert STOPP!
Framsóknarflokkurinn er byrjaður að auglýsa á fullu enda hafa þeir öllu jöfnu verið duglegastir að því fyrir kosningar.
Nú skipta auglýsingar á netinu alltaf meira og meira og því góð strategia að hafa borða yfir öllum fréttum inni á mbl.is eins og þeir gerðu undir slagorðinu "Ekkert stopp".
Það var greinilegt á umhverfisráðherranum okkur í hádegisfréttum útvarpsins að Framsóknarflokkurinn vill ekkert stopp á stóriðjuna heldur að virkja sem mest til þess að bjarga heiminum. Hins vantar að skilgreina betur hvað annað Framsóknarflokkurinn vill ekkert stopp á.
Þess vegna var dregið úr birtingu auglýsinganna yfir páskana meðan ítarlegri auglýsingaborði var unninn.
Borðinn er núna tilbúinn og fer inn á alla helstu miðla eftir páska en vegna góðra sambanda fékk ég leyfi til að birta hann fyrst hér.
Einnig er hægt að sjá hann stærri hér
Þekking mikilvægt framlag til lausnar loftslagsvandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Hjúkk!
Naumt var það og spennandi allt til loka, en það er klárt að stækkun hefur ekki meirihluta meðal Hafnfirðinga.
Núna betum við farið að núa okkur að "eitthverju öðru" og hætt að hugsa bara um næsta álver.
Ég vil óska landsmönnum öllum og sérstaklega Hafnfirðingum til hamingju með niðurstöðuna og vona að þeta gefi tóninn fyrir grænt vor.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar