Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Þegar eignarrétturinn beit frjálshyggjuguðinn í rassinn

Eignarrétturinn er það heilagasta sem hægt er að hugsa sér í bókum frjálshyggjumanna. Af því leiðir einnig eina boðorð þeirra: Það er bannað að stela - nema það sé hægt að stela löglega.

Því er það eiginlega bara fyndið þegar guð frjálshyggjustrákanna er dæmdur sekur um að hafa brotið gegn eignarrétti með ritstuldi. Það er svo sérstaklega vandræðalegt þegar guðinn er í góðri stöðu í háskóla, sem er sú stofnun sem lítur hvað alvarlegustu augunum á ritstuld.

Það er að skilja á forsvarsmanni þessarar söfnunar og auglýsingunni að málsóknin vegna ritstuldarins sé runnin frá auðmönnum, en þar er líkalega nafn ekkju Halldórs eitthvað að rugla hann.

En setjum svo að hinn "auðmaðurinn", sem Hannes hefur brotið gegn og verið dæmdur til þess að borga bætur, hafi átt auðveldara með að sækja rétt sinn sökum þess að hann er vel stæður að hvað er rangt við það? Er það ekki einmitt í anda frjálshyggjunnar? Ef maður er ríkur er það vegna þess að hann hefur verið duglegur og klár og á réttilega að njóta þess.
Ef Hannes stendur illa fjárhagslega að þá er það bara vegna þess að hann hefur ekki verið jafn duglegur eða klár.

Það er ekki hægt að kvarta í eigandann þegar manns eigin hundur bítur mann í rassinn. 


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hverjir mótmæla. Hverja má handtaka?

Þegar umferð á Snorrabraut var trufluð til þess að mótmæla eyðileggingu á náttúru landsins að þá voru mótmælendur handteknir fyrir brot gegn valdstjórninni og að skapa hættu því aðgerðirnar gætu tafið neyðarbíla.

En þegar vörubílstjórar hreinlega loka ítrekað borgarhluta frá hverjum öðrum þannig að engin komist frá austri til vesturs eða til baka, og raunveruleg hætta skapast að sjúkrabílar komist ekki með sjúklinga á sjúkrahús, né hægt að bruna út úr bænum með blóð til að bjarga lífi þar, að þá er enginn handtekinn.

 

Ætli það sé vegna þess að ástæður fyrir mótmælum vörubílstjóra séu fjárhagslegar á meðan náttúran er verðlaus í augum stjórnvalda, og því ekki réttlætanlegt að mótmæla eyðileggingu hennar. 

 

Einnig er það kallað skrílslæti af sumum þegar fundur í borgarstjórn er truflaður, en ég hef ekki séð þá tjá sig um þessi mótmæli þannig. 


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100% hækkun

Þetta er sniðug þjónusta en mér þykir heldur smyrjast á aukagjöldin ef maður notar þetta.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ansi lélegur að fara í miðbæinn þegar ég er á landinu og þyrfti því sjálfsagt að borga mánaðargjald einhverja mánuði alveg án þess að nota þjónustuna.

Við skulum hins vegar gera ráð fyrir notenda sem leggur í stæða bílastæðasjóðs um 12 sinnum í mánuði eða 3svar í viku.  Mánaðargjaldið er 299 kr sem þýðir 25 krónur fyrir hvert stæða.  Hvert SMS kostar síðan 10 eða 19, eftir hjá hvaða símafyrirtæki maður er hjá, og maður þarf að senda SMS bæði þegar maður leggur og þegar maður fer aftur.

Ef maður er því að skreppa inn í búð á gjaldsvæð 2 og er í ca 30 min að þá kostar það 40 kall með gömlu aðferðinni, en 85 krónur með þessari þjónustu. Þetta er yfir helmings hækkun.

Vissulega er hækkunin ekki jafn mikil hlutfallslega ef maður leggur á dýrara gjaldsvæði eða er í lengri tíma, en á móti kemur að ef þú ert með síma hjá stærsta símafyrirtækinu að þá kostar hvert SMS 19 krónur í staðin fyrir 10 krónur. Einnig held ég að margir fari ekki mikið ofar en einu sinni í viku í miðbæinn, sem þýðir að mánaðargjaldið væri 75 kall í hvert stæði.

 

Kosturinn við þessa aðferð er þó að maður þarf bara að borga fyrir þann tíma sem maður notar.

Ég hugsa líka að ég mundi í það minnsta prófa þessa þjónustu ef það væri ekkert mánaðargjald heldur frekar aukagjald á hvert stæði. Þá mundi líklega frekar stór notendahópur hafa þetta sem nokkurskonar varaleið þegar það hefði ekki klink eða til þess að framlengja tímann án þess að fara aftur að bílnum á meðan þeim sem væri sama um aukagjöldin mundu líklega nota þetta eingöngu.


mbl.is Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærimeistarar Sjálfstæðisflokksins?

Ég gerði fastlega ráð fyrir að þetta væri haft eftir einhverjum Sjálfstæðismanninum og væri hann þar að tala um mótmæli ungmenna við síðustu meirihlutaskipti í borginni.Grin

Þeim var nefnilega líka í mun að gera lítið úr mótmælunum og óánægju borgarbúa með því kalla þau skrílslæti. Og þó óánægjan væri staðfest í ótal skoðunarkönnunum að þá var ekkert hlustað.

 

Ætli fyrirmyndin séu stjórnvöld í Kína sem virðast bregðast ekki við mótmælum og gagnrýni nema á þann hátt að reyna að spinna þeim sér í hag í fjölmiðlum.

Vinirnir í austri eru þó að sjálfsögðu langt um fremri í þessu og duglegri í að stjórna fjölmiðlunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er bara með staksteina og "fréttaskýringar" á forsíðu Moggans.


mbl.is Skrílslæti, ekki mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið mikilvæga

Aðal málið í "stóra teiknimyndamálinu" var að standa vörð um tjáningarfrelsið. Öfgafullir múslímar kröfðust að blöð og teiknarar væru dæmdir á meðan danskir ráðamenn reyndu af veikum mætti að koma því til skila að einn grundvallarréttur hvers og eins í lýðræðisríki er tjáningarfrelsið jafnvel þó sumir kjósi að nota hann til þess að særa aðra.

Það er hins vegar eins og íþróttamenn séu alveg undanskyldir tjáningarfrelsinu.

Það er meira að segja þannig að íþróttamenn mega ekki einu sinni gagnrýna dómgæslu án þess að vera settir í bann. Það er eins og það eigi að líta út fyrir að dómarar séu óskeikular verur og ef eitthver dregur það í efa að þá þurfi að refsa fyrir það.

Ef lögmál opins lýðræðissamfélags virka að þá ættu áhorfendur að vera færir um að dæma um það hvort þjálfarinn hefur rétt fyrir sér eða hvort hann sagði þetta bara af því hann var tapsár.

 

Nú er ég ekki endilega sammála þessum Serba sem þarna tjáði sig með því að klæðast þessum bol, en þetta er væntanlega hans skoðun, því má hann ekki tjá hana.

 

Núna er mikið talað um Ólympíuleikana í Peking vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og vilja sumir að þjóðir heims taki sig saman og sniðgangi leikana. Ég er alveg ósammála þessu. Ég held að það  breyti engu.

Hins vegar ef íþróttamönnum hafa tjáningarfrelsi og vildu styðja sjálfstæðisbaráttu þeirra þjóða sem Kína hefur sölsað undir sig, eða réttindi kvenna eða trúarhópa eða vilja bæta aðstæður starfsfólks í verksmiðjum, eða bara eitthvað annað, að þá gæti það haft gífurleg áhrif.

Ímyndið ykkur t.d. að íþróttamenn frá tíu þjóðum mundu taka sig saman og ganga inn á leikvanginn undir fána Tíbetar. Það hefði margfallt meiri áhrif en ef sömu tíu þjóðirnar hefðu sniðgengið leikana.


mbl.is EM í sundi: Evrópumeistarinn útilokaður frá frekari keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu stjórnað af Kaupþingi?

Ég gær heyrði ég að það væri Kaupþing sem stæði fyrir metfalli krónunnar.

Þó svo að ég trúi því svo sem alveg upp á bankana að braska með hag almennings í landinu að þá tók ég þessu þessu nú bara sem óstaðfestri kjaftasögu en eftir að ég sá Moggann í dag að þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort kjaftasagan sé kannski alveg dagsönn.

Bankarnir eru nefnilega að búnir að græða um 150 milljarða á gengishruni krónunnar frá áramótum og Kaupþing eitt og sér er með yfir 100 milljarða, næstum því heil Kárahnjúkavirkjun, hagnað á markaðsaðstæðum sem eru að éta upp margfaldar kjarabætur láglaunafólks í landinu.

 

Nú er reyndar rétt að taka það fram að um er að ræða óinnleystan hagnað og ólíklegt að það náist að leysa út nema hluta hans.

Það er hins vegar ljóst að bankarnir hafa klárt "mótív" til að setja íslenska efnahagslífið í hverja rússíbanaferðina eftir aðra og geta náð til sín tugi milljarða í hverri dýfu.

Fyrir þetta borgum við síðan í kjararýrnun, skuldahækkun og okurvöxtum. En það svo sem lítið gjald að borga því í staðin skemmtir Kaupþing okkur um hver áramót með hinum frábæra grínleikara John Cleese.


mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fyrir umferðaröryggið

Kjördæmapot Sunnlendinga hefur greinilega virkað og sérhagsmunir þeirra settir ofar umferðaröryggi annara.

Það er alvitað að 2+2 hraðbraut er í það minnsta tvöfallt dýrari en 2+1 vegur sem gefur nánast sama umferðaröryggi, og þá skiptir engu hvort það þetta sé borgar strax af ríkinu eða sett á raðgreiðslu eins og á þarna að gera.

Þetta þýðir að það mun frestast að bæta öryggi á öðrum hættulegum vegum, sem nóg er af. 


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á móti aðild en vilja aðildarviðræður?

Það er svo sem ekkert skrítið, það er fullt af fólki sem vill vita hvað kemur út úr aðildarviðræðum þó það sé kannski ekki fylgjandi aðild.

Mér finnst það þó ljóst að aðild að ESB þýðir að Ísland verði sama sem áhrifalaus aðili í sambandsríkinu sem stefnir ljóst og leynt að taka yfir sem flest svið þar sem sjálfsvald ríkjanna hverfur og atkvæðamagnið ræður öllu.

Tímabundinn aðlögunarfrestur sem fengist í aðildarviðræðum skiptir þar engu máli til lengri tíma litið.

Ef við værum smáríki inni í miðri Evrópu með nánast sömu hagsmuni en valdamestu ríkin að þá skipti það kannski ekki máli að við misstum sjálfsvald okkar og fengjum aðeins vægi í hlutfalli við íbúafjölda, en við erum lengst úti norður í Atlandshafi og okkar aðstæður eru gjörólíkar en flestra hinna ríkjanna.

 

Og P.S. Það er mikið búið að hræða landann með því að allt sé að fara til fjandans í fjármálalífinu og að eina leiðin til þess að bjarga því sé að taka upp EURO, og því þurfi að fara í ESB.

1. Það er fáránlegt að ganga í ESB til þess eins fá leyfi til að taka upp gjaldmiðilinn þeirra. Grundvallarspurningin er ekki hvaða gjaldmiðil við viljum heldur hvort við viljum vera í risastóru sambandsríki sem eykur sífellt völd sín á kostnað ríkjanna.

2. Það er líklegra að við næðum samningum um að ganga í myntbandalagið og taka upp evru án aðildar en að við fengjum varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnunni í aðildarumræðum.

3. Það er grundvallarskilyrði ESB að við verðum að ná jafnvægi í efnahagsmálum áður en við tökum upp evruna, því er ljóst að við verðum að laga núverandi vanda okkar án hennar. Þegar við erum búin að því, þá ættum við fyrst að taka afstöðu til ESB.


mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband