Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ómannúðlegar hvalveiðar

Í hvalveiðum er mikið lagt upp úr því að hvalveiðar séu sem mannúðlegastar og þegar ekki er lengur hægt að segja að hvalastofnar, sem veitt er úr, séu í útrýmingarhættu að þá eru aðalrökin gegn hvalveiðunum að veiðiaðferðirnar séu ómannúðlegar. (Sjálfum hefur mér alltaf þótt það "ómannúðlegra" að rækta dýr til þess eins að drepa þau og halda þeim allt sitt líf innilokuðum í það þröngu plássi að þau geti varla hreyt sig, miðað við það að veiða dýr sem hafa fram að því lifað frjálsu lífi við náttúrulegar aðstæður.)

En til þess að gera hvalveiðar mannúðlegri að þá hafa verið hannaðir sérstakir sprengjuskutlar sem eiga að drepa dýrið innan nokkurra sekúndna, og ef það bregst eru menn tilbúnir með riffla til þess að aflífa dýrið.

Hvalfriðarsinnar telja hins vegar að þetta virki ekki nógu vel og elta jafnvel hvalveiðimenn uppi í þeirri von að ná myndum af því þegar eitthvað úrskeiðis hjá veiðimönnunum til þess að geta sýnt heiminum hversu ómannúðlegar veiðarnar séu.

 

Náttúran virðist hins vegar bara brosa að þessu öllu því hún gefur sjálf hrefnunum mun kaldrifjaðri endalok.


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsið þyrnir í augum kristinna eins og múslima?

Deilan um dönsku teikningarnar af spámanninum var sögð snúast um málfrelsið vs tillitsemi við trúarbrögð og í raun var eini tilgangur þeirra að sannreyna málfrelsið með því að ögra múslimum.

Þegar það mál var í hámarki að þá var oft bent á það að kristnir menn mundu ekki gera svona mikið veður út úr því ef einhver teiknaði miður fallegar myndir af Jesú.

 

Hins vegar þegar Gyllti áttavitinn var frumsýndur í Bandaríkjunum að þá voru stórir trúarhópar sem börðust gegn myndinni og það var talið hafa haft veruleg áhrif á miðasölu á myndina.

Best fannst mér ummæli talsmanns einhverra af þeim hópum sem börðust gegn myndinni en þau voru einhvern veginn á þennan veg: Myndin sjálf er ekki svo slæm því þar er búið að draga úr ádeilunni en hættan er að fólk fari og lesi bækurnar eftir að hafa séð myndina.

 

Auðvitað notaði ég mér fyrsta tækifæri til þess að komast yfir bækurnar til að lesa þessa hryllilegu ádeilu á trú en fann reyndar ekki neitt. Bækurnar gagnrýna hvorki trú almennt né þannig séð kristnar kennisetningar. Þær eru hins vegar hörð ádeila á stofnanir sem taka sér vald í nafni trúar og ég tel það líklegast að þeir hafi tekið það til sín sem áttu það skilið.

 

Mér er reyndar nokk sama þó myndin hafi og að framhaldið komi ekki á næstunni því ég er búinn að lesa bækurnar, þökk sé kristna talsmanninum, og þær eru miklu betri en nokkur kvikmynd, en þetta sýnir þó hvernig hægt er að hefta málfrelsi stóru Hollywood framleiðandanna


mbl.is Óvíst með framhald á trílógíu Pullmans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins 1% verðmunur milli dýru og "ódýru" olíufélaganna

Maður trúði því í alvöru að með komu Atlandsolíu kæmi einhver samkeppni á olíumarkaðinn. Að með komu aðila sem væri óskyldur stóru olíufélögunum, sem sannað er að hafi stolið frá almenningi, mundi eitthvað breytast og að fólk gæti í alvöru sparað eitthvað með því að leita uppi sjálfsafgreiðslustöðvarnar litlu aðilanna.

En raunin er hins vegar sú að álagning stóru olíufélaganna hefur verið að hækka og samt sem áður er verðmunur á milli þeirra og sjálfsafgreiðslustöðvanna aðeins um 1% sem dugar varla til þess að leita sérstaklega uppi þær stöðvar.

Fjölmiðlar eru síðan engan veginn að standa sig því þeir fjalla um bensínverð eins og um sé að ræða eitthvað náttúrufyrirbrigði. Í gær þegar verðið hafði lækkað hratt í 2 daga í röð á heimsmarkaði að þá var það ein af aðal fréttum hjá báðum sjónvarpsstöðvunum að verð hér hefði lækkað um 1 krónu og 20 aura þó svo verðið hafi þá verið hærra en það var um helgina.

Fjölmiðlar ættu í staðinn að beita olíufélögin þrýstingi með því að birta útreiknað bensínverð miðað við óbreytta álagningu og greina frá mismuninum á því verði og raunverulegu verði í stað þess að segja aðeins frá stökum hækkunum eða lækkunum.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband