Leita í fréttum mbl.is

Á móti aðild en vilja aðildarviðræður?

Það er svo sem ekkert skrítið, það er fullt af fólki sem vill vita hvað kemur út úr aðildarviðræðum þó það sé kannski ekki fylgjandi aðild.

Mér finnst það þó ljóst að aðild að ESB þýðir að Ísland verði sama sem áhrifalaus aðili í sambandsríkinu sem stefnir ljóst og leynt að taka yfir sem flest svið þar sem sjálfsvald ríkjanna hverfur og atkvæðamagnið ræður öllu.

Tímabundinn aðlögunarfrestur sem fengist í aðildarviðræðum skiptir þar engu máli til lengri tíma litið.

Ef við værum smáríki inni í miðri Evrópu með nánast sömu hagsmuni en valdamestu ríkin að þá skipti það kannski ekki máli að við misstum sjálfsvald okkar og fengjum aðeins vægi í hlutfalli við íbúafjölda, en við erum lengst úti norður í Atlandshafi og okkar aðstæður eru gjörólíkar en flestra hinna ríkjanna.

 

Og P.S. Það er mikið búið að hræða landann með því að allt sé að fara til fjandans í fjármálalífinu og að eina leiðin til þess að bjarga því sé að taka upp EURO, og því þurfi að fara í ESB.

1. Það er fáránlegt að ganga í ESB til þess eins fá leyfi til að taka upp gjaldmiðilinn þeirra. Grundvallarspurningin er ekki hvaða gjaldmiðil við viljum heldur hvort við viljum vera í risastóru sambandsríki sem eykur sífellt völd sín á kostnað ríkjanna.

2. Það er líklegra að við næðum samningum um að ganga í myntbandalagið og taka upp evru án aðildar en að við fengjum varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnunni í aðildarumræðum.

3. Það er grundvallarskilyrði ESB að við verðum að ná jafnvægi í efnahagsmálum áður en við tökum upp evruna, því er ljóst að við verðum að laga núverandi vanda okkar án hennar. Þegar við erum búin að því, þá ættum við fyrst að taka afstöðu til ESB.


mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,Þetta er því miður algengur misskilningur sem þú heldur hér fram - þ.e. að rödd okkar sé svo lítil að hún heyrist ekki.  Sjálfur hef ég setið nokkra fundi í nefndum á vegum ESB og verð ég bara að viðurkenna að rödd mín heyrist alveg jafn vel og rödd t.d. bresku rulltrúanna.  Það er ekki lækkað í míkrófónum þegar Ísland talar og ekki hækkað þegar Frakkland talar.  Það sem skiptir máli er að vinna sér inn traust og trúverðuleika innan þess málaflokks sem maður beitir sér og þá getur íslenskur fulltrú alls ekki síður haft áhrif en þýskur.  Auðvitað á sér alltaf stað hagsmunamat og í sumum tilfellum eru ríkir hagsmunir ákveðinna þjóða látnir ráða þó svo að það stríði gegn hagsmunum annara þjóða.  En það er einmitt bara jákvætt fyrir okkur Íslendinga.  Það er því alveg ljóst að ef vel er unnið þá munum við GETA haft mikið um þá fáu málaflokka að segja sem virkilega skipta okkur máli.Ég er einn þeirra sem tel mjög mikilvægt að við vinnum heimavinnu okkar og ákveðum hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að við séum tilbúin að verða virkir þátttakendur í Evrópusambandinu.  Svo eigum við að láta á það reyna hvort hægt sé að ná fram þeim markmiðum.  Ef ekki, þá verður að hafa það.  Ef við göngum í ESB þá verður það á okkar forsendum.  En að stinga hausnum í sandinn og neita að hugleiða ESB sem  möguleika er einfaldlega óskynsamlegt.Og ekki má gleyma því að í dag er okkur gert að taka upp tilskipanir ESB - sem og við gerum - og rödd okkar heyrist bara ALLS EKKI og hún einfaldlega má ekki heyrast. 

Einar 6.3.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Ingólfur

Skárra væri það nú ef við hefðum ekki einu sinni málfrelsi innan ESB. Hitt er staðreynd að við hefðum engin völd sem telja tekur.
Vald ríkja til þess hafna breytingum er að detta út og meirihluti þvert á aðildarríkin ræður þó það fari gegn hagsmunum eins ríkis.

Þau litlu völd sem við hefðum færu í að stöðva eða breyta því sem kæmi okkur hvað verst og til þess þyrftum við að vera með skotheld rök og lofa því að standa með þeim ríkjum, sem styddu okkur, í öllum öðrum málum.

Í raun er aðal munurinn á völdum okkar innan EES og ef við færum í ESB er að þá værum við með 0,5% þingmannastyrk í Evrópuþinginu í staðin fyrir 0%. Fyrir mér er það ekki spurning að það er skárra að þurfa að taka upp besta hlutann af lögum og reglugerðum frá ESB en ráða engu um þær, en að þurfa að taka allt upp og hafa 0,5% áhrif.

Ingólfur, 7.3.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband