Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama hverjir mótmæla. Hverja má handtaka?

Þegar umferð á Snorrabraut var trufluð til þess að mótmæla eyðileggingu á náttúru landsins að þá voru mótmælendur handteknir fyrir brot gegn valdstjórninni og að skapa hættu því aðgerðirnar gætu tafið neyðarbíla.

En þegar vörubílstjórar hreinlega loka ítrekað borgarhluta frá hverjum öðrum þannig að engin komist frá austri til vesturs eða til baka, og raunveruleg hætta skapast að sjúkrabílar komist ekki með sjúklinga á sjúkrahús, né hægt að bruna út úr bænum með blóð til að bjarga lífi þar, að þá er enginn handtekinn.

 

Ætli það sé vegna þess að ástæður fyrir mótmælum vörubílstjóra séu fjárhagslegar á meðan náttúran er verðlaus í augum stjórnvalda, og því ekki réttlætanlegt að mótmæla eyðileggingu hennar. 

 

Einnig er það kallað skrílslæti af sumum þegar fundur í borgarstjórn er truflaður, en ég hef ekki séð þá tjá sig um þessi mótmæli þannig. 


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu ekki svona bitur... Hvernig eiga þeir að vita hverja þeir eiga að handtaka í þessari stöðu? Og hvað ef bílarnir eru bara "bilaðir"? Er það gild ástæða til handtöku...

Bjarni 28.3.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Ingólfur

Ég er ekkert bitur, ég bara skil ekki þetta ósamræmi sérstaklega þar sem það er augljóst að þetta skapar mikklu meiri hættu.
Þeir hafa ekki átt í vandræðum með það áður.

Ingólfur, 28.3.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er 100% sammála þér. Að sjálfsögðu á að ganga jafnt yfir alla!!

Ólafur Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Ingólfur

...Þeir hafa ekki átt í vandræðum með það áður að finna réttlætingu fyrir handtökum. En núna þegar það eru fjárhagslega ástæður fyrir mótmælunum að þá virðast þeir ekkert getað gert.

P.S. ég tók engan þátt í mótmælunum á Snorrabraut.

Ingólfur, 28.3.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Frábær pistill Ingólfur Harri. Þú hittir naglann á höfuðið. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2008 kl. 13:53

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Akkúrat, ég vil líka taka það fram að ég var líka mjög á móti mótmælunum á Snorrabraut og ég var ekki heldur í Ráðhúsinu. Að sjálfsögðu á að ganga jafnt yfir alla.

Ólafur Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Ingólfur

Þakka þér fyrir Ólafur að vera 100% sammála. Við erum þó samt um leið líka ósammála.

Ég var ekki ósammála mótmælunum á Snorrabraut, en hefði þó valið að þeir væru ekki að trufla umferðina við Landspítalann við Hringbraut.

Einnig þyrfti að vera hægt að tilkynna svona mótmæli fyrirfram til neyðarlínunnar svo hægt væri að gera ráðstafanir til þess að lágmarka áhrif á neyðarútköll, án þess að þær upplýsingar væru notaðar til að koma í veg fyrir mótmælin.

Einnig studdi ég mótmælin í Ráðhúsinu heilshugar, og þó að þar hefði ýmislegt verið hrópað sem ég get ekki tekið undir að þá ollu þau mótmæli engri hættu.

Ég styð það líka í sjálfu sér að óánægðir vörubílsstjórar láti vita af óánægju sinni þannig að þeir finni fyrir því sem óánægjan beinist að.

En það sem ég gagnrýni er fyrst og fremst er það að þessar aðgerðir eru margfalt hættulegri en carnivalið á Snorrabraut.

Þar að auki finnst mér helsta forgangsmál núna ekki vera að lækka álögur á bíla og eldsneyti núna þegar fólk ætti helst að reyna draga saman. En ef ég ætlaði að berjast fyrir því að þá væri það samt hálf tilgangslaust að teppa bara ferðir almennings og skapa einhverja hættu.

Af hverju fara þessir bílstjórar ekki frekar á morgnana  og loka inni á bílastæðum sínum glæsikerrur ráðherra og olíuforstjóra?

Af hverju loka þeir ekki miðbænum á meðan ríkisstjórnarfundi stendur, þannig að ráðherrarnir þurfi að labba yfir í ráðuneytin sín eftir fundinn. Þeim þætti það örugglega hryllilegt þó svo flest ráðuneytin séu rétt hjá?

Af hverju loka þeir ekki aðgengi að Leifsstöð þegar fjármálaráðherra er á leið út úr landinu? 

Nei þeir velja í staðin aðgerðir sem koma verst niður á almennum ökumönnum á leið heim frá vinnu og skapa hættu fyrir neyðarflutninga.

Ingólfur, 28.3.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband