Leita í fréttum mbl.is

100% hækkun

Þetta er sniðug þjónusta en mér þykir heldur smyrjast á aukagjöldin ef maður notar þetta.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ansi lélegur að fara í miðbæinn þegar ég er á landinu og þyrfti því sjálfsagt að borga mánaðargjald einhverja mánuði alveg án þess að nota þjónustuna.

Við skulum hins vegar gera ráð fyrir notenda sem leggur í stæða bílastæðasjóðs um 12 sinnum í mánuði eða 3svar í viku.  Mánaðargjaldið er 299 kr sem þýðir 25 krónur fyrir hvert stæða.  Hvert SMS kostar síðan 10 eða 19, eftir hjá hvaða símafyrirtæki maður er hjá, og maður þarf að senda SMS bæði þegar maður leggur og þegar maður fer aftur.

Ef maður er því að skreppa inn í búð á gjaldsvæð 2 og er í ca 30 min að þá kostar það 40 kall með gömlu aðferðinni, en 85 krónur með þessari þjónustu. Þetta er yfir helmings hækkun.

Vissulega er hækkunin ekki jafn mikil hlutfallslega ef maður leggur á dýrara gjaldsvæði eða er í lengri tíma, en á móti kemur að ef þú ert með síma hjá stærsta símafyrirtækinu að þá kostar hvert SMS 19 krónur í staðin fyrir 10 krónur. Einnig held ég að margir fari ekki mikið ofar en einu sinni í viku í miðbæinn, sem þýðir að mánaðargjaldið væri 75 kall í hvert stæði.

 

Kosturinn við þessa aðferð er þó að maður þarf bara að borga fyrir þann tíma sem maður notar.

Ég hugsa líka að ég mundi í það minnsta prófa þessa þjónustu ef það væri ekkert mánaðargjald heldur frekar aukagjald á hvert stæði. Þá mundi líklega frekar stór notendahópur hafa þetta sem nokkurskonar varaleið þegar það hefði ekki klink eða til þess að framlengja tímann án þess að fara aftur að bílnum á meðan þeim sem væri sama um aukagjöldin mundu líklega nota þetta eingöngu.


mbl.is Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband