Leita í fréttum mbl.is

Umboð Hæstaréttar?

Hvernig er hægt að treysta Hæstarétti til að vera hlutlaus í þessu máli þegar meirihluti dómaranna eru skipaðir af SjálfstæðisFLokknum.

SjálfstæðisFLokkurinn er sá eini flokkurinn sem er skíthræddur við stjórnlagaþingið. Þeir óttast lýðræðisumbætur, þeir óttast persónukjör, þeir óttast að auðlindir okkar verði í þjóðareign, þeir óttast faglega skipun dómara.

Í stuttu máli sagt, FLokkurinn óttast um FLokksræðið sitt, og hæstaréttardómarar eru fulltrúar þeirra.

 

Spurningin er hins vegar: Hvað gerir almenningurinn? Mun hann velja óbreytt ástand meða flokksræði og spillingu, eða mun hann styðja að stjórnlagaþing verði haldið?


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hæstiréttur dæmir eftir landslögum. Eins og sjá má á dómnum.

Hreinn Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 18:35

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hæstiréttur hefur umboð til þess að dæma samkvæmt landslögum.  Það má vel vera að flestir dómarar Hæstaréttar, séu Sjálfstæðismenn.  En ég efa að þú getir hermt það sama upp á Pál nokkurn Hreinsson, sem var einn þeirra sex dómara, er kváðu upp úrskurðinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.1.2011 kl. 19:26

3 Smámynd: Ingólfur

Oft er nú hægt að styðja þveröfugar niðurstöður með tilvísunum í landslög og þannig er það einnig í þessu tilviki. Þess vegna þarf dómara, en þeir dómarar þurfa að vera hlutlausir.

Það vita hinsvegar allir sem vilja vita  að meirihluti hæstaréttardómara eru fulltrúar FLokksins. Hvers virði er þannig dómur?

Ingólfur, 25.1.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: TómasHa

Það væri gaman að vita í hvaða lög átti að vísa t.d. með meðferð atkvæðakasssa, þar sem skýrt er tekið fram að það eigi að vera hægt að læsa kassanum og að ekki eigi að vera hægt að opna hann.

Svo væri líka fróðlegt að vita hvaða lög átti að beita þegar eftirlitsaðilum framboðsins var bannað að vera við talningu eins og stendur skýrt í lögum um kosningar til alþingis.

Eðlilega hafa dómarar verið skipaðir á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völd, en að menn séu fulltrúar flokksins er út í hött. Dómurinn þarf einfaldlega að dæma samkvæmt landslögum, nema að þú getir bent á dæmi þar sem það hefur ekki verið gert. Það væri þá fróðlegt að heyra það.

TómasHa, 25.1.2011 kl. 23:00

5 Smámynd: Ingólfur

Hvaða kjörkassa er ekki hægt að opna þó að honum hafi verið læst?

Það var ekki hægt að læsa með lykli kössunum sem voru notaðir, en þeir voru innsiglaðir og því er það vitað að ekki var átt við kassana.

Að frambjóðendur hafi ekki umboðsmann við talningu er eina atriðið sem eitthvað vit er í. Hins vegar hefði verið lítið mál fyrir Hæstarétt hafa endurtalningu, en í stað þess völdu þeir að eyðileggja atkvæði yfir 80.000 atkvæði þeirra sem höfðu fyrir því að kynna sér frambjóðendur og mæta á kjörstað.

Ef lög væru alltaf skýr og þörfnuðust ekki túlkunar að þá þyrftum við ekki dómstóla. Venjulega er hægt að finna bæði rök með og á móti í landslögum.

Í dag ákvað Hæstiréttur að einblína á lagatæknilega vankanta og ógilda atkvæði allra kjósenda án þess að sýnt hefði verið fram á að réttur nokkurs kjósenda hefði verið brotinn. Þetta vilja sumir meina að standist ekki lög, en fáir eru þó tilbúnir til þess að gagnrýna Hæstarétt opinberlega.

Ingólfur, 25.1.2011 kl. 23:22

6 Smámynd: TómasHa

Þetta eru einfaldlega lögin sem hæstarétti er falið að dæma eftir. Menna geta svo deilt um hvort ekki hefði þurft að breyta lögunum en það er allt annað mál.

Ef kosningar hafa verið dæmdar ógildar vegna þess að mögulega sást í gegnum atkvæðisseðil, þá eru þetta nú það miklir vankantar að hæstiréttur gat ekki annað en dæmt á þennan veg.

TómasHa, 26.1.2011 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband