Leita í fréttum mbl.is

Fimm flokka stjórn Lýðræðisstjórnin

Áður en þið fyllið nú athugasemdakerfið með innleggjum um hversu óraunhæft það væri hafa fimm flokka stjórn að þá skulum við aðeins athuga núverandi fyrirkomulag.

Í núverandi meirihlutastjórna-fyrirkomulagi að þá byrjar kjörtímabilið á því að myndaður er "meirihluti" og skoðanir allt að helmingi kjósenda eru útilokaðar frá áhrifum út kjörtímabilið. Stundum er það meira að segja skoðanir meira en helmings kjósenda sem er útilokaður eins og kann að vera að gerast núna ef stjórnin heldur áfram.

"Meirihlutinn" svokallaði ræður hins vegar ekki á kjörtímabilinu. Það er meirihlutinn af meirihlutanum sem ráðstafar ráðherrastólunum og staðfesta málefnasamning en í einstökum málum er flokksformanninum hlýtt.

Það er því meirihluti af meirihlutanum (sem stundum er minnihluti) sem setur ákveðin ramma kjörtímabilið en annars eru það tveir til þrír menn af 63 sem ráða öllu.

 

Og þá að fimm flokka stjórninni.

Gefum okkur nú augnarblik að mynduð yrði fimm flokka stjórn. Hver flokkur fengi ráðherrastóla sem best passa við þeirra heilstu áherslumál en þó þannig að fjöldu stóla væru í eitthverju samhengi við fylgi.

Ekki væri gerður neinn málefnasamningur eða einn ákveðinn meirihluti heldur þyrfti hver ráðherra að afla sínum málum stuðnings, annað hvort meðal einstakra flokka sem ná meirihluta í því máli eða þá að meirihluta væri náð þvert á flokkslínur. Þannig þyrftu þeir að alltaf að taka tillit til allra sjónarmiða. Þannig væru breytingartillögur jafnvel teknar til greina, öfugt við núverandi kerfi, því þannig fengi tillaga meira fylgi.

 Ég sé reyndar fullt af praktískum vandamálum við þetta fyrirkomulag en ef hún er borin saman við núverandi kerfi að þá er augljóst hvort væri lýðræðislegra.

 

Dæmi um ráðherraskiptingu:
D fengi forsætisráðherra 
VG fengi utanríkisráðherra
S fengi dóms- og kirkjumálaráðherra 
D fengi fjármálaráðherra
B fengi landbúnaðarráðherra 
D fengi samgönguráðherra
S fengi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 
D fengi menntamálaráðherra
F fengi sjávarútvegsráðherra 
S fengi iðnaðar- og viðskiptaráðherra
VG fengi umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 
S fengi félagsmálaráðherra


mbl.is Viðræður stjórnarflokka enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Ja þarna næðu sjálfsagt mörg mál fram sem ég mundi ekki vilja sjá, en þetta væri mun skárra en að 2-3 þingmenn réðu öllu

Ingólfur, 16.5.2007 kl. 20:00

2 identicon

Enginn málefnasamningur myndi gera það að verkum að engin framtíðarsýn væri um hvað stefnu landið ætti að taka og það myndi skapast glundroðaástand.

Ólafur Pétursson 17.5.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband