Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Mánudagur, 27. apríl 2009
15% Þjóðarinnar getur krafist atkvæðagreiðslu um aðild
Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur studdu fyrir nokkrum vikum frumvarp um stjórnarskrárbreytingar sem gerðu ráð fyrir því að 15% kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.
Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið í veg fyrir þessar breytingar að þá er þessum flokkum varla stætt á því að neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu um svona mikilvægt mál ef 15% kjósenda óska eftir því.
En þá er Samfylkingin einmitt komin með málið á nákvæmlega sama stað og Vinstri Grænir hafa gefið út að þeir geti sæst á.
Því er Samfylkingin í engu bættari með því að fara með Framsókn og Borgarahreyfingunni, en VG.
Ég væri hins vegar alveg til í að sjá Borgarahreyfinguna í stjórn og treysti þeim líka til þess að selja sig dýrt. Verra er að koma Framsóknarflokknum aftur í stjórn.
En fyrir Samfylkinguna væri ESB umsóknin hins vegar á sama stað, hvort sem þeir velja VG eða OB.
Ekki víst að langt sé í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. apríl 2009
Var ESB á kjörseðlinum þínum?
Ég sá hvergi spurt um afstöðu til Evrópusambandsins á kjörseðlinum mínum og hef ekki heyrt um að aðrir hafi fengið að velja um það.
Auðvitað kusu sumir flokka eftir afstöðu þeirra til ESB, en það á alls ekki við alla og líklega aðeins um minnihluta kjósenda.
Eða halda ESB sinnar að enginn hafi kosið Framsókn vegna 20% skuldaafsláttarins þeirra? Og að enginn hafi kosið Borgarahreyfinguna vegna þess að það vildi lýðræðisumbætur sem fjórflokkurinn gugnaði á að koma á?
Og halda ESB sinnarnir að fólkið hafi ekki kosið Samfylkinguna vegna þess að það vill sjá Jóhönnu áfram sem forsætisráðherra vegna þess að hún hlífir þeim sem minna meiga sín og trúir að hún er hörkudugleg og muni koma þjóðinni upp úr kreppunni?
Halda þeir að enginn hafi hætt við að styðja VG vegna olíuklúðurs Kolbrúnar Halldórs og að enginn Sjálfstæðismaður hafi kosið eitthvað annað núna vegna styrkja málsins?
Ef svo er að þá hafa þeir ekki aðeins rangt fyrir sér heldur virðist þeim skorta skilning á kosningakerfinu hérna.
Íslenskir kjósendur geta einungis kosið flokka en hver flokkur er með mörg stefnumál.
Kjósendur hafa ótal mismunadi ástæður á bak við atkvæði sitt og flestir eru þeir ekki sammála nærri því öllu sem er stefnuskrá flokksins.
Nei, það var ekki kosið um ESB aðild á laugardaginn. En hins vegar er ekkert mál að gefa þjóðinni tækifæri til þess að segja hvort hún vilji sækja um aðild að ESB. Það er einmitt möguleikinn sem VG gæti sætt sig við.
Til að spara pening mætti meira að segja hafa kosninguna í gegnum netbanka fólks, auk "utanfundar" atkvæðagreiðslu fyrir þá sem ekki eru með netbanka.
Af hverju ættum við ekki að spyrja þjóðina? Við hvað er fólk hrætt?
Þjóðin vill fara í aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. apríl 2009
Færði D fylgið frá VG til S
Jóhanna: Get brosað breitt ef þetta er niðurstaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. apríl 2009
Hvað er hægt að gera með 4 þingmenn? - Þú ert þjóðin!
Nú sýna kannanir að Borgarahreyfingin fái 4 þingmenn og líka að hugsanleg ríkisstjórn þurfi ekki á stuðningi þeirra að halda við að tryggja meirihluta.
Því spyrja margir, hverju ætlar Borgarhreyfingin að breyta með aðeins 4 þingmenn.
En nú vill það svo til að ríkisstjórnarflokkarnir, sem munu að öllum líkindum halda áfram, eru með mörg af baráttumálum Borgarahreyfingarinnar á sinni stefnuskrá. Þó þeim skortir áhugann til þess að framfylgja þeim.
Þess vegna ætti það ekki að vera svo erfitt að fá lagafrumvörp í gegn sem báðir stjórnarflokkarnir hafa sagst vera samþykkir fyrir kosningar, því þá verður ekki hægt að afsaka sig með því að segja að samstarfsflokkurinn hafi ekki viljað þetta.
Auðvitað væri enn betra að fá 6 eða jafnvel 8 menn á þing en svo lengi sem stjórnarflokkarnir hafa ekki yfir 2/3 hluta þingmanna að þá getur lítil hreyfing með sterk tengsl við þjóðina haft heilmikil áhrif.
Þú ert þjóðin!
X-O
Lokaorð formanna til kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Skilar þú (d)auðu? Þú ert þjóðin!
Ég hef marga heyrt tala um að þeir séu búnir að fá nóg af fjórflokknum og ætli að senda þeim sterk skilaboð með því að skila auðu.
En hvað gerist nú þegar þú skilar auðu?
Svarið er einfallt: Ekkert!
Það hefur nákvæmlega engin áhrif að skila auðu nema að hugsanlega munu stjórnmálaleiðtogarnir tala um það um kosninganóttina "að þetta væri náttúrulega viss áfellisdómur að þetta margir hefðu skilað auðu".
En á sunnudaginn munu flokkarnir mynda stjórn og ég get lofað þér að þeir munu ekki mynda stjórn með auðum.
Jafnvel þó allir nema einn mundu skila auðu að þá væru það samt gildar kosningar og sá eini sem hefur áhrif er sá eini sem merkti við flokk.
Autt er dautt!
Sjálfur finnst mér fjórflokkarnir hafa misnotað sín tækifæri og kominn tími til að hleypa öðrum að.
Þess vegna kýs ég Borgarahreyfinguna.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Þú ert þjóðin - Þeir höfðu tækifærið
Fyrir hrunið kom hver viðvörunin á eftir annarri um veikleika bankakerfisins. Þeir höfðu tækifæri til þess að bregðast við en kölluðu í staðinn viðvaranirnar öfund og eyddu góðu orðspori þjóðarinnar í að sannfæra heiminn um að allt væri hérna í himnalagi.
Þeir höfðu tækifæri til þess að hætta að ráða frændur, syni, vini og flokksfélaga í fínar stöður, en þeir létu ekki einu sinni landslög stoppa sig í því.
Þeir höfðu tækifæri til þess að stoppa í skattsvikaholur sem allir vissu að þeir sem áttu nægan pening voru að nota. Þeir fengu meira að segja sérstaka skýrslu um hvað þyrfti að gera svo ekki töpuðust milljarðar í skatttekjur, en þeir völdu að gleyma henni.
Og þegar þjóðin horfði upp á Víkingana selja sjálfum sér fyrirtækin sín aftur og aftur, skipta Group í undirfyrirtæki sem keypti síðan móðurfélagið með láni í enn öðru dótturfélagi o.s.frv. að þá höfðu þeir tækifæri til þess að setja lög um krosseignartengsl.
Eftir hrunið höfðu þeir tækifæri til þess að stíga fram og segja við þjóðina: "Afsakið, við brugðumst ykkur." En í staðin vörpuðu þeir allri ábyrgð á alþjóðakreppuna, fyrrum vini sína Útrásarvíkingana og almenning.
Þeir höfðu tækifæri til þess að byrja strax að reyna að hafa uppi á þeim fjármunum sem stolið var af óbreyttum borgurum um alla Evrópu, en þegar rannsókn fór loks af stað, að þá var hún bara í skötulíki.
Þeir höfðu tækifæri til þess að viðurkenna fyrir nágrannaþjóðum okkar að hér hefðu vaðið uppi glæpamenn sem hirtu allt sem þeir gátu, og þeir höfðu tækifæri til þess að óska eftir aðstoð við að rekja slóð þýfisins, en reyndin varð uppgufun trúverðugleika okkar og stríð við nágrannaþjóðirnar.
Þeir höfðu strax í haust tækifæri til þess að svara kröfu þjóðarinnar og boða kosningar núna í vor, sökum breyttra aðstæðna, og gefa þannig nýjum aðilum tíma til þess að skipuleggja og kynna sig. En í staðinn gerðu þeir lítið úr mótmælum og kölluðu mótmælendur skríl sem væru ekki fulltrúar þjóðarinnar.
Þeir höfðu alveg einstakt tækifæri til þess að koma á raunverulegum lýðræðisumbótum á stjórnarskrá og kosningalögum sem hefði getað lagt grunninn að Nýja Íslandi. En í stað þess sýndu þeir fram á það að þeir eru ófærir um að breyta stjórnarskránni til betri vegar, þó svo að vitað sé að meirihluti þjóðarinnar styddi það. Enda hefur flokksræðið alltaf styrkst við hverja breytingu á kosningalögum og stjórnarskrá sem gerð hefur verið undanfarinn árátug.
Þeir höfðu tækifæri til þess að hafna milljóna og tugmilljóna króna styrkjum/mútum frá útrásarfyrirtækjunum, en í staðinn tefla þeir fólki fram á framboðslista sína sem var í lykilhlutverkum í þessu máli.
Við gáfum gömlu flokkunum tækifærið - en þeir gerðu ekkert.
Hverjum ætlar þú að gefa tækifæri á laugardaginn?
Sjálfur ætla ég að gefa Borgarahreyfingunni tækifæri, en mundu:
Þú ert þjóðin
(Ef þú ert samála þessu þá vil ég biðja þig um að senda þeim sem þú þekkir þessi skilaboð t.d. með Facebook hnappnum hér fyrir neðan)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 18. apríl 2009
63 aumingjar
Það er sjálfsagt ljótt að segja svona og alveg örugglega pólitískt rangt.
En þessir 63 einstaklingar sem eiga að teljast fulltrúar þjóðarinnar hafa ekki einungis reynst getulausir til þess að svara kalli þjóðarinnar um lýðræðisumbætur heldur hafa þeir líka komið í veg fyrir að hægt verði að bæta stjórnarskránna næstu 4 árin.
Þeir halda endalausar ræður þar sem þeir mótmæla því að Alþingi missi stjórnlagavaldið [til þjóðarinnar] en eru síðan greinilega óhæfir til þess breyta stjórnarskránni í þá átt sem meirihluti þjóðarinnar vill.
Þeim tókst ekki einu sinni að breyta kosningalögum á þann hátt að flokkar gætu valið að bjóða upp á persónukjör.
Hins vegar gengur þeim vel að breyta lögum á þann hátt að flokkarnir fái himinháa ríkisstyrki og ekki var mikið mál að breyta stjórnarskránni á þann hátt að 5% reglan væri fest þar inni.
Því segi ég það, þeir eru aumingjar allir með tölu og eiga það ekki skilið að sitja sem fulltrúar okkar á Alþingi.
Núna þarf hins vegar þjóðin bara að taka sig saman og halda Stjórnlagaþing sjálf. Við þurfum ekkert leyfi Alþingis til þess að búa til okkar nýju stjórnarskrá
Það eina sem þarf er að almenningur taki þátt í að búa hana til og að nógu margir kjósi um hana.
Ef það næst að þá verður ekki hægt að hunsa hana.
Takk fyrir, búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Það er ekki hægt að endurgreiða mútur
Móttaka á styrkjunum/mútunum var röng því vegna þess leikur vafi um hvort peningarnir hafi haft áhrif á ákvarðanir kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í kjölfarið.
Það að endurgreiða upphæðina fjarlægir ekki vafann.
Augljós mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Glæsilegir vinningar ;)
Mig langar bara til að þakka Guðlaugi og félögum fyrir þessa stórglæsilegu vinninga
Góð þátttaka í páskaeggjaleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar