Leita í fréttum mbl.is

Var ESB á kjörseðlinum þínum?

Ég er ekki að ná því hvernig þessi niðurstaða kosninganna getur verið túlkuð sem afgerandi niðurstaða um að þjóðin vilji sækja um inngöngu í ESB.

Ég sá hvergi spurt um afstöðu til Evrópusambandsins á kjörseðlinum mínum og hef ekki heyrt um að aðrir hafi fengið að velja um það.

Auðvitað kusu sumir flokka eftir afstöðu þeirra til ESB, en það á alls ekki við alla og líklega aðeins um minnihluta kjósenda.

Eða halda ESB sinnar að enginn hafi kosið Framsókn vegna 20% skuldaafsláttarins þeirra? Og að enginn hafi kosið Borgarahreyfinguna vegna þess að það vildi lýðræðisumbætur sem fjórflokkurinn gugnaði á að koma á?

Og halda ESB sinnarnir að fólkið hafi ekki kosið Samfylkinguna vegna þess að það vill sjá Jóhönnu áfram sem forsætisráðherra vegna þess að hún hlífir þeim sem minna meiga sín og trúir að hún er hörkudugleg og muni koma þjóðinni upp úr kreppunni?

Halda þeir að enginn hafi hætt við að styðja VG vegna olíuklúðurs Kolbrúnar Halldórs og að enginn Sjálfstæðismaður hafi kosið eitthvað annað núna vegna styrkja málsins?

 

Ef svo er að þá hafa þeir ekki aðeins rangt fyrir sér heldur virðist þeim skorta skilning á kosningakerfinu hérna.
Íslenskir kjósendur geta einungis kosið flokka en hver flokkur er með mörg stefnumál.
Kjósendur hafa ótal mismunadi ástæður á bak við atkvæði sitt og flestir eru þeir ekki sammála nærri því öllu sem er stefnuskrá flokksins.

 

Nei, það var ekki kosið um ESB aðild á laugardaginn. En hins vegar er ekkert mál að gefa þjóðinni tækifæri til þess að segja hvort hún vilji sækja um aðild að ESB. Það er einmitt möguleikinn sem VG gæti sætt sig við.

Til að spara pening mætti meira að segja hafa kosninguna í gegnum netbanka fólks, auk "utanfundar" atkvæðagreiðslu fyrir þá sem ekki eru með netbanka.
Af hverju ættum við ekki að spyrja þjóðina? Við hvað er fólk hrætt?


mbl.is Þjóðin vill fara í aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, það var einmitt Evrópa á mínum kjörseðli. Ég lét afstöðu til Evrópusambandsins ráða hvað ég kaus og það verður ekki af mér tekið. Það var svo sannarlega kosið um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Málið er einfalt: Nú er einfaldlega þingmeirihluti fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja síðan þann samning í þjóðaratkvæði. Ef þannig þingsályktunartillaga yrði lögð fyrir nýtt Alþingi, fengi hún líklega minnst 40 atkvæði, eða verulega góðan meirihluta.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort eigi að sækja um, er ómöguleg hugmynd. Slík hugmynd er ekki gerð fyrir þjóðina, heldur fyrir ónýta stjórnmálaflokka sem geta ekki tekið afstöðu. Slík hugmynd myndi hafa í för með sér ömurlegan hræðsluáróður (sem á sér þegar stað) og villuljósin yrðu allsráðandi í umræðunni, enda ekki endanlegur samningur á borðinu til að taka afstöðu til. Slík hugmynd myndi því fyrst og síðast tvístra þjóðinni án þess að endilega væru tilefni til þess.

VG hefur hinsvegar ekki svarað því hvers vegna þeir vilja ekki sækja beint um og leggja niðurstöðuna í þjóðaratkvæði. Slíkt gerðu flestar Evrópuþjóðir, m.a. Norðmenn sem VG bera sig gjarnan saman við.

Af hverju vill VG ekki "norsku leiðina"? Við hvað er VG hrætt? 

Evreka 27.4.2009 kl. 08:44

2 identicon

reyndar var Esb á mínum kjörseðli, samfylkingin fékk mitt atkvæði af ýmsum ástæðum en aðallega vegna eindreginnar afstöðu til ESB.

steina 27.4.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála þér í greiningu þinni á kosningunum Ingólfur.. ég kaus vegna ESB 2007.. en ekki núna.. núna kaus ég borgarahreifinguna því hún vill koma á alvöru lýðræði í þessu flokksræði sem ríkir ENN í þessu landi..

ESB umræðan var í 3 sæti á eftir lýðræðisumbótum og spillingarmálum sjálfstektarinnar..

Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Ingólfur

Evreka og steina. Þið viljið sækja um aðild að ESB og Þess vegna kusuð þið Samfylkinguna. Ekki Borgarahreyfinguna né Framsókn, heldur Samfylkinguna.

Ég fullyrði nefnilega að meirihluti kjósenda Borgarahreyfingarinnar og Framsóknar hafi ekki kosið þá flokka vegna Evrópustefnu þeirra (Borgarahreyfingin er t.d. til í að sækja um og sjá hvað við fáum, en telur ekki liggja á því)

Og þó að það sé líklegt að meirihluti kjósenda Samfylkingarinnar séu fylgjandi umsókn strax að þá er það augljóst að töluverður hluti þeirra var ekki að kjósa ESB heldur eitthvað annað af stefnumálum Samfylkingarinnar, enda eru þau flest stórfín.

Eftir stendur að á milli 25% - 30% kjósenda voru að kjósa með ESB aðild. Það getur hins vegar vel verið að meirihluti landsmanna sé til í að sækja um. En þá verður að láta reyna á það.

Ég minni líka á það að Samfylking og Framsókn stóðu að stjórnarskrárbreytingu sem gekk út á að almenningur fái þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið hlutfall kjósenda biður um það.

Ingólfur, 27.4.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband