Leita í fréttum mbl.is

63 aumingjar

Það er sjálfsagt ljótt að segja svona og alveg örugglega pólitískt rangt.

En þessir 63 einstaklingar sem eiga að teljast fulltrúar þjóðarinnar hafa ekki einungis reynst getulausir til þess að svara kalli þjóðarinnar um lýðræðisumbætur heldur hafa þeir líka komið í veg fyrir að hægt verði að bæta stjórnarskránna næstu 4 árin.

Þeir halda endalausar ræður þar sem þeir mótmæla því að Alþingi missi stjórnlagavaldið [til þjóðarinnar] en eru síðan greinilega óhæfir til þess breyta stjórnarskránni í þá átt sem meirihluti þjóðarinnar vill.

Þeim tókst ekki einu sinni að breyta kosningalögum á þann hátt að flokkar gætu valið að bjóða upp á persónukjör.

 

Hins vegar gengur þeim vel að breyta lögum á þann hátt að flokkarnir fái himinháa ríkisstyrki og ekki var mikið mál að breyta stjórnarskránni á þann hátt að 5% reglan væri fest þar inni.

 

Því segi ég það, þeir eru aumingjar allir með tölu og eiga það ekki skilið að sitja sem fulltrúar okkar á Alþingi.

 

Núna þarf hins vegar þjóðin bara að taka sig saman og halda Stjórnlagaþing sjálf. Við þurfum ekkert leyfi Alþingis til þess að búa til okkar nýju stjórnarskrá

Það eina sem þarf er að almenningur taki þátt í að búa hana til og að nógu margir kjósi um hana.

Ef það næst að þá verður ekki hægt að hunsa hana.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Algjörlega sammá þér!  Þetta eru 63 AUMINGJAR og ekkert annað!

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 02:31

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Stjórnalagaþing þjóðarinnar verður sett af stað í farveg strax eftir kosningar - Borgarahreyfingin mun taka fullan þátt í því.

Þjóðin ræður sér sjálf standi að því mikill meirihluti.

Flott færsla hér á ferðinni Ingólfur Harri, takk fyrir það.

Ég setti inn nokkur orð um þetta líka: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/856489/

Baldvin Jónsson, 18.4.2009 kl. 02:41

3 identicon

Þetta kusuð þið.

Elvar 18.4.2009 kl. 13:47

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála öllu og öllum að ofan :)

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband