Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hver er breytingin?

Nú man ég auðvitað ekki verðskrár þessara fyrirtækja svona utanbókar og nú er ekki hægt að finna þær. En ég sé ekki betur en verðskráin sé mjög svipuð og hjá þessum fyrirtækjum fyrir sameininguna.

Ég held að þau séu ekkert að breyta verðinu núna þannig að fyrirsögnin  "Boða 20-30% lækkun fjarskipta" er ekkert nema blekking.

Nýja talið er voða montið af því að hver mín hjá þeim kostar "bara" 14 krónur og 90 aura.

En hjá sambærilegu fyrirtæki hér í Danmörku er með mín. á um 6 krónur íslenskar, SMS á um 3 kr og upphafsgjaldið krónu lægra en hjá Tali.

 

P.S. Verðskráin hjá SKO er enn aðgengileg og samkvæmt henni hefur verið á 8MB tengingu hækkað um 400 kall á meðan aðrar tengingar eru á svipuðu verði.

Farsímaverðskráin er nánast alveg eins og hjá SKO nema að Tal hefur bætt við áskriftargjaldi 500 krónur.

 

Þetta er alltaf eins, íslenskir neytendur eru blekktir og sætta sig við það brosandi. 

 

Semsagt breytingin er engin, nema að sumt hefur hækkað. 


mbl.is Boða 20-30% lækkun fjarskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleg hátæknifyrirtæki

Undanfarið hafa stóriðjufyrirtæki reynt að slá ryki í augu landans með hátæknihugtakinu. Þannig höfum við séð að aðilar, sem vilja reisa olíuhreinsistöð með rússneskum huldumönnum, kalla sig Íslenskan hátækniiðnað og talmenn álvera tala um að álbræðslurnar séu hátæknifyrirtæki því þar sé notaður hátæknilegur búnaður.

En þegar talað er um hátækni eða hátæknifyrirtæki að þá er ekki verið að tala um fyrirtæki sem nota eitthvað hátæknilegt, heldur fyrirtæki sem setja að minnsta kosti 4% af veltu sinni í rannsóknir og þróun. Og það gefur augaleið að fyrirtæki sem nota þekktar aðferðir við olíuhreinsun eða álbræðslu eru ekki hátæknifyrirtæki.

Hátæknifyrirtæki, eins og Marel, Össur og fleiri, eru sérstaklega verðmæt vegna þess hve hátt hlutfall af störfum hjá þeim eru hálaunuð störf þar sem menntunin, sem íslendingar eru duglegir við að sækja sér til útlanda, nýtist vel.

 

Að þessi fyrirtæki hafi gott starfsumhverfi er meginforsenda þess að íslendingar komi aftur heim þegar þeir eru búnir að mennta sig. Þessu þarf ríkisstjórnin að átta sig á í stað þess að hlaða niður álbræðslum og olíuhreinsistöðvum. 


mbl.is Marel: Fimm milljarðar í rannsóknir og þróun á hverju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandvídd fyrir auglýsingar

mbl.is er ein þyngsta vefsíða sem ég nota að staðaldri og tekur langan tíma kalla hana upp, þó maður hafi sjálfur góða tengingu.

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að hún er yfirfull af auglýsingum sem flæða um allt.  Bandvíddsaukningin sem þeir auglýsa svona er því eingöngu til þess að flytja okkur auglýsingar.

Þess vegna mæli ég með því að fólk fái sér bara AdBlock Plus og spari þannig Mogganum þessa uppfærslu, og sér tíma við að hlaða inn óteljandi auglýsingum.


mbl.is Aukin bandvídd á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfur Borgarstjóri

Þegar tillögurnar voru kynntir að þá voru allir sammála um að vinningstillagan bæri af öllum öðrum og m.a. sögðu sumir borgarfulltrúar frá því að þeir hefðu verið sannfærðir um að innlenda aðila væri um að ræða því tillagan bæri það með sér að höfundar hennar þekktu vel til íslenskra aðstæðna og íslenskt samfélags.

En núna sakar Ólafur F höfundana einmitt um að hafa ekki skilning á íslenskum aðstæðum.

 

Fyrst þegar ég sá tillöguna að þá hefði ég efasemdir um ýmsa hluti hennar.  En eftir að hafa skoðað hana nánar að þá tel ég að hún hafi góða möguleika á að heppnast vel og bæta borgina. Það sem ég vil helst sjá tekið út úr henni er samgöngumiðstöðin, en hún er hins vegar ekki þar vegna þess að höfundarnir vildu hana heldur vegna þrjósku stjórnmálamanna að staðsetja eigi samgöngumiðstöð þarna lengst úti á nesinu, en ekki á miðlægum stað.

 

Í mínu námi, hér í Álaborg hefði ég getað valið sérsviðið "Urban Design" og í grunnnáminu hef ég gert þannig verkefni. Ég útilokaði hins vegar það sérsvið m.a. vegna þess að á þessu sviði eru það yfirleitt misvitrir stjórnmálamenn sem taka ákvarðanirnar, ekki fagmennirnir.

 

En vegna þess að ég þekki aðeins þetta svið að þá er ég alveg sannfærður um það að höfundar vinningstillögunnar eru margfalt hæfari til þess að skipuleggja þetta svæði en Ólafur F Magnússon.

 

P.S. Við skulum síðan halda því til haga að Ólafur F Magnússon borgarstjóri er í boði Sjálfstæðisflokksins 


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki orðið gott

Þjóðin sýndi það í síðustu kosningum að hún hafði fengið nóg af samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfloksins, og þó að þeir rétt hefðu haldið meirihluta að þá var það greinilegt að kjósendum Framsóknarflokksins hugnaðist ekki lengur að vera hækja Sjálfstæðisflokksins.

 

Samfylking, sannfærð um að hún gæti gert betur, ákvað síðan að láta reyna á samstarf með Sjálfstæðisflokknum og til að byrja með hljómaði það eins og henni væri að takast að hafa meiri áhrif, en hljómaði er einmitt lykilorðið, því minna varð úr fögrum orðum en flestir vonuðu.

Og núna virðist það eina sem Samfylkingin gerir er að reyna að nota efnahagsvandann sem afsökun fyrir ESB aðild, þó hún hafi varla minnst á það fyrir kosningar. Ekkert er um raunverulegar aðgerðir í efnahagsmálum og fólk að missa trúna á Samfylkingunni enda er hún greinilega bara einhver sem gerir sama gagn fyrir Geir H Haarde

Og þó að ríkisstjórnin sé það sterk að hún geti vel lifað af fylgishrun hækjunnar að þá er það ekki eins víst að Samfylkingin lifi það af.

Ég held því að Samfylkingin ætti að segja tilrauninni lokið áður en hún verður komin niður í Framsóknarfylgi og leita fyrir sér annarstaðar. Þetta er orðið gott.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband