Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki orðið gott

Þjóðin sýndi það í síðustu kosningum að hún hafði fengið nóg af samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfloksins, og þó að þeir rétt hefðu haldið meirihluta að þá var það greinilegt að kjósendum Framsóknarflokksins hugnaðist ekki lengur að vera hækja Sjálfstæðisflokksins.

 

Samfylking, sannfærð um að hún gæti gert betur, ákvað síðan að láta reyna á samstarf með Sjálfstæðisflokknum og til að byrja með hljómaði það eins og henni væri að takast að hafa meiri áhrif, en hljómaði er einmitt lykilorðið, því minna varð úr fögrum orðum en flestir vonuðu.

Og núna virðist það eina sem Samfylkingin gerir er að reyna að nota efnahagsvandann sem afsökun fyrir ESB aðild, þó hún hafi varla minnst á það fyrir kosningar. Ekkert er um raunverulegar aðgerðir í efnahagsmálum og fólk að missa trúna á Samfylkingunni enda er hún greinilega bara einhver sem gerir sama gagn fyrir Geir H Haarde

Og þó að ríkisstjórnin sé það sterk að hún geti vel lifað af fylgishrun hækjunnar að þá er það ekki eins víst að Samfylkingin lifi það af.

Ég held því að Samfylkingin ætti að segja tilrauninni lokið áður en hún verður komin niður í Framsóknarfylgi og leita fyrir sér annarstaðar. Þetta er orðið gott.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband