Leita í fréttum mbl.is

Óhæfur Borgarstjóri

Þegar tillögurnar voru kynntir að þá voru allir sammála um að vinningstillagan bæri af öllum öðrum og m.a. sögðu sumir borgarfulltrúar frá því að þeir hefðu verið sannfærðir um að innlenda aðila væri um að ræða því tillagan bæri það með sér að höfundar hennar þekktu vel til íslenskra aðstæðna og íslenskt samfélags.

En núna sakar Ólafur F höfundana einmitt um að hafa ekki skilning á íslenskum aðstæðum.

 

Fyrst þegar ég sá tillöguna að þá hefði ég efasemdir um ýmsa hluti hennar.  En eftir að hafa skoðað hana nánar að þá tel ég að hún hafi góða möguleika á að heppnast vel og bæta borgina. Það sem ég vil helst sjá tekið út úr henni er samgöngumiðstöðin, en hún er hins vegar ekki þar vegna þess að höfundarnir vildu hana heldur vegna þrjósku stjórnmálamanna að staðsetja eigi samgöngumiðstöð þarna lengst úti á nesinu, en ekki á miðlægum stað.

 

Í mínu námi, hér í Álaborg hefði ég getað valið sérsviðið "Urban Design" og í grunnnáminu hef ég gert þannig verkefni. Ég útilokaði hins vegar það sérsvið m.a. vegna þess að á þessu sviði eru það yfirleitt misvitrir stjórnmálamenn sem taka ákvarðanirnar, ekki fagmennirnir.

 

En vegna þess að ég þekki aðeins þetta svið að þá er ég alveg sannfærður um það að höfundar vinningstillögunnar eru margfalt hæfari til þess að skipuleggja þetta svæði en Ólafur F Magnússon.

 

P.S. Við skulum síðan halda því til haga að Ólafur F Magnússon borgarstjóri er í boði Sjálfstæðisflokksins 


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er ekki í boði flokksins alls!
Heldur aðeins sveitarstjórnarhlutans í Reykjavík, það skaltu hafa í huga. Tveir aðskildir þættir.
En valdargræðgin hjá Gísla Martein, Vilhjálmi og Hönnu varð flokksins algjörlega til falls og er til skammar. Þau áttu að bíða fram að næstu kosningum til að komast að. Algjörlega Sjálfstæðisflokknum til skammar þessi valdagræði þeirra og ætla sér síðan öll að verða borgarstjórar.

Haraldur 4.5.2008 kl. 03:49

2 identicon

Ólafur F. hefur svolítið verið að sýna okkur undanfarið hversu mikið skynbragð hann ber á hlutina.

Til hvers er verið að eyða peningum í svona samkeppni ef svo borgarstjóri, sem notabene er læknir en ekki arkitekt, ætlar sjálfur að fá að ráða hvernig þessu verður hagað?

Jóhann 4.5.2008 kl. 07:18

3 identicon

Sæll

"Ég útilokaði hins vegar það sérsvið m.a. vegna þess að á þessu sviði eru það yfirleitt misvitrir stjórnmálamenn sem taka ákvarðanirnar, ekki fagmennirnir."
Ef thú hefur samt sem ádur einhvern áhuga á thessum málum frekar taladu Bent Flyvbjerg eda lestu greinar eftir hann ef thú hefur ekki thegar gert thad:) http://www.plan.aau.dk/emp/personuk.php?pid=22

Kv
Axel

Axel 4.5.2008 kl. 08:23

4 Smámynd: Ingólfur

Haraldur, var ekki skrifað upp á þetta samstarf af flokksforystunni. Hún hefur ekki einu sinni tekið af skarið og stoppað það að Villi verði aftur borgastjóri eftir tæpt ár. Mánuðirnir líða en kjósendur munu ekki gleyma þessu.

Ef þetta samstarf verður látið óáreitt að þá mun enginn vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Kjósendur hinna flokkanna mundu einfaldlega ekki vilja það.

Axel, ég hef áhuga á þessum málum og mun kíkja á það sem þessi nágranni minn hefur verið að skrifa.

Hins vegar er ég alveg sáttur við það sem ég valdi þannig að "Urban Design" verður bara áhugamál hjá mér.

Annars eru fleiri og fleiri borgir að halda vandaðar alþjóðlegar skipulagskeppnir þar sem tillögurnar fá faglega umsögn og vinningstillagan valin í sameiningu af öllum flokkum ásamt fagaðilum.

Þannig er valdið einmitt tekið úr höndum misvitra borgarstjóra og það var ætlunin held ég með þessari samkeppni um Vatnsmýrina.

En þá verður líka að fara eftir tillögunum og gengur ekki að Borgastjórinn eyðileggi allt á valdafylliríi.

Ingólfur, 4.5.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Ingólfur Harri.

Ég er ekki viss um að mörgum af þessum arkitektum hafi þótt skynsemin ráða í þessari samkeppni. En málið snýst ekki um skynsemi heldur að vinna samkeppni. Og nú geta þau Gísli Marteinn, Hanna Birna og Dagur B. gasprað út í það óendalega hvað þetta er flott og gáfulegt.

Nú ætla ég að vona að það verði haldin önnur samkeppni þar sem hönnuðir fái að spreyta sig af skynsemi og hagur allra borgarbúa verði hafður að leiðarljósi. horft verði til umhverfis sjónarmiða og dregið úr vegalengdum fólks  til að komast til vinnu. Miðpuntur borgarinnar er við Elliðaárósa og hann verður ekki færður. 

Ólafur er á réttri leið.

Sturla Snorrason, 4.5.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: Ingólfur

Tillagan snýst að miklum hluta um að styrkja miðbæinn og er skynsamleg. En ég skil það svo sem að þeir, sem vilja bara byggja nýjan miðbæ annarstaðar, finnist það óskynsamlegt að styrkja miðbæinn okkar.

Ég get hins vegar lofað þér að Ólafur er ekki á móti þessari tillögu vegna þess að hann vilji færa miðbæinn eins og þú.

Hann er einfaldlega að grípa í hálmstrá til þess að festa flugvöllinn í Vatnsmýrinni og honum er alveg sama þó hann eyðileggi borgina til þess.

Ingólfur, 4.5.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ingólfur.

Ég er ekki sammála þér í þínum skoðunum sem betur fer. Það er miður að vera með skítkast á fólk sem maður þekkir ekki. Eitt vil ég benda þér vinsamlega á Ólafur borgarstjóri er að framfylgja skoðunum fólks sem vill hafa flugvöllinn á sínum stað og kaus hann til góðra verka. Ég tek undir þau sjónar mið og fleiri sem eru sömu skoðunar.

Hins vegar vil ég ekki láta gróðrar öfl stjórna uppbyggingu í vatnsmýrinni það kemur ekki til greina. Ég held að þú ættir að snúa þér að málefnalegri umræðu ef þú ert með skoðun hvað hægt er að bæta í miðbænum það verður ekki gert með því að færa flugvöllinn burtu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.5.2008 kl. 00:33

8 Smámynd: Ingólfur

Ég óska þér til hamingju með að vera ekki sammála mér, fyrst þú ert svona glaður með það.

Ég vil hins vegar fá nánari skýringar á því hvað þú kallar skítkast. Það er auðvitað löngu vitað að Ólafur vill halda flugvellinum þarna sama hvað það kostar, en hann starfar hins vegar nánast umboðslaust sem borgarstjóri. Kjósendur bera ekki traust til hans og hann vinnur á móti öllum hinum borgarfulltrúunum sem efndu til þessarar samkeppni og lýstu allir ánægju með útkomuna. 

Ingólfur, 5.5.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband