Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kjötkveðjuhátíð

Það er greinilegt að íslendingar eru ótrúlega spenntir fyrir keppninni í kvöld, og fólk jafnvel farið að undirbúa að íslendingar haldi keppnina af ári. Íslendingar í Álaborg eru líka í Júróvisjónhug sem heyra mátti t.d. á því að í morgun ómaði "Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey" út um glugga í miðbænum, en þar voru líklega Íslendingar í upphitunnar partí. En líklega var það samt ekki upphitunnarpartí fyrir Júróvisjón, enda frekar snemt að hita upp fyrir það kl 10 á morgnanna.

Í dag er það nefnilega ekki Júróvisjón sem á hug Álaborgara í dag þó svo að Danir hafi komist í aðalkeppnina.

Þeim þykir sjálfsagt konunglega brúðkaupið merkilegra en þó fær það litla athygli í Álaborg í dag.

Hér er nefnilega árlegt Karnival í dag, hið stærsta í Norður-Evrópu, að sögn innfæddra.

 

Hjá almennum þátttakendum byrjar dagurinn eldsnemma með upphitunnar-partíum þar sem þeir byrja að væta kverkarnar, en formleg dagskrá byrjar kl 10:30 með skrúðgöngu.

Þar ganga danskir og alþjóðlegir carnival hópar þar sem þeir dilla sér við fjörlegan sambatakt í skrautlegum búningum, sumum heldur efnislitlum.

Innfæddir lauma sér síðan úr partíunum og inn í gönguna, en hjá þeim skiptir bjórvagninn yfirleitt meira máli en dansinn og búningarnir.

Skrúðgöngurnar eru í raun þrjár, en allar safnast þær saman í miðbænum þar sem flestir áhorfendurnir bíða og svo heldur hún áfram í aðal skrúðgarðinn í Álaborg, Kildeparken, en þar byrjar síðan fjörið fyrir alvöru og stendur fram á nótt.

 

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í miðbænum.

Af þeim hópum sem ég sá var sá sænski sá flottasti, eða allavega með fáklæddustu stelpurnar

Cool






IMG 0362

IMG 0366

IMG 0369

IMG 0371

IMG 0372

IMG 0374

IMG 0377


mbl.is „Getum alveg unnið þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjusamasta þjóð í heimi vegna þess að

Breskir fjölmiðlar eru mikið að velta því fyrir sér hvers vegna íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heima.

Ég held að skýringin sé sú að okkur líður alltaf eins og sigurvegurum.

Þegar við gerðum jafntefli við heimsmeistaralið Frakka, að þá leið hverjum einum og einasta íslendingi eins og við hefðum unnið.

Og þegar kemur að Júróvisjón að þá fannst þjóðinni eins og sigurinn væri kominn við það eitt að komast í úrslitakeppnina.

Ekki það að ég sé að gagnrýna það, mér fannst líka eins og við hefðum unnið í gær.

En ég held að þarna hljóti að vera komin skýringin á hamingjusemi okkar. Við erum eitthvað svo lítil þjóð að við höfum lært að vera jákvæð og túlka hlutina okkur í hag, t.d. með hinni frægu höfðatölu.

 

Hins vegar held ég að það sé alveg óhætt á ráðstafa flugskýlunum í eitthvað annað og litlar líkur á að við þurfum að halda keppnina á næsta ári, þó atriðið okkar sé vissulega flott.

En það er allt í lagi, sigurinn fékst í gær. 


mbl.is Evróvisjón á vellinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleyma allir fyrsta laginu?

Ég var hvorki neinn aðdáandi íslensku undankeppninnar né þessa lags sem vann, en ég verð að segja það að þetta kom mjög vel út hjá þeim þarna úti. Lagið er orðið flottara, söngurinn var óaðfinnanlegur og sviðsframkoman og myndatakan ver mjög flott.

 

Ég er hins vegar ekki viss um að þetta atriði festist nógu vel í minni Evrópubúa til þess að þeir kjósi það.

Þau eiga hins vegar vel skilið að komast áfram og eru búin að fá atkvæði frá mér.

 ----viðbót----

Nei, greinilega gleymdust við ekki, og satt að segja komust allar fremstu þjóðirnar áfram. Nú er bara að vona að það gangi jafn vel á Laugardag.

 Til lukku Regína og Friðrik.

Ég sé að Danir og Svíar eru líka komnir áfram.


mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga bankarnir almenning?

Geir ætlar að afhenda bönkunum (sem hann er þarna að gagnrýna) almenning á silfurfati með breytingum á Íbúðarlánasjóði.

Íbúðarlánasjóður mun hækka vexti fyrir almenna kaupendur, til þess að "jafna samkeppnisstöðu".

 

Hvers vegna er það að ríkið má ekki veita almenningi þjónustu ef það vill það? Eiga bankarnir verndaðar eignarrétt á okkur, þar sem þeir geta fest okkar viðskipti í 40 ár?

Hvað með leikskólana, ætti ekki að banna sveitarfélögum að reka þá í samkeppni við einkarekna leikskóla? Eða ríkið heilbrigðisþjónustu?

 

Bönkunum er frjálst að veita lán ef þeir svo kjósa. Þeir eru allir jafnir og geta keppt sína á milli. Þeir eiga samt ekki að hafa neinn einkarétt á almenningi.


mbl.is Útlán of lítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nokkur hissa á þessu?

Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé hissa á þessari niðurstöðu.

Þetta er flokkurinn sem hefur boðið okkur upp á óvinsælasta borgarstjóra Íslandssögunnar, veit ekkert hvernig eigi að lenda Vatnsmýrarmálinu, hvort það eigi að vinna áfram með verðlaunatillögu eða hvort hún sé að valda skipulagsslysi, vita ekki hvort þeir ætla að selja miðbæinn eða kaupa hann, selja REI eða ekki.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta ekki einu sinni komið sé saman um það hver eigi að verða næst-óvinsælasti borgarstjórinn í Íslandssögunni.

Það má hreinlega segja að þeir hafi verið heppnir að lenda þó fyrir ofan við 30% mörkin. 

 

Það er ljóst að borgarbúar vita það að... 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill enginn vinna með honum?

Ég hef enga trú á því að þessi framhandleggs-staða hafi verið búin til sérstaklega fyrir Jakob.

Hins vegar hefur komið fram að Ólafur vildi hafa pólitískan stuðningsmann í þessu starfi og að hann á að vinna fyrir Ólaf á fleiri sviðum en miðbæjarmálum, og þannig vera nokkurskonar aðstoðarmaður númer tvö.

 

Ég skil það því vel að allir þessir embættismenn hafi ekki verið hrifnir af því að taka þetta starf að sér á þessum forsendum.

Satt að segja held ég að starfsaðstæður embættismanna borgarinnar séu nánast óþolandi. Ítrekað hafa stjórnmálamennirnir reynt að skýla sér á bak við embættismenn sína þannig að embættismennirnir lenda í þeirri stöðu að samvinna þeirra við stjórnmálamennina gæti orðið erfiðari ef þeir greina opinberlega frá sannleikanum.

 

Ég held að þessi stöðuveiting sé ekki spilling að hálfu Borgarstjóra. Hins vegar hefur verið staðið gríðarlega illa að henni og Borgarstjóri og stuðningsmenn hans hafa oft verið missaga um staðreyndir málsins.

Svona vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg borgarbúum. 


mbl.is Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn kynnir stórmynd ársins

dr Óli F

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamansami harmleikurinn í Ráðhúsinu er búinn að vera í sýningu á fjórða mánuð og allt útlit fyrir að sýningar haldi áfram út kjörtímabilið.

Þetta mál núna þar sem Ólafur F réð Jakob F sem pólitískan aðstoðarmann #2 er alveg dæmigert fyrir vandræðaháttinn hjá þessum meirihluta.

Af orðum Ólafs í byrjun þessa máls var augljóst að um pólitíska ráðningu væri um að ræða og að hann hugsar þetta starf til lengri tíma. Jakob á að vera framhandleggur borgarstjóra og honum til aðstoðar við ýmiss fleiri mál en miðborgarmálum.

Hann er því greinilega hugsaður sem persónulegur aðstoðarmaður #2 Ólafs.

En formlega séð, vegna þess að borgarstjóri má bara hafa 1 pólitískan aðstoðarmann, er þetta bara venjulegt job hjá borginni samkvæmt taxta.

Reglur borgarinnar eru hins vegar sveigðar út og suður til þess að koma þessari ráðningu í gegn.

Starfið er sagt vera aðeins til 12 mánaða, einmitt hámarkstíminn svo ekki þurfi að auglýsa starfið laust. Við vitum þó að það hefði aldrei verið auglýst og ráðið faglega í það því það er viðurkennt að ráða átti pólitískan samstarfsmann. Þetta er sannkölluð 19. aldar stjórnsýsla hjá borgarstjóranum.

Launin eru "bara" samkvæmt taxta, eins háum taxta og mögulegt var að reikna út samkvæmt launatöflu borgarinnar og í algjöru ósamræmi við almennar stöður hjá borginni.

Ólafur vildi engu svara í gær, og í dag mætir hann í drottningarviðtöl með veika vörn og talar bara um að aðrir séu spilltari en hann.

Hann fann vissulega dæmi um starf með svipuðum launum, og finnst það fordæmisgefandi fyrir starf Jakob.

Það starf var þó ekki meira fordæmisgefandi en það en að borgarstjóri kaus að horfa framhjá því að í það starf hafi verið ráðið faglega eftir að staðan var auglýst og launanefnd fengin til þess að úrskurða um launin.

Það er því á engan hátt sambærilegt við það þegar maður ræður vin sinn án þess að auglýsa starfið og skammtar honum síðan bestu laun sem maður hefur heimild fyrir.

 

Hin vörn Ólafs var síðan að hann hefði aldrei farið til útlanda á vegum borgarinnar. Og síðan er hann einnig með yfirlýsingar, í hótunarstíl, að hann muni sko fara í saumanna á ferðum annarra borgarfulltrúa í kjölfarið að hann hafi verið gagnrýndur.

Svona framkoma einfaldlega gengur ekki af æðsta yfirmanni borgarinnar. Hvað ætla Sjálfstæðismenn að bjóða okkur upp á þetta lengi?

 

 


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ber einhver saman hækkanir frá árámótun

Maður sem neytandi er í engri stöðu til þess að meta hvort Hekla hafi hækkað minna eða meira en önnur bílaumboð frá árámótum.

Þess vegna þyrfti einhver óháður aðili að kanna þetta, bæði meðalhækkun á bílum umboðsins og hækkun á söluhæstu bílunum.

Hvernig væri að eitthvert blaðið tæki sig til að kanna hvernig þetta sé svart á hvítu í stað þessarar kranablaðamennsku sem felst í birtingu á fullyrðingum umboðanna sjálfra um að þeir séu betri en hinir.


mbl.is Yfirlýsing frá Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri sagði ekki það sem hann sagði

OlafurFSvona mátti skilja Gísla Martein á Stöð 2 í kvöld. Hann sagði bara að það væri ekki haft rétt eftir Ólafi og sagði síðan fréttamanninum hvað Ólafur hefði raunverulega átt við.

Þetta minnir helst á það þegar Boris Yeltsin Rússlandsforseti kom iðulega með yfirlýsingar sem aðstoðarmenn hans voru í fullu starfi við að afturkalla eða leiðrétta.

 

Þetta væri sjálfsagt bara broslegt ástand ef þetta væri ekki höfuðborgin okkar.

 

Þess vegna er það eina sem ég get gert er að minna á aftur að Ólafur F er í boði Sjálfstæðisflokksins. 


mbl.is Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndaröryggi - Íslendingar láta alltaf plata sig

Núna skiptast NATO þjóðirnar á að koma til Íslands og vakta landhelgina. Engu er til sparað, herþoturnar tilbúnar allan sólarhringinn og geta verið komnar í loftið á 15 mín til þess að elta rússneskar sprengjuflugvélar sem finnst gaman að æfa sig í línudansi.

Einnig verða stífar heræfingar og til þess að sanna það að við séum menn með mönnum að þá borgum við verulegan hluta kostnaðarins.

 

En þetta hefur nákvæmlega ekki neitt að segja fyrir öryggi landsins eða lofthelginnar. Koma hersveitanna er auglýst með löngum fyrirvara. Næsta sveit kemur í September og ef Rússarnir eða einhverjir aðrir vilja ráðast á Ísland að þá passa þeir einfaldlega upp á að það sé ekki hersveit stödd á landinu þegar þeir leggja til atlögu.

Svo getum við líka gengið frá því vísu að ef ástandið í heiminum versnar til muna og líkur á nýrri heimsstyrjöld vaxa, að þá munu NATO ríkin ekki senda hingað fleiri sveitir á æfingu heldur halda þeim heima hjá sér eða annarstaðar þar sem herstyrkurinn nýtist þeirri þjóð sem best. Þannig er það einfaldlega og það er mjög skiljanlegt að ríki hugsi fyrst og fremst um sitt öryggi.

Þannig að við íslendingar fáum sama og ekki neitt út úr þessu nema reikninginn fyrir æfingunum.

 

Ríkin sem aftur á móti koma hingað fá alveg helling. Það þarf að halda æfingar hvort eð er og enn betra að hafa nánast óbyggt land til þess að leika sér í og land sem er óþekkt af flugmönnunum er líka kostur. Hér eru líka oft erfiðar veðuraðstæður sem gott er að læra á.

Rúsínan í pylsuendanum er svo að stór hluti kostnaðarins er borgaður af vitlausum íslendingum.

 

Við hefðum allt eins getað krafsað Ægishjálm á mitt landið. Það hefði verið ódýrara og veitir líklega betri vörn.


mbl.is Frakkar vakta loftrýmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband