Mánudagur, 14. maí 2007
Opið bréf til VG. Lítum á heildarmyndina.
Núna er ljóst að sitjandi ríkisstjórn er vart starfhæf og því kemur að því mynda þarf nýja ríkisstjórn.
Þegar stjórnarkostir eru skoðaðir að þá er auðvelt að koma auga á þann kost sem allir vinstrimenn ættu að kjósa sér helst, en það eru vinstri flokkarnir ásamt Framsókn.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður hins vegar í næstu ríkisstjórn að þá er ljóst að einkavinavæðing heldur áfram, ójöfnuður helst óbreyttur í skársta falli og erfitt verður að fá í gegn mikilvægar umbætur á velferðarkerfinu.
Það er því fyrir öllu að þessir þrír flokkar nái saman, jafnvel þó það þýði að Steingrímur verði óumbeðinn að fyrirgefa Framsókn ómerkilegustu auglýsingar sem sést hafa í kosningabaráttu hér á landi. Það er lítið gjald að greiða fyrir það sem landinu er núna fyrir bestu.
Talsmenn Sjálfstæðisflokksins töluðu mikið um "hættuna" af því að hér kæmi vinstristjórn.
Er ekki kominn tími til að sanna fyrir þeim hvað þeir höfðu rangt fyrir sér? Tækifærið má ekki renna úr greipum okkar.
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við Framsóknarmenn erum ekki vinstrisinnar, heldur borgarasinnaðir þjóðlegir
miðjumenn. Að Framsókn fari í eitthvað rugl vinstrasamstarf er gjörsamlega út
í HÖTT!!!!!! Enda hafa spjótin meiriháttar beinst frá vinstri á Framsókn.
Hvers konar rugl blogg er þetta? Þvílíkt BULL og RUGL!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2007 kl. 01:22
Þetta er ein fyndnasta athugasemd sem ég hef lesið. Ef að þessi Guðumundur Jónas er ekki búinn að gera illt álit mitt á framsóknarfólki verra þá veit ég ekki hvað. Annars bara heyr heyr fyrir sannleikanum Ingólfur. Einkavæðingin er komin á virkilega hættulegar slóðir finnst mér, held það verði ansi erfitt að snúa við ef að við förum of langt í þeirri vitleysu. Þessvegna vill ég breytta ríkistjórn, eða sænskann ríkisborgararétt.
Davíð 14.5.2007 kl. 02:31
Þetta var mjög fróðleg uppákoma þarna í kastljósi enda höfðu þessar auglýsingar farið fram hjá mér hér í Dk.
Mér fannst alveg með ólíkindum að grey karlinn hann Jón notaði ekki tækifærið og bæðist afsökunar, enda hlýtur að að vera sjálfsagt mál að biðja hörundsárt fólk afsökunar þegar farið er yfir strikið. Steingrímur hefur þá líklega rétt fyrir sér í því að Jón er þá ekki vandanum vaxinn.
En spurningin er svo auðvitað sú hvort að Steingrímur er vandanum vaxin að geta ekki horft framhjá lákúrulegum auglýsingum?
Hilsen frá DK
Kormakur
Kormákur Hermannsson 14.5.2007 kl. 07:38
Spaugaðu ekki um spámanninn,
spé um hann ég aldrei kveð.
Stattu vörð um stórkarlinn
Steingrím Joð og Múhammeð.
Vilhelmina af Ugglas, 14.5.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.