Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnmálamenn ættu að taka hana sér til fyrirmyndar

Ég trúi því ekki að Lára hafi bara verið að grínast þegar hún sagði þetta. Hins vegar var staðreynd að krakkarnir voru að henda eggjum í lögguna alveg án nokkurrar hvatningar.

Það eina sem ég held að hún hafi viljað hafa áhrif á var tímasetningin og það er ekki einu sinni vitað hvort hún hafi látið verða að því að reyna það.

 

Hún má hins vegar eiga það að hún tekur ábyrgð á þessum mistökum sínum, nokkuð sem ekki sést oft hér á landi og nánast alveg óþekkt meðal stjórnmálamanna. Ef hún hefði verið stjórnmálamaður þá hefði svarið líklega verið "Ég braut engin lög" og málið þar með búið.

 

Þetta var til fyrirmyndar hjá henni og ég óska henni velfarnaðar í framtíðinni.

 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokið þá inni!

Ég á varla til orð eftir að hafa séð kvöldfréttirnar.

Ekki nóg með það að sé klappað þegar forsvarsmaðurinn ræðst á lögguna heldur eru menn þarna sem ætla að koma honum til bjargar þegar hinar löggurnar eru að reyna að ná honum af löggunni sem hann réðst á.

Og svo á eftir virðist Sturla hafa helst áhyggjur af forasvarsmanni sínum, sem hann þekkir auðvitað ekki neitt þó hann þekki sjúkrasögu hans.

Það lítur helst út fyrir að þarna séu eintómir fantar á fer sem finnst allt í lagi að beita ofbeldi, hvort sem það er með því að nota trukkana sína eða með hnefunum eins og í dag.

 

Svona framkomu á einfaldlega ekki að líðast. 


Hver er krafan?

Ég á í stökustu erfiðleikum með að átta mig á því hverjar kröfur mótmælenda eru nákvæmlega.

Umræðan er farin að snúast of mikið um það hver kastaði fyrsta steininum og kröfurnar hafa gleymst, ef þær voru þá einhverntíman ljósar. 

Hverjir eru að mótmæla? 

Gott væri að fá það á hreint hverjir eru að mótmæla. Það er mikið talað um atvinnubílstjóra en ég skil það orð þannig að það eigi við alla þá sem vinna við að keyra, á meðan þeir sem eru sem mest eru að mótmæla eru þeir sem eiga, reka og keyra sína eigin vöru- og flutningabíla. Semsagt sjálfstæðir atvinnurekendur, ekki almennir launamenn.

 

Eldsneytisverðið 

Þeir hafa reynt að fá almenning með sér með því að segjast vera að mótmæla háu eldsneytisverði. Vissulega er eldsneytisverðið ægilega hátt en er það ríkinu að kenna?

Aldrei þessu vant að þá er bensínverðið 10-20 krónum dýrara í Danmörku en á Íslandi. Reyndar er Olían þar á svipuðu verði og bensínið þannig að þar munar ekki eins miklu.

Olíu- og bensíngjaldið er föst krónutala þannig að hlutur ríkisins fer lækkandi af verði eldsneytislítrans og rýrnar að raunvirði í verðbólgunni.

Vaskurinn hækkar vissulega með hækkandi verði því hann er fast hlutfall en varla er verið að mótmæla honum því mótmælendurnir fá hann endurgreiddan.

 

Lítum þá betur á olíu- og bensíngjaldið. Ríkið getur vissulega lækkað þetta en hvers vegna ætti það að gera það þegar hlutfall þeirra hefur verið að falla.

Ef þetta verður lækkað að þá hverfur hvatinn fyrir því kaupa frekar sparneytnari bíla, hjóla í vinnuna eða sameina ferðir. Þjóðin kaupir meiri olíu, viðskiptahallinn verður meiri og ríkið tekur peningana inn með öðrum leiðum.

Ef ríkið hefur tækifæri til þess að lækka skatta að þá ætti frekar t.d. að hækka skattleysismörkin eða fella niður stimpilgjöld.

Einu kröfurnar varðandi eldsneytisverð sem "meika sens" sem ég sé væri að breyta gjöldunum þannig að díselolían væri ódýrari en bensínið, þar sem díselbílar eyða minna eldsneyti og því væri þar hvati til að eiga díselbíl. Þetta er raunhæf krafa sem hefði verið hægt að ná í gegn ef það væri sett áhersla á hana og réttum aðferðum beitt.

 

Kílómetragjald

Það hefur líka eitthvað aðeins verið minnst á kílómetragjald. Það getur verið að það gjald sé mikið að plaga þessa mótmælendur, en þá skulu þeir sleppa því að segjast vera að mótmæla fyrir almenning.

Svo eru líka mjög góð rök fyrir því að þeir borgi fyrir hið gífurlega slit sem bílar þeirra valda vegakerfinu.

 

Lög um hvíldartíma

Ég hef það á tilfinningunni að helsta krafa mótmælendanna sé að fá að keyra þreyttir. Þannig kemur það allavega út þegar það er verið að krefjast þess að sektir séu látnar detta niður og lögin um hvíld ökumanna bara felld úr gildi í heild sinni.

Ef þið fenguð þá kröfu í gegn að þá veit ég að þá fenguð þið sjá fólk taka sig saman og mótmæla, á móti ykkur. Ég mundi fara þar fremstur og stoppa hvern þann flutningabíl sem ég sæi.

Þreyta og einbeitingarleysi er ein af aðalorsökum umferðaslysa og þegar svona trukkur á í hlut að þá er öruggt að umferðarslysið verður mun verra en ella.  Og ef það er talið nauðsynlegt að ökumenn stórra bíla hvíli sig frá akstri inn á milli þar sem þeir eru að keyra í Evrópu á góðum, breiðum hraðbrautum með akstursstefnurnar vel aðskildar, að þá er ekki síður þörf á því þegar keyrt er um mjóa íslenska vegi í gegnum blindbeygjur og yfir einbreiðar brýr.

Og í Evrópu er þetta ekki bara fyrir þá sem keyra á hraðbrautum á milli landa. Rúturnar í Danmörku keyra margar aðallega um sveitavegina, sem eru svipaðir og góðir íslenskir vegir. Og á þeim leiðum skipta þeir reglulega um bílstjóra yfir daginn.

 

Það er sjálfsagt að kanna aðlögun á lögunum, en þó skilst mér að það sé ákveðinn sveigjanleiki í lögunum þannig að hægt sé að stoppa fyrr, oftar og þá styttra í einu. Og þó svo þótt það sé leyfilegt að keyra í allt að fjóra og hálfan tíma að þá er það alls ekki lágmarks tími.

Ef þú vilt ekki fá sekt að þá planar þú það þannig að þú hafir upp á  eitthvað að hlaupa.

 

Og varðandi dæmið fræga með að stoppa á Holtavörðuheiðinni til þess að ná til Austfjarða á einum degi.
Hve hátt hlutfall þeirra sem taka hvað virkastan þátt í mótmælunum eru dags daglega í langferðum eftir endilöngu landinu?
Mér sýnist nefnilega á fréttamyndunum að flestir mótmælendanna séu á vörubílum sem eru þá notaðir aðallega í jarðvegsflutninga á og við höfuðborgarsvæðið.

 

Hvíldarstæði

Ég skil hvað best kröfuna um góð hvíldarstæði. Ég skil þá bílstjóra sem vilja hvíldarstæði í stíl við þau sem eru í Evrópu.

Ég væri líka til í hraðbrautirnar sem liggja á milli þeirra. En ég er hins vegar ekki að búast við því á Íslandi núna á næstunni.

Þetta er skiljanleg krafa, en af hverju á ríkið sjá um að búa til og reka flott hvíldarstæði á 30 km fresti þegar það eru ennþá stórhættulega einbreiðar brýr á vegum landsins?

Ég hef nokkru sinnum ferðast með rútu á milli landa í Evrópu og þá fer bílstjórinn að sjálfsögðu eftir hvíldarreglunum. En aldrei stoppa þeir á þessum útskotum við vegina. Þau eru líklega meira notuð af fjölskyldufólki sem borðar þar sína "madpakke".

Rúturnar stoppa venjulega við einkarekin hvíldarpláss þar sem venjulega er rándýr veitingastaður, rándýr sjoppa og það kostar að fara á klósettið.

Hér heima er svo sem allt rándýrt en ef það er opin sjoppa þá kemst maður í það minnsta á klósettið frítt.

En ef það er ekki forsenda fyrir því að hafa staðina opna að þá verða flutningsfyrirtækin líklega að taka sig saman og koma upp aðstæðum fyrir bílstjórana. Eða eigum við kannski að hafa ríkisreknar sjoppur um allt land?

 

Hver er krafan?

Er ekki kominn tími til þess að það komi frá mótmælendunum skýrt hverjar kröfurnar eru, rökstuðning fyrir þeim og hverjir eigi að verða við þeim.

Og setjið nú fram raunhæf markmið.

Það eina sem ég sé sem er eftir hjá ykkur, sem hægt er að fallast á, eru tilfæringar á olíugjaldinu og hugsanlega smá útfærslubreytingar á hvíldarreglunum.

Hins vegar, ef ofbeldið heldur áfram, að þá getið þið gleymt þessu. 

 


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver klappaði?

Vísir sýnir myndband af því þegar ráðist er á lögguna, og þegar það gerist að þá heyrist einhver hrópa Já! Já! Já!, og klappa með.

Ef vörubílstjórar ætla að sverja árásarmanninn að þá er eins gott að þeir hafi ekki heldur verið þarna eða hvetja eða fagna með honum.

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur maður

Alveg óháð því hvað hefur gerst áður með táragasið að þá er þarna greinilega um stórhættulegan mann að ræða.

Ef ég hefði kastað grjóti að þá hefði líklega tilviljun ráðið því í hvern ég hitti og hvort ég mundi hitta í höfuð herðar eða tær. En á myndunum þarna sést að maðurinn hittir eina lögguna með úðabrúasann beint í hausinn og talar síðan um það við moggann að hann hafi þarna verið að nýta sér handboltakunnáttu sína.

Það er því að heyra að hann hafi þarna beinlínis verið að miða á haus löggunnar.

 

Ég vona það bara að hann þekkist af myndunum og verði settur í grjótið. 


mbl.is Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur eða forvitni

Atvinnubílstjórar hafa í öllum sínum aðgerðum talað um að almenningur standi með þeim og núna í þessu stríðsástandi við Suðurlandsveg tala þeir um að mikil fjöldi almennings hafi komið til þess að styðja þá.

Ég held hins vegar að sá stuðningur sem þeir höfðu í upphafi hafi að mestu gufað upp eftir að það kom í ljós að aðalkrafan sé að fá að keyra þreyttir.

Ekki bætti að þeir voru að skapa stór hættu með þessum lokunum.

 

Að núna skuli hafa hópast að forvitið fólk, og unglingar sem nota kjörið tækifæri til þess að fá að kasta eggjum í lögguna, flokkast ekki sem neinn stuðningur við þá.

 

Það hefur hins vegar verið frekar óhuggulegt að horfa á harðar aðgerðir lögreglu, en ég held að löggan hafi ekki getað látið þetta viðgangast lengur. 


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfralausnin ESB og herkænska Samfylkingarinnar

Ég er ekki hissa á því að 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu hafi svarað þessari spurningu játandi. Hver er svo sem á móti því að hlutir séu undirbúnir og hver vill vera óundirbúinn?

Og núna þegar hver sjálfskipaði sérfræðingurinn á eftir öðrum hefur síðustu vikurnar að Íslendingar þurfi að ganga í ESB í þeim tilgangi að fá náðarsamlegast að taka upp Euro*.

Þó þeir viti betur að þá gefa þeir í skyn að um leið og "undirbúningur að aðildarviðræðum" hefjist að þá muni öll ský hverfa af "efnahagshimninum" og hagsæld muni ríkja hér næstu hundruð ár.

Staðreyndin er hins vegar sú að fyrst þyrftum við að undirbúa okkur vel svo við stöndum sem best að vígi þegar kemur að viðræðunum. Helst þyrfti að gefa þjóðinni færi á að kjósa um samningsmarkmið.

Í viðræðunum þarf svo að ná hagstæðum samningum við ESB og leysa til þess mörg erfið mál.

Svo þurfum við að breyta stjórnarskránni til þess að geta afsalað okkur hluta fullveldis okkar.

Samningurinn þarf síðan að lokum að fá samþykki þjóðarinnar og nokkrum mánuðum seinna værum við komin inn í ESB.

En þá er samt sem áður langt í það að við fáum að taka upp Euro*, því henni fylgja ströng skilyrði um trausta efnahagsstjórn og stöðuleika.

 

Sá aukni stuðningur sem hefur myndast við ESB aðild á undanförnum mánuðum orsakast fyrst og fremst af getuleysi íslenskra stjórnvalda á að halda stöðuleika í efnahagskerfinu með krónuna okkar að vopni.

Fólk er búið að fá nóg af okurvöxtum Davíðs og vill þess vegna Euro* og vegna þess að við fáum ekki að taka hana upp einhliða að þá vill fólk ESB aðild.

Ég hef allavega ekki heyrt neinn tala um að hann vilji ESB aðild til þess að fá sameiginlega utanríkisstefnu með Evrópu, eða sameiginlegan her, forseta Evrópu eða annað sem er í pípunum þar.

Það hefur enginn nefnt hvað það verði nú gott að hafa 4 þingmenn af tæplega 800 á Evrópuþinginu.

Nei, það er Euro* fyrst og fremst sem er að draga Ísland inn í Sambandsríki Evrópu.

 

Það er samt sem áður ákveðinn kjarni sem hefur þá sýn að öll Evrópa eigi að vera sameinuð í einu ríki. Að valdinu sé betur farið hjá sameiginlegu Evrópuþingi en hjá einstökum löndum og lítur jafnvel á sig frekar sem Evrópubúa en Íslending. Og þessi kjarni er því miður ráðandi hjá annars ágætum stjórnmálaflokki, Samfylkingunni.

 

Og það sem verra er, er að það virðist vera alveg sama hvers vegna við förum inn í ESB eða hvaða samningum við náum, bara svo lengi sem við förum inn.

Þess vegna er það að eina svar Samfylkingarinnar við aðstæðum í efnahagsmálum er að tala um ESB aðild.

Öll vandamál verða úr sögunni, bankar koma hingað í röðum til þess að sinna þessum 300 þúsund manna markaði eftir aðild, þó svo reyndar að evrópskum bönkum séu allar leiðir opnar til þess að koma hingað núna.

Matvöruverð fellur niður úr öllu valdi því tollalækkunin (sem við getum reyndar fellt niður án aðildar) mun skila sér alla leið í budduna, ólíkt vsk lækkuninni.

Landbúnaðurinn verður síðan bara samkeppnishæfari á eftir ( sá hluti sem lifir af ) o.s.frv. o.s.frv.

Og öll raunverulegu vandamálin, eins og fiskveiðistjórnun, fullveldisafsal eða sú hraða þróun ESB í átt að miðstýrðu sambandsríki, er eitthvað sem tekur ekki einu sinni að minnast á.

 

Þannig er efnahagslægðin og óstöðugleikinn sem Samfylkingin gagnrýndi fyrir kosningar orðinn að besta vini hennar sem mun hjálpa henni að koma Íslandi inn í ESB, móð góðu eða illu.

Þetta fær mann vissulega til þess að íhuga hvort aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sé ekki bara hluti af planinu. 

 

* Evran heiti Euro innan ESB og bannað er með öllu að breyta nafni eða stafsetningu á þessu heiti gjaldmiðilsins. Því er það ólöglegt að kalla hann Evru. 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má Vegagerðin ekki gera veg???

Ég heyrði það í einhverjum fréttaþættinum í gær að Vegagerðin hefði upp úr áramótum byrjað á því að laga aðeins aðstæður, ætlað að klára eitthvað til að bæta aðstöður skildist mér, en að þá hefðu verktakar gert athugasemdir við það.

Ég skil það alveg að bjóða út stærri verk til að fá sem best verð, ég skil það að það eigi að vera skilda að bjóða út verk áður en einkaaðilar séu settir í það, þannig að allir einkaaðilar sitji við sama borð, en er ekki búið að ganga allt of langt þegar ríkisstofnun má ekki sjálf vinna verkefni ef hún kýs svo.

Með þessu áframhaldi munu "verktakar" bráðum krefjast þess að hinum ýmsu deildum sjúkrahúsanna verði lokað þar til búið verður að bjóða út rekstur þeirra, þ.e.a.s. þær deildir sem ríkið rekur enn.


mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er BíBí blindur eða heldur hann að allir aðrir séu það

Miðað við þetta svar að þá mætti halda að Björn Bjarnason sé annað hvort sjálfur blindur eða heldur að allir aðrir séu það. Það ætti hins vegar að vera hverjum manni ljóst, óháð sjón hans, hve mismunandi aðferðir lögreglunnar eru eftir því hverjir mótmæla, umhverfissinnar eða atvinnubílstjórar.

Þetta mál allt afhjúpar að lögreglu hefur verið beitt gegn náttúruverndarsinnum í pólitískum tilgangi. Það er kominn tími til að henda Sjálfstæðisflokknum úr Dómsmálaráðuneytinu. Svona misnotkun valds á einfaldlega ekki að líðast.


mbl.is Segir mótmælendum ekki hafa verið mismunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljónheppnir bílstjórar

Þegar ég heyrði af tveimur alvarlegum umferðaslysum í útjaðri borgarinnar í morgun að þá vonaði ég bara innilega að bílstjórarnir væru ekki á uppáhaldsstöðunum sínum, búnir að safna mestallri morgunumferðinni í tappa við Kringluna og í Ártúnsbrekku.

Það var því eins gott að þeir voru uppteknir þarna við Hlemm og í raun ljónheppnir. Vona bara að þeir sjái núna hvað það getur verið hættulegt loka aðalleiðum fyrir allri umferð. Ef þeir þurfa að leggja bílunum sínum eitthverstaðar á götunum að þá er það í það minnsta hættuminna að loka nokkra ráðherrabíla inni. Best væri hins vegar að þeir skoðuðu málstaðinn sinn aðeins betur.


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 906

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband