Leita í fréttum mbl.is

Töfralausnin ESB og herkænska Samfylkingarinnar

Ég er ekki hissa á því að 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu hafi svarað þessari spurningu játandi. Hver er svo sem á móti því að hlutir séu undirbúnir og hver vill vera óundirbúinn?

Og núna þegar hver sjálfskipaði sérfræðingurinn á eftir öðrum hefur síðustu vikurnar að Íslendingar þurfi að ganga í ESB í þeim tilgangi að fá náðarsamlegast að taka upp Euro*.

Þó þeir viti betur að þá gefa þeir í skyn að um leið og "undirbúningur að aðildarviðræðum" hefjist að þá muni öll ský hverfa af "efnahagshimninum" og hagsæld muni ríkja hér næstu hundruð ár.

Staðreyndin er hins vegar sú að fyrst þyrftum við að undirbúa okkur vel svo við stöndum sem best að vígi þegar kemur að viðræðunum. Helst þyrfti að gefa þjóðinni færi á að kjósa um samningsmarkmið.

Í viðræðunum þarf svo að ná hagstæðum samningum við ESB og leysa til þess mörg erfið mál.

Svo þurfum við að breyta stjórnarskránni til þess að geta afsalað okkur hluta fullveldis okkar.

Samningurinn þarf síðan að lokum að fá samþykki þjóðarinnar og nokkrum mánuðum seinna værum við komin inn í ESB.

En þá er samt sem áður langt í það að við fáum að taka upp Euro*, því henni fylgja ströng skilyrði um trausta efnahagsstjórn og stöðuleika.

 

Sá aukni stuðningur sem hefur myndast við ESB aðild á undanförnum mánuðum orsakast fyrst og fremst af getuleysi íslenskra stjórnvalda á að halda stöðuleika í efnahagskerfinu með krónuna okkar að vopni.

Fólk er búið að fá nóg af okurvöxtum Davíðs og vill þess vegna Euro* og vegna þess að við fáum ekki að taka hana upp einhliða að þá vill fólk ESB aðild.

Ég hef allavega ekki heyrt neinn tala um að hann vilji ESB aðild til þess að fá sameiginlega utanríkisstefnu með Evrópu, eða sameiginlegan her, forseta Evrópu eða annað sem er í pípunum þar.

Það hefur enginn nefnt hvað það verði nú gott að hafa 4 þingmenn af tæplega 800 á Evrópuþinginu.

Nei, það er Euro* fyrst og fremst sem er að draga Ísland inn í Sambandsríki Evrópu.

 

Það er samt sem áður ákveðinn kjarni sem hefur þá sýn að öll Evrópa eigi að vera sameinuð í einu ríki. Að valdinu sé betur farið hjá sameiginlegu Evrópuþingi en hjá einstökum löndum og lítur jafnvel á sig frekar sem Evrópubúa en Íslending. Og þessi kjarni er því miður ráðandi hjá annars ágætum stjórnmálaflokki, Samfylkingunni.

 

Og það sem verra er, er að það virðist vera alveg sama hvers vegna við förum inn í ESB eða hvaða samningum við náum, bara svo lengi sem við förum inn.

Þess vegna er það að eina svar Samfylkingarinnar við aðstæðum í efnahagsmálum er að tala um ESB aðild.

Öll vandamál verða úr sögunni, bankar koma hingað í röðum til þess að sinna þessum 300 þúsund manna markaði eftir aðild, þó svo reyndar að evrópskum bönkum séu allar leiðir opnar til þess að koma hingað núna.

Matvöruverð fellur niður úr öllu valdi því tollalækkunin (sem við getum reyndar fellt niður án aðildar) mun skila sér alla leið í budduna, ólíkt vsk lækkuninni.

Landbúnaðurinn verður síðan bara samkeppnishæfari á eftir ( sá hluti sem lifir af ) o.s.frv. o.s.frv.

Og öll raunverulegu vandamálin, eins og fiskveiðistjórnun, fullveldisafsal eða sú hraða þróun ESB í átt að miðstýrðu sambandsríki, er eitthvað sem tekur ekki einu sinni að minnast á.

 

Þannig er efnahagslægðin og óstöðugleikinn sem Samfylkingin gagnrýndi fyrir kosningar orðinn að besta vini hennar sem mun hjálpa henni að koma Íslandi inn í ESB, móð góðu eða illu.

Þetta fær mann vissulega til þess að íhuga hvort aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sé ekki bara hluti af planinu. 

 

* Evran heiti Euro innan ESB og bannað er með öllu að breyta nafni eða stafsetningu á þessu heiti gjaldmiðilsins. Því er það ólöglegt að kalla hann Evru. 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband