Leita í fréttum mbl.is

Ókristileg græðgi

Í gegnum aldirnar hefur kirkjan safnað til sín jörðum, með misjöfnum hætti, og kannski má segja að það hafi verið eðlilegt þegar kirkjan veitti ýmsa samfélagsþjónustu sem allir nutu en á þessum tíma naut kirkjan einokunaraðstöðu. Sagt er að hún hafi átt yfir þriðjung af öllum jörðum landsins.

Þegar ríkið smátt og smátt tók við allri samfélagslegri þjónustu við borgarbúana og við fengum trúarlegt frelsi að þá hefði verið eðlilegast að kirkjan skilaði öllum þeim jörðum nema þar sem starfandi kirkjur væru.

Enda var þetta í raun gert fyrir hundrað árum þar sem ríkið tók við umsjá þessara jarða, greiddi viðhald og jafnvel fasteignarskatta.

Svo 1997 þegar fólk var farið að benda á það að það gæti ekki staðist jafnræði að ríkið væri að greiða laun presta að þá voru þessar jarðir, sem ríkið hafði séð um í 100 ár, notaðar til þess að réttlæta að ríkið greiddi prestlaun um alla framtíð og gerður samningur sem segir að ríkið skuli greiða laun tiltekins fjölda presta sem fór eftir fjölda meðlima þjóðkirkjunnar. Ákvæðið var þó með þeim þætti að þó að allir landsmenn segðu sig út þjóðkirkjunni að þá mundi ríkið enn þurfa að borga laun yfir 100 presta og starfsmanna kirkjunnar.

Manni finnst það ótrúlegt að kirkjan næði svona góðum samningi þar til maður frétti að samningurinn hafði verið saminn af kirkjuþingi og samþykktur gagnrýnilaust af Alþingi.

 

En þetta er ekki nóg fyrir kirkjuna. Á síðustu öld keypti ríkið jörðina Laugaland í Eyjafirði og stofnaði þar skóla. Síðan var ákveðið að setja þar líka kirkju og á þeim tíma þótti tilvalið að presturinn kenndi í skólanum.

Síðan þegar borað var eftir heitu vatni á jörðinni að þá var jarðhitinn allt í einu kominn í eigu prestsetrasjóðs og því fékk hann borgað fyrir heitavatnið sem fæst þaðan, ekki ríkið sem keypti jörðina.

 

En þetta er ekki nóg fyrir kirkjuna. Á síðustu misserum hefur hún byrjað að skipuleggja sumarhúsabyggð í Skálholti í fjáröflunarskyni. Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug að láta kirkjuna skila af jörðum sínum þar, t.d. til þess að nota undir sumarbústaði. Þetta er einn af höfuðstöðum kirkjunnar og mikil saga þar. Hins vegar ef kirkjan metur hana ekki mikilvægari en þetta og ætlar ekki að nota þetta svæði undir kirkju eða menningartengda starfsemi að þá getur hún alveg eins skilað því til þjóðarinnar.

 

Og nú er það þetta síðasta dæmi, að selja Laufáss, græða þar 300 millur og byggja ódýrara annarstaðar.

 

Ef þetta væri Síminn að misnota svona stöðu sína sem hefði komið til í skjóla aldalangrar einokunar að þá væri Samkeppnisstofnun komin í málið, en það er víst allt leyfilegt þegar er verið að keppa um sálir landsmanna. 


mbl.is Sala Laufáss ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúnstin að þegja

Stundum virðist kúnstin að þegja vera mikilvægasti hæfileiki stjórnmálamanna. Sjálfstæðismenn eru víst hvað færastir í þessari listgrein og þegar erfið eða vandræðaleg mál eru í umræðunni að þá er stundum eins og jörðin hafi gleypt þá og þá er jafnvel lýst eftir þeim í sjónvarpinu.

T.d. gerðist það oft í valdatíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að þegar erfið mál voru á borðum Framsóknarflokksins að þá sást Geir Forsætisráðherra ekki nokkur staðar opinberlega, ekki einu sinni við að sinna alls ótengdum málum.

Þeir hafa nefnilega lært það að ef þeir sjást ekki þegar erfið mál eru í umræðunni að þá tengir enginn þá tengir enginn málið við þá, þó svo að þeir séu í forystu um stjórn landsins - eða borgarinnar ef því er að skipta.

 

Nú þegar pólitískt líf Vilhjálms hangir á bláþræði eru allir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins týndir. Þeir gætu allt eins verið fastir í bíl uppi á Hellisheiði, í það minnsta heyrist ekkert frá þeim.

Þannig er reynt að tryggja að ef það þarf að fórna Villa að þá verði ekkert hinna tengt við REI sandalann. Því er þau ná að vera ósýnileg að þá mun enginn muna að þau ætluðu bara að selja REI og hafa Villa áfram sem borgarstjóra, að þau lýstu fullu trausti á Villa eftir að meirihlutinn féll og að þau hafa nú samþykkt að gera hann aftur að borgarstjóra eftir að Ólafur F er búinn að vinna nógu lengi til þess að ná sér í betri biðlaunarétt.

 

Verra verður það þó þegar fjölmiðlar taka þátt í þagnarbindindinu eins og flokksblað Sjálfstæðisflokksins virðist oft gera. Efst á vefsíðu fjölmiðilsins eru birtar merkilegustu fyrirsagnirnar ásamt útdrætti úr sjálfri fréttinni og jafnvel mynd með.

Núna klukkan 21:30, kvöldið sem REI skýrslan er birt eru eftirfarandi fréttir á þessum stað:

Hraðar en Concorde

Lokað vegna snjóflóðahættu

Vélmenni í umönnunarstörf

Róttækur predikari framseldur

„Harvard er heitur!“

Solberg tók forustu í Svíþjóð

Þarna eru tvær fréttir um áhugaverða framtíðartækni, Paris Hilton frétt, ein erlend frétt, ein íþróttafrétt og ein innlend frétt en ekki eitt orð um REI.

Neðar á síðunni þar sem er að finna nokkrar fyrirsagnir á innlendum fréttum, tvær tengjast REI en fjalla þó aðeins um álit FL group annars vegar og álit Bæjarráðs Akraness hins vegar á skýrslunni.

Það er því greinilegt að Mogginn vill gefa þessu sem minnsta athygli. Enda líklega best að notendur stærsta bloggvefjar landsins eyði orku sinni að ræða frekar um Paris Hilton en REI málið.

 

 

 

 

 

 


Lausn Sjálfstæðismanna

Skýrslan um REI virðist staðfesta það að REI málið var eitt allsherjar skandall frá upphafi til enda auk þess sem það virðist vera ljóst að Vilhjálmur vissi um alla samninga en laug því að fjölmiðlum að hann vissi ekki neitt.

Og allt má búast við því að málið sé síðan enn alvarlegra en skýrslan segir til um því orðalag hennar er samkomulagsatriði þar sem hinir (ó)ábyrgu hafa áhrif á hana. Til dæmis má spyrja sig hvers vegna Sjálfstæðismenn báðu um að birtingu skýrslunnar í síðustu viku væri frestað.

 

Nú sýnist mér á öllu að sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins munu kenna Villa um þetta allt og að þeir sjálfir séu alsaklausir.

Þess vegna er þarft að halda því til haga hver lausn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var á þessu máli. Eftir löng fundarhöld komust þeir nefnilega að því að best væri að sópa málinu undir teppi og selja REI innan þriggja mánaða, sem sagt á brunaútsölu.

Auk þessarar niðurstöðu lýstu sexmenningarnir yfir fullu trausti Á Vilhjálm og stuðningi við setu hans sem borgarstjóra.

Þar með var málið leyst af hálfu Sjálfstæðisflokksins og tilkynnt fjölmiðum, alveg án þess að hafa nokkuð samráð við samstarfsflokkinn. Hann átti bara að styðja þetta eins og góð hækja.

 

Ég trúi því vel upp á Björn Inga að hann sé spilltur og eigi sinn þátt í þessu. En ef það hefði ekki verið fyrir ákvörðun hans og þáverandi minnihluta að þá væri Vilhjálmur enn  borgarstjóri, REI hefði verið selt, með einkaleyfum, þegar markaðurinn var í frjálsu falli og flest af því sem er í skýrslunni hefði aldrei komið upp á yfirborðið. 

 

 


mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir ruglar

Hvernig dettur nokrum manni í hug að lög verði staðfest með SMS skilaboðum. Slíkt er annað hvort sett fram í þeim tilgangi að reyna að tortryggja hugmyndina eða vegna tækniólæsi viðkomandi.

Það eru til ótal öruggar leiðir til þess að staðfesta eitthvað í gegn um tölvu og ef fólk er eitthvað viðkvæmt yfir því að þá er hægt að láta slíka staðfestingu gilda tímabundið þar til tækifæri gefst til þess að skrifa undir lögin.

Ríkisstjórnin hefur í raun öll völd í hendi sér, ákveða hvenær lög eru send til samþykktar, skipa dómara eftir eigin geðþótta, ákveða hver verður forseti þingsins.

Ef að ríkisstjórnin getur sætt færi þegar forsetinn fer út, samþykkt lög og séð síðan sjálf um að samþykkja þau (ásamtembættismönnum sem hún sjálf hefur skipað) að þá er um leið verið að losa þann varnagla sem málskotsrétturinn er.


mbl.is Staðfesting laga með SMS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar fá Cleese

Mogginn segir okkur núna frá því að Kaupþing sé í hörðu vaxtastríði í Bretlandi og finnst sumum að þeir ættu frekar að hugsa um Íslendinga sem hafa byggt upp þennan banka í bráðum 80 ár.

Þeir nefna það að kannski ætti bankinn að sýna vott að samkeppni á innanlandsmarkaðnum og t.d. lækka þjónustugjöld, hætta með há uppgreiðslugjöld og já keppa með hagstæðari vöxtum.

Þeir hinir sömu sem nefna þetta gleyma því hins vegar að íslensku bankarnir eru í hörku samkeppni. T.d. slóg Glitnir í gegn og hitaði þjóðinni um hjartarræturnar þegar þeir höfðu börn í áramótaauglýsingum sínum þar sem þau lýstu árámótunum frá sínu sjónarmiði.

Kaupþing slóg þeim samt rækilega við og eyddi tugmilljónum í að fá John Cleese til þess að hneykslast á nafni Randvers.
Ég efast ekki um það að allir viðskiptivinir Kaupþings séu himinlifandi með þetta. Ég meina John Cleese að tala um litla bankann okkar og Randver.

Himinhá þjónustugjöld er nú lítill verðmiði að þannig stóratburði. 


mbl.is Kaupþing í vaxtastríði í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn BYKO - góma þjófa

Hvernig er það? Var það ekki starfsmaður í BYKO sem kom upp um þingmanninn/þjófinn Árna?

Núna segir Vísir frá því að starfsmenn BYKO hafi aftur verið með athyglina í lagi og séð tvo grunsamlega menn kaupa exi í morgun. Og svo þegar þeir frétt af ráninu í Glitni að þá lögðu þeir tvo og tvo saman og létu lögguna vita af kaupunum og að mennirnir væru á upptöku hjá þeim.

Mér finnst þetta vel af verki staðið hjá starfsmönnum BYKO og spurning hvort Björn dómsmálaráðherra setji þá ekki bara í varalið lögreglunnar frekar en hjálparsveitina sem hefur annað að gera en að leysa glæpamál. 


mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að róa Sjálfstæðismenn.

Fyrst eftir hallarbyltingu Sjálfstæðismanna að þá var því vísað á bug að það væri óánægja með nýja meirihlutann í borginni. "Það voru bara krakkar sem fengu frí til þess að mótmæla sem voru með skrílslæti!".

Svo kom könnun í Fréttablaðinu sem sýndi fylgisfall Sjálfstæðisflokksins, mikla óánægju með nýja meirihlutann og að borgarstjórinn sem þeir komu til valda var ekki með neitt traust. En þá var ekkert hægt að taka mark á því þar sem úrtakið var nú svo lítið auk þess sem könnunin var gerð fyrir Fréttablaðið.

En núna er síðan búið að staðfesta þetta af Gallup með mjög ýtarlegri könnun sem sýnir meðal annars hve lítið traust borgarbúar bera til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hvað er þá til ráða?

Jú þá er hóað saman í fund og talað um það að Framsókn hafi það nú miklu verra en Sjálfstæðisflokkurinn og það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af Samfylkingunni því hún hafi svo sem mælst hátt áður.

Sjálfstæðismenn þurfi bara að standa saman og ekki sýna neina óánægju út á við.

Það var ekki minnst á það að Sjálfstæðismenn hefðu velt borgarstjóra sem 54% Reykvíkinga voru ánægð með (19% óánægð). Það var ekki minnst á það að aðeins 27% borgarbúa eru ánægðir með nýja meirihlutann þeirra en 62% óánægð. Og það var ekkert minnst á það að aðeins 4% borgarbúa bera mikið traust til þess sem Sjálfstæðismenn völdu að gera að borgarstjóra.

Eða í það minnst segir Mogginn ekki frá því.

Ég efast um það að þetta muni róa Sjálfstæðismenn mikið og spurning um hvort næst hallarbylting verði ekki gerð þar sem þessi fundur var haldinn.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta fréttin

Skemmtilegt að sjá það hvað óþægilega fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru fljótar að hverfa hjá mbl.

Núna er stærsta fréttin hjá mbl. um norðurljós og kulda á meðan fréttin, um að borgarstjórinn sem Sjálfstæðisflokkurinn kom til valda er rúinn trausti og ásamt bæði nýja meirihlutanum og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, er óðum að hverfa af forsíðunni.

Einnig var fréttin, um að einn aðal óvinur Flokksins væri með 85% stuðning sem forseti, fljót að detta niður á milli ómerkilegri frétta, enda er það miklu meiri frétt að Britney hafi verið svipt "lögræði" tímabundið. Ég hélt reyndar að það væri sjálfræði en kannski er fréttin um það að hún ráði ekki lengur yfir lögunum.

 

Einnig hef ég lítið séð um klofning í flugvallarmálinu hjá nýja borgarmeirihlutanum.

 

Væri ekki bara heiðarlegra hjá þeim að kalla vefinn Valhallarpóstinn? 


mbl.is Norðurljós í ískulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgdi einbýlishúsahverfi með í kaupæti?

Síðast þegar Villi keypti aðila burt að þá skellti hann einni 50 milljóna króna einbýlishúsalóð á besta stað, með í pakkann.

Það var nú bara smá salur í Mjóddinni upp á nokkra tugi milljóna. Húsin á Laugarveginum eru miklu stærri díll og spurning hvort 550 millur hafi verið nóg. Mér kæmi því ekki á óvart að næsta einbýlishúsahverfi falli í hlut Kaupangs, svona fyrir tilviljun.


mbl.is Borgin borgar um 550 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-málefnasamningur

Á fréttamannafundinum talaði Ólafur um að borgarfulltrúar F-listans og Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist að samkomulagi um myndun meirihluta í borginni og hafi gert með sér málefnasamning.

Nú er það svo sem satt að borgarfulltrúar F-listans standi það þessu, þar sem hann er eini borgarfulltrúinn. Hins vegar hef ég ekki séð nokkurn annan af F-listanum lýsa yfir stuðningi við þennan meirihluta. Hitt er á hreinu að sá, sem gengt hefur hlutverki Ólafs sem borgarfulltrúi F-listans í um eitt og hálft ár, mun ekki styðja þennan lista.

En hvernig er svo málefnasamningurinn? Jú hann byrjar á því að ekki megi taka ákvörðun um framtíð flugvallarins á kjörtímabilinu. Það er ekki ákveðið að hann verði áfram eftir 2016 og heldur ekki ákveðið að það eigi að flytja hann. Það er bara samkomulag um það að taka enga ákvörðun.

Þetta er einmitt það sem við þurfum í borgarskipulagið, meiri óvissu. 

Ég er viss um að sjálfstæðismenn séu geðveikt ánægðir með svona ekki-málefnasamning.


mbl.is Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband