Leita í fréttum mbl.is

Kúnstin að þegja

Stundum virðist kúnstin að þegja vera mikilvægasti hæfileiki stjórnmálamanna. Sjálfstæðismenn eru víst hvað færastir í þessari listgrein og þegar erfið eða vandræðaleg mál eru í umræðunni að þá er stundum eins og jörðin hafi gleypt þá og þá er jafnvel lýst eftir þeim í sjónvarpinu.

T.d. gerðist það oft í valdatíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að þegar erfið mál voru á borðum Framsóknarflokksins að þá sást Geir Forsætisráðherra ekki nokkur staðar opinberlega, ekki einu sinni við að sinna alls ótengdum málum.

Þeir hafa nefnilega lært það að ef þeir sjást ekki þegar erfið mál eru í umræðunni að þá tengir enginn þá tengir enginn málið við þá, þó svo að þeir séu í forystu um stjórn landsins - eða borgarinnar ef því er að skipta.

 

Nú þegar pólitískt líf Vilhjálms hangir á bláþræði eru allir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins týndir. Þeir gætu allt eins verið fastir í bíl uppi á Hellisheiði, í það minnsta heyrist ekkert frá þeim.

Þannig er reynt að tryggja að ef það þarf að fórna Villa að þá verði ekkert hinna tengt við REI sandalann. Því er þau ná að vera ósýnileg að þá mun enginn muna að þau ætluðu bara að selja REI og hafa Villa áfram sem borgarstjóra, að þau lýstu fullu trausti á Villa eftir að meirihlutinn féll og að þau hafa nú samþykkt að gera hann aftur að borgarstjóra eftir að Ólafur F er búinn að vinna nógu lengi til þess að ná sér í betri biðlaunarétt.

 

Verra verður það þó þegar fjölmiðlar taka þátt í þagnarbindindinu eins og flokksblað Sjálfstæðisflokksins virðist oft gera. Efst á vefsíðu fjölmiðilsins eru birtar merkilegustu fyrirsagnirnar ásamt útdrætti úr sjálfri fréttinni og jafnvel mynd með.

Núna klukkan 21:30, kvöldið sem REI skýrslan er birt eru eftirfarandi fréttir á þessum stað:

Hraðar en Concorde

Lokað vegna snjóflóðahættu

Vélmenni í umönnunarstörf

Róttækur predikari framseldur

„Harvard er heitur!“

Solberg tók forustu í Svíþjóð

Þarna eru tvær fréttir um áhugaverða framtíðartækni, Paris Hilton frétt, ein erlend frétt, ein íþróttafrétt og ein innlend frétt en ekki eitt orð um REI.

Neðar á síðunni þar sem er að finna nokkrar fyrirsagnir á innlendum fréttum, tvær tengjast REI en fjalla þó aðeins um álit FL group annars vegar og álit Bæjarráðs Akraness hins vegar á skýrslunni.

Það er því greinilegt að Mogginn vill gefa þessu sem minnsta athygli. Enda líklega best að notendur stærsta bloggvefjar landsins eyði orku sinni að ræða frekar um Paris Hilton en REI málið.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 715

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband