Leita í fréttum mbl.is

Reynt að róa Sjálfstæðismenn.

Fyrst eftir hallarbyltingu Sjálfstæðismanna að þá var því vísað á bug að það væri óánægja með nýja meirihlutann í borginni. "Það voru bara krakkar sem fengu frí til þess að mótmæla sem voru með skrílslæti!".

Svo kom könnun í Fréttablaðinu sem sýndi fylgisfall Sjálfstæðisflokksins, mikla óánægju með nýja meirihlutann og að borgarstjórinn sem þeir komu til valda var ekki með neitt traust. En þá var ekkert hægt að taka mark á því þar sem úrtakið var nú svo lítið auk þess sem könnunin var gerð fyrir Fréttablaðið.

En núna er síðan búið að staðfesta þetta af Gallup með mjög ýtarlegri könnun sem sýnir meðal annars hve lítið traust borgarbúar bera til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hvað er þá til ráða?

Jú þá er hóað saman í fund og talað um það að Framsókn hafi það nú miklu verra en Sjálfstæðisflokkurinn og það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af Samfylkingunni því hún hafi svo sem mælst hátt áður.

Sjálfstæðismenn þurfi bara að standa saman og ekki sýna neina óánægju út á við.

Það var ekki minnst á það að Sjálfstæðismenn hefðu velt borgarstjóra sem 54% Reykvíkinga voru ánægð með (19% óánægð). Það var ekki minnst á það að aðeins 27% borgarbúa eru ánægðir með nýja meirihlutann þeirra en 62% óánægð. Og það var ekkert minnst á það að aðeins 4% borgarbúa bera mikið traust til þess sem Sjálfstæðismenn völdu að gera að borgarstjóra.

Eða í það minnst segir Mogginn ekki frá því.

Ég efast um það að þetta muni róa Sjálfstæðismenn mikið og spurning um hvort næst hallarbylting verði ekki gerð þar sem þessi fundur var haldinn.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Reynt að fróa Sjálfstæðismönnum!!!!!!!!

Auðun Gíslason, 2.2.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband