Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Þú ert þjóðin - Þeir höfðu tækifærið
Fyrir hrunið kom hver viðvörunin á eftir annarri um veikleika bankakerfisins. Þeir höfðu tækifæri til þess að bregðast við en kölluðu í staðinn viðvaranirnar öfund og eyddu góðu orðspori þjóðarinnar í að sannfæra heiminn um að allt væri hérna í himnalagi.
Þeir höfðu tækifæri til þess að hætta að ráða frændur, syni, vini og flokksfélaga í fínar stöður, en þeir létu ekki einu sinni landslög stoppa sig í því.
Þeir höfðu tækifæri til þess að stoppa í skattsvikaholur sem allir vissu að þeir sem áttu nægan pening voru að nota. Þeir fengu meira að segja sérstaka skýrslu um hvað þyrfti að gera svo ekki töpuðust milljarðar í skatttekjur, en þeir völdu að gleyma henni.
Og þegar þjóðin horfði upp á Víkingana selja sjálfum sér fyrirtækin sín aftur og aftur, skipta Group í undirfyrirtæki sem keypti síðan móðurfélagið með láni í enn öðru dótturfélagi o.s.frv. að þá höfðu þeir tækifæri til þess að setja lög um krosseignartengsl.
Eftir hrunið höfðu þeir tækifæri til þess að stíga fram og segja við þjóðina: "Afsakið, við brugðumst ykkur." En í staðin vörpuðu þeir allri ábyrgð á alþjóðakreppuna, fyrrum vini sína Útrásarvíkingana og almenning.
Þeir höfðu tækifæri til þess að byrja strax að reyna að hafa uppi á þeim fjármunum sem stolið var af óbreyttum borgurum um alla Evrópu, en þegar rannsókn fór loks af stað, að þá var hún bara í skötulíki.
Þeir höfðu tækifæri til þess að viðurkenna fyrir nágrannaþjóðum okkar að hér hefðu vaðið uppi glæpamenn sem hirtu allt sem þeir gátu, og þeir höfðu tækifæri til þess að óska eftir aðstoð við að rekja slóð þýfisins, en reyndin varð uppgufun trúverðugleika okkar og stríð við nágrannaþjóðirnar.
Þeir höfðu strax í haust tækifæri til þess að svara kröfu þjóðarinnar og boða kosningar núna í vor, sökum breyttra aðstæðna, og gefa þannig nýjum aðilum tíma til þess að skipuleggja og kynna sig. En í staðinn gerðu þeir lítið úr mótmælum og kölluðu mótmælendur skríl sem væru ekki fulltrúar þjóðarinnar.
Þeir höfðu alveg einstakt tækifæri til þess að koma á raunverulegum lýðræðisumbótum á stjórnarskrá og kosningalögum sem hefði getað lagt grunninn að Nýja Íslandi. En í stað þess sýndu þeir fram á það að þeir eru ófærir um að breyta stjórnarskránni til betri vegar, þó svo að vitað sé að meirihluti þjóðarinnar styddi það. Enda hefur flokksræðið alltaf styrkst við hverja breytingu á kosningalögum og stjórnarskrá sem gerð hefur verið undanfarinn árátug.
Þeir höfðu tækifæri til þess að hafna milljóna og tugmilljóna króna styrkjum/mútum frá útrásarfyrirtækjunum, en í staðinn tefla þeir fólki fram á framboðslista sína sem var í lykilhlutverkum í þessu máli.
Við gáfum gömlu flokkunum tækifærið - en þeir gerðu ekkert.
Hverjum ætlar þú að gefa tækifæri á laugardaginn?
Sjálfur ætla ég að gefa Borgarahreyfingunni tækifæri, en mundu:
Þú ert þjóðin
(Ef þú ert samála þessu þá vil ég biðja þig um að senda þeim sem þú þekkir þessi skilaboð t.d. með Facebook hnappnum hér fyrir neðan)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
x O
Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.