Mánudagur, 21. júlí 2008
Málfrelsið þyrnir í augum kristinna eins og múslima?
Deilan um dönsku teikningarnar af spámanninum var sögð snúast um málfrelsið vs tillitsemi við trúarbrögð og í raun var eini tilgangur þeirra að sannreyna málfrelsið með því að ögra múslimum.
Þegar það mál var í hámarki að þá var oft bent á það að kristnir menn mundu ekki gera svona mikið veður út úr því ef einhver teiknaði miður fallegar myndir af Jesú.
Hins vegar þegar Gyllti áttavitinn var frumsýndur í Bandaríkjunum að þá voru stórir trúarhópar sem börðust gegn myndinni og það var talið hafa haft veruleg áhrif á miðasölu á myndina.
Best fannst mér ummæli talsmanns einhverra af þeim hópum sem börðust gegn myndinni en þau voru einhvern veginn á þennan veg: Myndin sjálf er ekki svo slæm því þar er búið að draga úr ádeilunni en hættan er að fólk fari og lesi bækurnar eftir að hafa séð myndina.
Auðvitað notaði ég mér fyrsta tækifæri til þess að komast yfir bækurnar til að lesa þessa hryllilegu ádeilu á trú en fann reyndar ekki neitt. Bækurnar gagnrýna hvorki trú almennt né þannig séð kristnar kennisetningar. Þær eru hins vegar hörð ádeila á stofnanir sem taka sér vald í nafni trúar og ég tel það líklegast að þeir hafi tekið það til sín sem áttu það skilið.
Mér er reyndar nokk sama þó myndin hafi og að framhaldið komi ekki á næstunni því ég er búinn að lesa bækurnar, þökk sé kristna talsmanninum, og þær eru miklu betri en nokkur kvikmynd, en þetta sýnir þó hvernig hægt er að hefta málfrelsi stóru Hollywood framleiðandanna
![]() |
Óvíst með framhald á trílógíu Pullmans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:04 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Valdimar Hreiðarsson, 21.7.2008 kl. 06:52
Ég er ekkert að segja að allir kristnir vilji takmarka málfrelsið ef það stangast á við trú þeirra heldur frekar að benda á að sú tilhneiging er líka til hjá sumum kristnum mönnum eins og hjá sumum múslimum.
Svo er það líka rétt sem þú bendir á að mótmælin í sumum múslimalöndunum fóru alveg úr böndunum. Ég tel hins vegar að það hafi frekar orsakast af fáfræði en eðlismun á trúarbrögðunum.
Málið var viljandi ýkt af bókstafstrúarmönnum til þess að æsa fólk upp, fleiri myndir falsaðar og ýmislegt fleira logið upp á dani. Þetta gekk vegna þess að þar er fólk ekki í neinni aðstöðu til þess að kynna sér hina hlið málanna en á vesturlöndum að þá hefur öfgafólkið hvergi sama vald yfir almenningi í heilu borgunum.
...og þó, í raun má segja að Bush og félagar hafi æst Bandarísku þjóðina í stríð með því að falsa gervihnattamyndir og ljúga upp á Sadam.
Ingólfur, 21.7.2008 kl. 12:17
Það er í eðli trúarbragða að sannleikurinn sé einhlýtinn og því eru trúuðum oft andskoti uppsiga við málfrelsið.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.