Leita í fréttum mbl.is

Aðeins 1% verðmunur milli dýru og "ódýru" olíufélaganna

Maður trúði því í alvöru að með komu Atlandsolíu kæmi einhver samkeppni á olíumarkaðinn. Að með komu aðila sem væri óskyldur stóru olíufélögunum, sem sannað er að hafi stolið frá almenningi, mundi eitthvað breytast og að fólk gæti í alvöru sparað eitthvað með því að leita uppi sjálfsafgreiðslustöðvarnar litlu aðilanna.

En raunin er hins vegar sú að álagning stóru olíufélaganna hefur verið að hækka og samt sem áður er verðmunur á milli þeirra og sjálfsafgreiðslustöðvanna aðeins um 1% sem dugar varla til þess að leita sérstaklega uppi þær stöðvar.

Fjölmiðlar eru síðan engan veginn að standa sig því þeir fjalla um bensínverð eins og um sé að ræða eitthvað náttúrufyrirbrigði. Í gær þegar verðið hafði lækkað hratt í 2 daga í röð á heimsmarkaði að þá var það ein af aðal fréttum hjá báðum sjónvarpsstöðvunum að verð hér hefði lækkað um 1 krónu og 20 aura þó svo verðið hafi þá verið hærra en það var um helgina.

Fjölmiðlar ættu í staðinn að beita olíufélögin þrýstingi með því að birta útreiknað bensínverð miðað við óbreytta álagningu og greina frá mismuninum á því verði og raunverulegu verði í stað þess að segja aðeins frá stökum hækkunum eða lækkunum.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Mikið rosalega er ég sammála þér, það mætti beita meiri þrýsting en raun er og með AO þeir hafa bara hreinlega ekki staðið sig sem skildi, komu sterkt inn og síðan ekki meir, þeir eru farnir að hugsa sama og hinir, græða sem mest á sem stysta tíma. En þar sem ég er að sniðganga N1 og Skeljung þá versla ég við þá þessa stundina.

Reynir W Lord, 17.7.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Birna M

AO hefur líka bensínverðið viljandi tveimur krónum hærra, þannig að ef þú notar AO lykilinn (sem á að gefa 2 kr afslátt) færðu bensínið á sama verði og á næstu orkustöð.

Birna M, 17.7.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband