Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Úr hörðustu átt
Á þessum þessum óvissutímum virðist allt vera að hækka nema laun almennings. Þeir sem hafa tekið erlend lán hafa horft upp á þau hækka um hundruð þúsunda á nokkrum vikum eða jafnvel örfáum dögum dögum og hinir sem hafa tekið innlend verðtryggð lán sjá fram á miklar hækkanir á því á næstunni um leið og mjólkin, kjötið og flest annað hækkar um jafnvel tugi prósenta.
Öllu þessu tekur landinn eins og hverju öðru hundsbiti, nema hvað að þegar olían hækkar að þá segir jeppafólk stopp og krefst lækkunar.
Nú er það auðvitað ekki vinsælt að gagnrýna jeppafólk hér á landi enda vandfundinn sá íslendingur sem ekki á eða langar í jeppa. Sjálfur er ég meira að segja svolítið veikur fyrir Hummer, ekki jepplingunum H2 og H3 heldur þessum alvöru.
Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að 90% af akstri flestra jeppa er um auðar götur innanbæjar í skutli eftir börnunum eða, með 6 auð sæti til þess að ferja eigandann í vinnuna. Þetta leiðir af sér meiri mengun, meira svifryk, dýrari gatnaviðgerðir og að sjálfsögðu meiri olíunotkun. Auk þess valda þeir bílar augljósri hættu sem eru þannig breyttir að stuðari þeirra er kominn í augnhæð þess minnihlutahóps sem fer sínar ferðir á venjulegum fólksbílum.
Þó ég sé fylgjandi því að fólk láti almennilega heyra í sér þegar það telur á sér brotið að þá sé ég ekki alveg að olíudropinn sé alvarlegasta vandamál þjóðarinnar eins og staðan er núna.
Þess vegna hvet ég jeppafólk til þess að nýta þessa mótmælaorku í eitthvað annað. T.d. mætti mótmæla því að þeir sömu sem stálu til sín matarskattslækkuninni ætli núna að hækka verð um 20-30%, og þannig hækka húsnæðislán þjóðarinnar um leið. Jeppafólk getur síðan lækkað olíukostnaðinn hjá sér með því að fá sér nettan smábíl í skutlið innanbæjar, þ.e.a.s. ef þeir þora að vera á þannig bíl í umferðinni í Reykjavík.
Mótmælt við Austurvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oft er það þannig að eini bíllin á heimilinu er jeppi,hann er því notaður í snattið,skutla börnunum í skóla og leikskóla osvf.Þessi jeppi er svo notaður til fjallaferða og annara ferðalaga.Það eru misjöfn áhugamál hjá þjóðinni og ekki er hægt að gera öllum til hæfis og ekki er hægt að skikka alla til að keyra fólksbíl,einnig er þessum jeppum jafnheimilt að aka á götum landsins og hinum venjulega Yaris.Það vill líka svo til að mikið er af jeppafólki sem á fólksbíl í snattið en það breytir ekki að það kostar einnig að setja bensín eða olíu á þá bíla.
Landi, 1.4.2008 kl. 22:30
Auðvitað er fullt af fólki sem hefur valið jeppa sem eina bíl fjöldskyldunnar svo það geti stundað áhugamál sitt þegar færi gefst.
En það er ekki ríkinu að kenna að þá sé óhagkvæmt að nota jeppa í borgarsnattið.
Ingólfur, 2.4.2008 kl. 00:33
"En það er ekki ríkinu að kenna að þá sé óhagkvæmt að nota jeppa í borgarsnattið."
Síðan hvenær snýst þetta bara um óhagkvæmni í akstri innanbæjar?
Ég spara ekki mikið ef ég þarf að kaupa mér nettan smábíl, tryggja hann og sinna viðgerðarkostnaði bara til að fara í miðbæinn einu sinni til tvisvar í mánuði, þá fyrst væri ég að bruðla.
Jeppinn sameinar það að vera farartæki fjölskyldunnar og áhugamál jafnt sumar sem vetur en einnig atvinnutæki þess á milli. Það má vel vera að slíkt myndi ekki henta þér en á móti gæti ég vafalítið gagnrýnt þinn lífsstíl eða áhugamál á svipaðan máta ef út í það er farið.
Jeppafólk er margt og misjafnt, af hverju á að draga okkur öll undir sama hattinn?
Annars held ég að ef vel er að málum staðið þá séu mótmæli við háu olíuverði nú einungis byrjunin, við þurfum að standa saman og sýna að við getum haft áhrif, kyngjum ekki hverju sem að okkur er rétt!
Ísdrottningin, 2.4.2008 kl. 17:50
Ég tek undir það að þú hefur ekkert við smábíl að gera ef þú notar hann bara til þess að fara einu sinni til tvisvar í miðbæinn á mánuði. En ef þú keyrir 20 þús km innanbæjar á ári á bíl sem eyðir 5-6 lítrum á hundraðið í staðin fyrir 15-16 lítrum að þá kostar það 300 þús krónum minna í bensín auk þess sem það mengar minna og veldur minna sliti á götunum.
Annars er ég ekki að gagnrýna það að fólk eigi jeppa, eða að fólk sinni því áhugamáli að skoða landið okkar.
Ég er einfaldlega að benda á það sem ætti að vera hverjum manni ljóst: Sá mikli jeppafloti sem fer örsjaldan út fyrir höfuðborgina er óhagkvæmur í notkun, bæði fyrir eigandann og alla aðra.
Hvort olíugjaldið er 40, 20 eða jafnvel 0 krónur breytir þeirri staðreynd ósköp lítið.
Ég er sammála því að í dag er margt sem rétt er að mótmæla, en bensínverð er þar ekki á topp 5, kannski topp 10.
Ingólfur, 3.4.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.