Leita í fréttum mbl.is

Atvinnubílstjórarnir eru ekki að mótmæla fyrir þig

Atvinnumótmælendur á stórum bílum hafa verið sniðugir að segjast vera að mótmæla háu eldsneytisverði fyrir okkur öll. Það er hins vegar annað hvort afskaplega heimskulegt eða eingöngu til þess að blekkja almenning.

Olíugjaldið hefur ekkert hækkað undanfarin ár, ekki einu sinni fylgt verðlagi og er því með minnsta móti sem gerist á Norðurlöndum.
Eina álagningin sem hækkar með hækkandi olíuverði er vaskurinn þar sem hann er fast hlutfall af heildarupphæðinni, en hægt er að færa rök að því að ríkið sé lítið að græða þar því ef fólk borgar meira fyrir bensín að þá hefur það minna milli handanna til að eyða í annað.
Svo fá atvinnubílstjórar þennan skatt endurgreiddan, svo ekki getur það verið vaskurinn sem þeir eru að mótmæla.

Ríkið gæti vissulega lækkað olíugjaldið eitthvað eða þá búið til nýtt vaskþrep fyrir bensínið, en þá þyrfti það bara að taka skattinn inn annarstaðar. Þannig hyrfi hvatinn fyrir að keyra um á sparsamari bílum og, eins og Indriði Haukur Þorláksson bendir á bloggi sínu, að þá er það þjóðhagslega óhagkvæmt að lækka álögur á eldsneyti og verra fyrir hin óbreytta borgara.

 

En hvers vegna er þá verið að mótmæla, jú mér fannst það koma bersýnilega í ljós eftir fund bílstjóra með samgönguráðherra. Þeir vilja að lög um hvíldartíma verði numin úr gildi og allar sektir felldar niður.  Þeir vilja ekki breytingar þannig að þær henti betur íslenskum aðstæðum heldur eiga bara ekki að vera nein lög í gildi um hvíldartíma vöru- og flutningabílstjóra.

Þeir vilja fá að keyra þreyttir um vegi sem varla bera bíla þeirra.

Ef þeir fá sitt í gegn að þá held ég að almenningur þurfi að taka upp þeirra aðferðir og stoppa umferð um Suðurlandveg of Vesturlandsveg til að krefjast þess að fá að keyra um landið án þess að að eiga á hættu að mæta þreyttum flutningabílstjórum


mbl.is Hætta aðgerðum í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 703

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband