Leita í fréttum mbl.is

Hvenær hættir FIA að eyðileggja formúluna?

Þegar formúlan var skemmtilegust og mest spennandi að þá gekk tímatakan út á það hver náði besta hringnum, ekki hver var með minnst bensín á tanknum. Hver ökumáður fékk fékk 12 hringi sem hann keyrði nánast á síðustu bensín gufunum í tilraun til þess að ná fullkomnum hring. Síðan mátti fylla á eins og hverjum hentaði fyrir sjálfa keppnina.

 

Núna síðustu ár hafa þeir verið í tómu rugli að bæta við allskonar bensín reglum. Í fyrra mátti maður bæta við því bensíni eftir tímatökuna sem maður hafði eytt í henni. Það þýddi að ökumenn eyddu bara fyrsta hlutanum í að eyða bensíni til þess að létta bílinn.

Til þess að koma í veg fyrir það að þá breyttu þeir því núna þannig að ekki megi bæta neinu við eftir tímatökuna. Auðvitað bregðast ökumenn þá við því með því að spara bensín og keyra hægt og þá eru settar enn einar reglurnar til þess að koma í veg fyrir það.

Og þar sem bensín bannið gildir bara fyrir 10 efstu að þá er betra að lenda í 11. sæti en því 10.

Ég vil sjá hreina keppni, ekki neinar regluflækjur.

 


mbl.is Uppræta lull í tímatökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bölvað reglugerðakjaftæði endalaust. Er ekki nóg að sekta fyrir ógætilegan akstur eða tafir. Þetta er að verða eitt reglugerðakapp(sk)akstur og keppnin fer nú meira fram í nefndum, ráðum en á sjálfri brautinni. Ætli reglugerðin sé ekki að nálgast þykkt íslensku símaskráarinnar? Þetta verður bara vítahringur; ný reglugerð til að stoppa í eldri... sem var til að stoppa í enn eldri og svo koll af kolli. Endemis vitleysa.

Hafsteinn Elvar Jakobsson 1.4.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband