Leita í fréttum mbl.is

Þegar eignarrétturinn beit frjálshyggjuguðinn í rassinn

Eignarrétturinn er það heilagasta sem hægt er að hugsa sér í bókum frjálshyggjumanna. Af því leiðir einnig eina boðorð þeirra: Það er bannað að stela - nema það sé hægt að stela löglega.

Því er það eiginlega bara fyndið þegar guð frjálshyggjustrákanna er dæmdur sekur um að hafa brotið gegn eignarrétti með ritstuldi. Það er svo sérstaklega vandræðalegt þegar guðinn er í góðri stöðu í háskóla, sem er sú stofnun sem lítur hvað alvarlegustu augunum á ritstuld.

Það er að skilja á forsvarsmanni þessarar söfnunar og auglýsingunni að málsóknin vegna ritstuldarins sé runnin frá auðmönnum, en þar er líkalega nafn ekkju Halldórs eitthvað að rugla hann.

En setjum svo að hinn "auðmaðurinn", sem Hannes hefur brotið gegn og verið dæmdur til þess að borga bætur, hafi átt auðveldara með að sækja rétt sinn sökum þess að hann er vel stæður að hvað er rangt við það? Er það ekki einmitt í anda frjálshyggjunnar? Ef maður er ríkur er það vegna þess að hann hefur verið duglegur og klár og á réttilega að njóta þess.
Ef Hannes stendur illa fjárhagslega að þá er það bara vegna þess að hann hefur ekki verið jafn duglegur eða klár.

Það er ekki hægt að kvarta í eigandann þegar manns eigin hundur bítur mann í rassinn. 


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: proletariat

Komin tími til að moka flórinn

proletariat, 31.3.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband