Laugardagur, 9. febrúar 2008
Ókristileg græðgi
Í gegnum aldirnar hefur kirkjan safnað til sín jörðum, með misjöfnum hætti, og kannski má segja að það hafi verið eðlilegt þegar kirkjan veitti ýmsa samfélagsþjónustu sem allir nutu en á þessum tíma naut kirkjan einokunaraðstöðu. Sagt er að hún hafi átt yfir þriðjung af öllum jörðum landsins.
Þegar ríkið smátt og smátt tók við allri samfélagslegri þjónustu við borgarbúana og við fengum trúarlegt frelsi að þá hefði verið eðlilegast að kirkjan skilaði öllum þeim jörðum nema þar sem starfandi kirkjur væru.
Enda var þetta í raun gert fyrir hundrað árum þar sem ríkið tók við umsjá þessara jarða, greiddi viðhald og jafnvel fasteignarskatta.
Svo 1997 þegar fólk var farið að benda á það að það gæti ekki staðist jafnræði að ríkið væri að greiða laun presta að þá voru þessar jarðir, sem ríkið hafði séð um í 100 ár, notaðar til þess að réttlæta að ríkið greiddi prestlaun um alla framtíð og gerður samningur sem segir að ríkið skuli greiða laun tiltekins fjölda presta sem fór eftir fjölda meðlima þjóðkirkjunnar. Ákvæðið var þó með þeim þætti að þó að allir landsmenn segðu sig út þjóðkirkjunni að þá mundi ríkið enn þurfa að borga laun yfir 100 presta og starfsmanna kirkjunnar.
Manni finnst það ótrúlegt að kirkjan næði svona góðum samningi þar til maður frétti að samningurinn hafði verið saminn af kirkjuþingi og samþykktur gagnrýnilaust af Alþingi.
En þetta er ekki nóg fyrir kirkjuna. Á síðustu öld keypti ríkið jörðina Laugaland í Eyjafirði og stofnaði þar skóla. Síðan var ákveðið að setja þar líka kirkju og á þeim tíma þótti tilvalið að presturinn kenndi í skólanum.
Síðan þegar borað var eftir heitu vatni á jörðinni að þá var jarðhitinn allt í einu kominn í eigu prestsetrasjóðs og því fékk hann borgað fyrir heitavatnið sem fæst þaðan, ekki ríkið sem keypti jörðina.
En þetta er ekki nóg fyrir kirkjuna. Á síðustu misserum hefur hún byrjað að skipuleggja sumarhúsabyggð í Skálholti í fjáröflunarskyni. Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug að láta kirkjuna skila af jörðum sínum þar, t.d. til þess að nota undir sumarbústaði. Þetta er einn af höfuðstöðum kirkjunnar og mikil saga þar. Hins vegar ef kirkjan metur hana ekki mikilvægari en þetta og ætlar ekki að nota þetta svæði undir kirkju eða menningartengda starfsemi að þá getur hún alveg eins skilað því til þjóðarinnar.
Og nú er það þetta síðasta dæmi, að selja Laufáss, græða þar 300 millur og byggja ódýrara annarstaðar.
Ef þetta væri Síminn að misnota svona stöðu sína sem hefði komið til í skjóla aldalangrar einokunar að þá væri Samkeppnisstofnun komin í málið, en það er víst allt leyfilegt þegar er verið að keppa um sálir landsmanna.
Sala Laufáss ekki útilokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Amen
Bergur Thorberg, 9.2.2008 kl. 22:21
Mikið afskaplega er þetta þarfur og góður pistill hjá þér.
Það verður æ ljósara að þjóðkirkjan, svokallaða, snýst um fátt annað en völd og græðgi lítilla manna sem telja sig sjálfa allra manna réttlátasta og besta.
Promotor Fidei, 10.2.2008 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.