Mánudagur, 7. maí 2007
Framsóknarflokkurinn setur met í ómerkilegum auglýsingum, ætli það hjálpi formanninum?
Framsóknarflokkurinn þessa dagana með minna fylgi en hann hefur nokkurntíman haft í langri sögu sinni og það er ekkert að hækka þrátt fyrir að þeir auglýsi stíft.
Allt útlit er fyrir flokkurinn nái ekki neinum manni inn í höfuðborgarkjördæmunum þremur og þar með falla Siv og Jónína út af þingi auk þess sem formaðurinn nær ekki kjöri.
Og hvernig haldið þið að þessi flokkur bregðist við, jú þeir fara niður á stig sem ekki hefur áður sést í Íslenskri kosningabaráttu,
Þeir setja auglýsingu í birtingu á helstu sjónvarpsstöðvum - ekki um ágæti síns flokk - heldur taka þeir fyrir einn ákveðinn flokk, setja inn formann þess í teiknimyndarformi og setja fram rangfærsur um stefnu þessa flokks í þeim stíl sem maður sér helst hjá þeim sem skrifa nafnlaust vegna þess að þeir vilja ekki setja nafn sitt við þvílíka vitleysu. Framsókn er hins vegar ófeimið við að setja sitt nafni við slíkt skítkast. Ætli svona málflutningur muni bjarga formanninum þeirra.
Nú kaus ég ekki þann flokk sem Framsókn ræðst þarna á og lýgur upp á þá fölskum stefnumálum (ég er búinn að kjósa) en mér blöskrar hins vegar svona málflutningur og lýsi frambjóðendur Framsóknar ómenni sem ekki eiga skilið að setja fót sinn inn fyrir Alþingi.
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrðu, hvernig kem ég höndum yfir þennan æðislega borða sem þú hannaðir fyrir framsókn hér að neðan?
Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 01:24
Þessi tugga þeirra: Árangur áfram ekkert stopp (á spillingunni) og handbremsustoppið og hræðsluáróðurinn um atvinnuleysi er bara aumkunarvert. Af hverju eru þeir svona heimskir að reyna að markaðssetja ástand sem var við lýði fyrir stríð? Þetta virkar kannski á gamla fólkið en yngstu kynslóðirnar vita ekki einu sinni um hvað þeir eru að tala. Auk þess að ef það er hætta á atvinnuleysi framundan afhverju þurfum við yfir 30.000 erlenda aðila til að manna störfin hér?
Þetta er bara léleg markaðssetning flokks sem er hræddur um að geta ekki borgað kosningastjórunum sínum með feitum embættum.
Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2007 kl. 01:28
Gaukur, útgáfu af honum er að finna hér:
http://www.aod.aau.dk/stud/iher04/xBekkertStopp4.gif
og ég tek það fram að ég tel mig geta stutt allt sem kemur fram í honum.
Ingólfur, 7.5.2007 kl. 01:31
Takk!
já, leggjumst á bæn og vonum að Framsókn falli niður í örfylgi!!
Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 01:50
æ.. ég er svo tæknifatlaður.. hvernig save-a ég þetta til að setja þetta t.d. á síðuna mína??
Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 01:53
Til þess að setja inn hreyfimyndir þarf maður að fara í HTML ham og setja inn:
<img src="http://www.aod.aau.dk/stud/iher04/xBekkertStopp4.gif">
það ætti að nægja.
Ingólfur, 7.5.2007 kl. 02:13
test
Ingólfur, 18.5.2007 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.