Laugardagur, 29. nóvember 2008
Aldrei þessu vant
Aldrei þessu vant hefur LÍÚ rétt fyrir sér.
Það er hreinlega lífsspursmál bæði fyrirtækja og einstaklinga að taka í notkun nothæfan gjaldmiðil á landinu.
Það hefur enginn minnstu trú á krónunni, ekki einu sinni ríkið sem grefur gjaldeyrishöft upp úr fortíðinni í veikri tilraun til að koma í veg fyrir algjört hrun.
En hver heldurðu að vilji koma með krónur ef hann má ekki ekki fara með þær aftur. Það er eins og að leggja pening inn á bók þar sem upphæðin er bundin til óákveðins tíma.
Við þurfum nothæfan gjaldmiðil strax! Ef ESB ætlar að vera með stæla yfir einhliða upptöku Evru að þá eigum við bara að taka upp Bandaríkjadal. ...eða færeyskar krónur. ...eða rússneska rúblur. ...eða Latarbæjarpeninga.
Bara eitthvað nothæft.
LÍÚ vill einhliða upptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Stríðsyfirlýsing ef Bretar koma í veg fyrir lánið
Ef við ættum ekki svona druslu fyrir forsætisráðherra að mundi hann lýsa því yfir opinberlega að það jafnaðist á við stríðsyfirlýsingu ef Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Íslandi er að blæða út og ástandið verður verra með hverjum degi sem líður án þess að neitt gerist.
En það eina sem Geir segir er að hann bara trúi því ekki að þeir verði svo vondir við okkur.Eða eins og einhver sagði, Geir má ekki sjá sandhrúgu án þess að stinga hausnum í hana.
Ég er hræddur um að það sé enginn að stjórna landinu, nema jú Davíð, en eins og Spaugstofan sýndi vel að þá gerir hann illt verra.
Styðja illa Íslendinga hjá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Af hverju ættu fjárfestar að bera traust til Íslands
Ísland missti allt traust heimsins á nokkrum dögum með endalausu klúðri og "misskilningum".
Seðlabankinn er búinn að reyna að þvinga fram traust á krónunni með okurvöxtum sem höfðu þveröfug áhrif og þegar allt fellur eins og spilaborg og margir hafa misst allt sitt og efnahagskerfið er gegnfrosið að þá á að hækka vexti enn meira til þess að fá fjármagn inn í landið.
Vandamálið var hins vegar aldrei að vextirnir væru eitthvað of lágir. Aðal vandamálið er að ríkisstjórnin ætlar að axla ábyrgð með því að sitja sem fastast og halda þar að auki verndarhendi yfir þeim manni sem ber hvað mesta ábyrgð á ástandinu og styðja hann áfram sem skipstjóra Seðlabankans.
Ég mundi ekki treysta þessu liði þó vextirnir væru 100%.
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. október 2008
NO FUCKING WAY!
Það er ekki séns á að ég ætli að taka á mig risavaxið lán til þess eins að tryggja breskum ríkisborgurum spariféð sitt.
Það að Íslendingar hafi verið í ábyrgð upp að 20 þús Evrum fyrir 300000 Icesave reikningum er auðvitað hneyksli, en ef að ráðherrarnir eru svo miklar druslur og aumingjar að þeir ætli að láta þjóðina borga umfram það að þá er ég hættur að borga skattana mína.
Herra Brúnn getur bara átt sig og sín hryðjuverkalög.
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Afsögn! Ekki fyrir að leyna skýrslunni heldur...
Stóra hneykslið við þessari frétt ekki að skýrslunni hafi verið haldið leyndri. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að skýrslan hefði gert illt verra ef hún hefði fengið að sjá dagsljós í sumar og að skynsamlegt hefði verið að halda henni leyndri á meðan unnið væri markvist að því að draga úr umfangi bankanna erlendis og gjaldeyrisvaraforðinn aukinn umtalsvert.
Hneykslið er hins vegar það að ekkert var gert til þess að forða þessari kreppu.Jafnvel þó að enginn hefði séð skýrsluna nema topparnir í Landsbankanum að þá var það siðferðisleg skylda þeirra að bregðast við og reyna að forða því að landið riðaði á barmi þjóðargjaldþrots ef lausafjárskortur myndaðist í heiminum.
En það sem gerir þetta enn alvarlegra er að fulltrúar bæði seðlabankans og fjármálaráðuneytisins var kynnt skýrslan án þess að nokkuð væri gert.Þeir settust ekki einu sinni niður til þess að skipuleggja hvað ætti að gera ef/þegar vart yrði við lausafjárkreppu í heiminum, og þess vegna þurfum við að horfa upp á ráðamenn landsins rembast við að bregðast við hverju vandamáli eftir að það er komið fram og er við það að þurrka út þjóðarbúið.
Eftir stöndum við í rústum landsins og það eina sem Geir getur gert er að vona að ástandið fari nú að lagast.
Ég vona að ráðamenn, t.d. yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins sem áttu að vita um þessa skýrslu, muni taka ábyrgð á því að hafa brugðist þjóðinni, segi af sér og snúi sér frekar að dýralækningum eða bókaskrifum. Á þeim vettvangi stafar í það minnsta minni hætta af afglöpum þeirra.
Ég veit það hins vegar að það eru svipaðar líkur á að sú von verði að veruleika og að von Geirs H Haarde verði að veruleika.
Bankaskýrsla undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Blindi skipstjórinn
Mikið er ég orðinn leiður á aumingjaskapnum í þessari ríkisstjórn okkar. Hún virðist engan veginn vera hæf til að taka á málunum, stoppa frjálst fall krónunnar og koma á vaxtastigi sem fyrirtæki geta búið við.
Það eina sem kemur frá forsætisráherranum er að hann voni "að botninum sé náð" en að þetta sé nú allt saman aðstæðum erlendis frá um að kenna.
Þó það sé rétt að það séu erfiðleikar um allan heima að þá er það okkur sjálfum að kenna að hún kemur svona sérstaklega illa við íslenskt efnahagslíf.
Síðastliðin ár hafa margir reynt að benda á þjóðin er skuldsett langt yfir haus en Geir hefur þá verið duglegur að tala um kaupmáttaraukningu þjóðarinnar sem var að sjálfsögðu honum að þakka.
95% skuldsettir bankar voru bara hið besta mál, því stjórarnir þar borguðu sjálfum sér svo vel að þeir áttu í vandræðum með því að eyða því.
Himinhár viðskiptahalli og heimsmet í stýrivöxtum voru líka í fínu lagi því kaupmátturinn var svo fínn, og algjörlega fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar sú kaupmáttaraukning síðustu ára hverfur á nokkrum vikum og mánuðum þá getur Geir ekkert gert nema vonað að þetta fari nú að lagast.
Ég skora á þessa stjórn hætta þessum aumingjaskap og reyna að standa undir nafni, þ.e.a.s. að stjórna. Setjið fram alvöru markmið, t.d. gengisvísitöluna undir 170 stig fyrir áramót og verðbólgu undir 10%. Og svo að standa við það eða sæta ábyrgð ella.
Ef heimsmarkaðurinn á að fá traust á Íslandi að þá þarf ríkisstjórnin að fara að sýna lit, taka á málunum og síðast en ekki síst að gefa það út að hún muni sæta ábyrgð ef ekki tekst að ná stjórn á efnahagsmálum.
Það mun hins vegar enginn treysta blindum skipstjóra sem bara vonar að hann sé á réttri leið.
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Auglýsum stöðu dómamálaráðherra
Ég held að það hefði verið mun farsælla ef Björn hefði sjálfur sagt upp í dag frekar en lögga sem flestir eru sammála um að hafi staðið sig stórvel.
Núna er Björn að undirbúa stofnun Ríkisnjósna sem fær framvirkar heimildir til þess að hlera landann. Það virðist vera einhver erfðasjúkdómur sem gerir menn æsta í að liggja á hleri hjá nágrannanum, eða pólitískum andstæðingum, í þeirri veiku von að eitthvað misjafnt komi í ljós.
Björn segir að fylla þurfi skörðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. september 2008
Fylgir hugur máli?
Lengi hafa menn bent á möguleikann á tvíhliða upptöku Evru en hvorugur stjórnarflokkurinn hefur haft áhuga á að ræða þann möguleika.
Samfylkingin vill ganga í sambandsríkið þó hún hafi aldrei þorað að flagga því fyrir kosningar og þar sem eina ráð þeirra við efnahagsástandinu er að tala um aðild er greinilegt að þeir vilja nota veika stöðu krónunnar til selja þjóðinni allan ESB pakkann, eingöngu til þess að leysa gjaldmiðilsvandann.
Miðað við málflutning sumra kratanna að þá mætti ætla að þeir gleðjist yfir falli krónunnar og vilji hafna öllum lausnum sem ekki innihalda ESB aðild.
Sjálfstæðismenn vilja á hinn boginn helst ekki tala um nokkuð sem tengist ESB. Halda hausnum í sandinum og segja að allt sé í stakasta lagi með krónuna, þó það hljómi álíka sannfærandi og þegar þeir lýstu fullu trausti á Vilhjálm og Ólaf.
Það var því nánast í nauðvörn sem Björn nefndi möguleikann á tvíhliðaupptöku á Evru og upp úr því var ákveðið að kanna málið, en með fyrirfram gefni niðurstöðu.
Báðir aðilar vilja nefnilega neikvætt svar, Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann vill halda krónunni og Samfylkingin vegna þess að hún vill nota veika krónu til að koma Íslandi í ESB.
Það skiptir ESB engu máli hvort 300 þús manns taki upp Evruna og þeir þurfa ekki einu sinni að hafa raunverulegar áhyggjur af fordæminu sem það gæfi því sú upptaka yrði í gegnum EES samninginn sem aðeins tvö önnur lítil ríki eiga aðild að.
Ef við gætum ekki fengið það í gegn, ef við óskuðum raunverulega eftir því, hvaða séns eigum við þá á að fá undanþágur frá fiskveiðistjórnun sambandsins þegar vel er vitað að ESB veitir aldrei varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu sinni?
Það er alveg ljóst að núverandi gengisstefna, með verðbólgumarkmiði sem aldrei næst og okurvöxtum sem meira að segja ítalska mafían mundi ekki reyna að bjóða nokkrum manni, hefur algjörlega misheppnast og ekki ólíklegt að við sjáum verðbólguna fara yfir 20% áður en hún byrjar eitthvað að lækka.
Þess vegna væri það óábyrgð að kanna ekki hvort rétt sé að skipta út krónunni. Ef við síðan komumst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að kasta krónunni og að Evran henti okkur betur en aðrir möguleikar, að þá eigum við einfaldlega bara að ganga í það verkefni.
Meira að segja þó Brussel setti sig á móti því formlega að þá er það nánast öruggt að þeir aðstoði okkur við það ferli, eins og þegar Svartfjallaland tók upp Evruna í óþökk sambandsins að þá var þeim samt hjálpað til þess á bak við tjöldin.
Það væri hins vegar algjört glapræði að ganga í sambandsríki, sem tekur yfir sífellt fleiri sviðaðildarlandanna, í einhverri neyð eingöngu útfrá hagsmunum tengdum gjaldmiðlinu.
Tvíhliða upptaka evru óraunhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
Árni þrælahaldari
Margar stéttir sem barist hafa fyrir bættum kjörum hafa haft sterk rök fyrir kröfum sínum en ljósmæður hafa sýnt vel fram á það að laun þeirra taka hvorki mið að menntun þeirra né ábyrgð.
En á meðan þær fá enga leiðréttingu að þá skammta þingmenn sér og ráðherrum sínum ríflega og hunsa loforð um að leiðrétta oftöku sína. Þetta eru sömu þingmenn og ráðherrar sem sem aldrei bera neina ábyrgð, hvort sem það eru stjórnarskrárbrot, vinaráðningar í dómarasæti eða ábyrgð á ástandi efnahagsmála, þó það vanti ekki að þeir eigni sér heiðurinn þegar ástandið þar er gott.
Sömu menn eyða hundruðum milljóna í að fá nágranaþjóðir í herleiki, fljúga fram og til baka yfir hálfan hnöttinn á handboltaleik, og ætla að setja milljarða í "hátæknisjúkrahús" á meðan þeir geta ekki borgað mannsæmandi laun fyrir starfmenn núverandi sjúkrahúsa.
Meira að segja borgin getur eytt hálfum milljarði í þrjá kofa eins og ekkert sé, en það er ekkert svigrúm til þess að borga ljósmæðrum í samræmi við menntun og ábyrgð.
Þær hafa í raun ekki annan kost en að segja upp, nema að nú vill Árni banna þeim það og halda þeim nauðugum í vinnu.
Árni ætti að skammast sín og segja af sér, en reyndar væri hann löngu búinn að því ef hann kynni það.
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Var þetta markaðsátak fyrir sölu og dreifingarstarfsemi?
Margir hafa velt því fyrir sér hvað tvítugir strákar hafi verið að gera þarna inni á skólalóð á miðjum skóladegi.
Núna þegar upplýst hefur verið að ökumaðurinn sé grunaður um vörslu fíkniefna og verið undir áhrifum þeirra að þá er ljóst að enn meiri hætta stafaði af akstrinum.
En einnig er líklegt að þarna hafi þeir verið að nota fyrsta skóladaginn til markaðsátaks með því að reyna að ganga í augum á nemendunum og vekja umtal innan skólans, og vekja þannig athygli á vöru sinni.
Ef tilgangurinn hefði hins vegar bara verið að þenja bílinn að þá eru fjölmörg svæði mun betur til þess fallin en skólaleikvöllur.
Hald lagt á sportbílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar