Leita í fréttum mbl.is

Ódýrast er að ég ráði öllu

Eins og Birgir bendir á að þá er rekstur Alþingis dýr til þess að spara finnst mér að það ætti að leggja bæði það og ríkisstjórnina niður og láta mig bara sjá um þetta allt.

Kosningar eru líka dýrar og óþarfa lúxus núna þegar allir þurfa að spara.

En í alvöru talað að þá snýst þessi málflutningur aðeins um það að Sjálfstæðisflokkurinn er skíthræddur við það að almenningur fá að endurreisa lýðræðið á kostnað flokksræðisins.

Stjórnkerfi okkar er rotið, lýðræðið okkar er í molum og hver einasta breyting sem gerð hefur verið á stjórnarskrá og kosningalögum hefur styrkt núverandi flokka í sessi.

Þess vegna er bráðnauðsynlegt að halda stjórnlagaþing þar sem almennir pólitíkusar halda sig fjarri.

Og öfugt við það sem Sjálfstæðismenn reyna að telja fólk trú um að þá þarf stjórnlagaþing alls ekki að vera dýrt.

Það er fáránlegt að ætla stjórnlagaþingi að sitja í 18 mánuði. Við erum að tala um að fulltrúar væru venjulegt fólk sem er vant að vinna vinnuna sína án endalausra málalenginga. 3-6 mánuðir er alveg nægur tími til þess að vinna vandaða stjórnarskrá. Og jafnvel er ekki víst að starfið þyrfti að vera full vinna. Og þar með væri óþarfi að borga fullt þingfarakaup.

Það er líka hægt og jafnvel æskilegt að sleppa kosningu fulltrúana og velja þá frekar með hlutkesti annað hvort úr þjóðskrá eða meðal þeirra sem lýstu yfir áhuga á þátttöku.

Þannig ætti að fást gott þversnið þjóðarinnar.

Lykilatriðið væri bara að almenningur fengi að kjósa um nýju stjórnarskránna án þess að Alþingi fiktaði í tillögunum fyrst.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ákvæðið ekki "bara barn síns tíma"?

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú ekki verið að láta lög stoppa sig síðustu ár og ekki hefur stjórnarskráin heldur verið hátt skrifuð hjá þeim.

Núna þegar traust á yfirvöldum er í sögulegu lágmarki að þá er mikilvægt að fá einhvern í þetta jobb sem almenningur treystir.

Sama hvaða íslendingur hefði verið valinn í þetta að þá hefði fólk tengt hann einhverjum flokki, og ef það hefði ekki tekist að þá hefði hann verið flokkaður með einhverjum útrásarvíkingnum.

Þarna virðist vera hæfur maður sem ekki er hægt að tengja inn í flokksklíkurnar. Um það er ekki deilt.

Eini gallinn við hann virðist vera þjóðerni mannsins.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli að hæfur norðmaður sinni þessu tímabundið þar til búið verður að auglýsa stöðuna.


mbl.is Stjórnskipuleg óheillaskref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Er þetta virkilega frétt? Að sá sem Guðlaugur vann síðast í prófkjöri segi á bloggsíðu sinni að hann hafi þurft að berjast hart fyrir því?

En þetta er sett í flokk með helstu fréttum á mbl.is á meðan sami miðill fæst ekki til að birta tilkynningar frá samtökum eins og lýðveldisbyltingunni, þó svo að efni þeirra tilkynninga snúist um mál sem stór hluti þjóðarinnar kallar eftir, þ.e.a.s. stjórnlagaþing.


mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjössi bara fattar ekki

Forsetinn á ekki að blanda sér í hversdaglega flokkapólitík heldur að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Og það er nákvæmlega það sem þetta gengur út á hjá Óla.

Hann er að telja fram það sem hann telur að þjóðin þurfi til þess að sátt náist í þjóðfélaginu og að traust eigi að nást á milli almennings og stjórnvalda.

 

Ekkert að þessu ætti nokkur flokkur að setja sig upp á móti. Ekki nema að persónuleg óvild þeirra á forsetanum sé sterkari ósk þeirra um bættan þjóðarhag.

 

  1. Samfélagssátt
  2. Bráðaaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
  3. Kosningar
  4. Umræður og hugsanlegar breytingar á stjórnskipun landsins. 

 Þetta eru einfaldlega meðal mikilvægustu verkefnum næstu stjórnar sama hvort forsetinn leggur það til eða ekki.


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þetta

Mér líst ansi vel á að gera svona appelsínugula byltingu.

 

Ég styð friðsamleg en ágeng mótmæli held ég að sé vænlegast til árangurs núna. Það þarf að passa að enginn meiðist en hins vegar skulu ríkisstjórnin og almennir þingmenn ekki fá að láta eins og þeir heyri ekki í mótmælendum.

Það er alveg að takast, það þarf bara smá þolinmæði.

 

 

 

Síðan hérna er komin í byltingarlitinn.


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum vopnahlé milli mótmælenda og lögreglu

Það hefur verið mikið álag á lögreglunni síðan á þriðjudag, lögreglumenn hafa þurft að standa vaktina stærsta hluta sólarhringsins og það með skyrsletturnar á sér.

Það er því skiljanlegt, þó það afsaki það ekki, að einhverjir lögreglumenn hafi gengið of lengt með kylfu eða úðabrúsa. Og sumir mótmælendur hafa líka gengið allt of langt.

 

Ég styð alveg ágeng mótmæli, þar sem mótmælendur neita að færa sig eða jafnvel að umkringja bíl Geirs, lemja Alþingishúsið o.s.frv. og ég græt það ekkert þó einhverjar rúður brotni.

 

Það þarf hins vegar að vera algjör grundvallarregla að valda ekki meiðslum á fólki. Þess vegna er það algjörlega óafsakanlegt að kasta grjóti í fólk. Það er í raun stórhættuleg líkamsárás.

Þess vegna er það skiljanlegt en um leið mjög sorglegt að lögreglan grípi til táragas í fyrsta skipti í næstum 60 ár. En því miður veldur það líklega því að mótmælendur gangi enn lengra.

 

Almenningur er ekki að mótmæla lögreglunni en út af þessum átökum er öll athyglin á þetta. Fjölmiðlar fara að tala við lögguna og spyrja hana útúr í stað þess að fjalla um ríkisstjórnina og krefja hana um viðbrögð við mótmælunum.

 

Ég skora á mótmælendur og lögregluna að slíðra sverðin og reyna að vinna saman. Við byggjum ekki nýtt Ísland með grjótkasti og táragasi.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Ef fréttin í Kastljósi um ráðningu á þyrluflugmönnum er rétt að þá er það klárlega spilling á háu stigi.

Þarna virðist embættismaður fara með þyrlusveitina sem sína einkaeign og hunsar algjörlega skyldur sínar um að gæta jafnræðis, hlutleysis og að tryggja að ráðið sé á faglegum forsendum.

Það sem meira er, ríkið er alveg örugglega skaðabótaskylt gagnvart umsækjendunum.

Hvort sem sá sem stóð að ráðningunni hafi annars staðið sig í starfi eða ekki skiptir ekki lengur máli, það að svona sé staðið að málum þýðir að sá hinum sama er ekki lengur stætt í starfi. Spilling á ekki að líðast, ekki á neinum stigum stjórnkerfisins.

 

En þar komum við einmitt að vandamálinu. Ráðherrar hafa það að reglu fremur en hitt að ráða ófaglega í stöður. Þjóðin er meira að segja svo vön þessari spillingu að hún kippir sér ekki lengur upp við það.

Getum við krafist að spilltir embættismenn víki þegar spilltir stjórnmálamenn sitja sem fastast?

Af hverju ættu embættismenn ekki að vera spilltir. Börnin læra nú einu sinni það sem fyrir þeim er haft.


mbl.is Flugmaður í mál við Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilt kjörtímabil afturábak

Það er ekkert smá skref til baka sem launamenn þurfa að þola. Á örfáum vikum höfum við farið fjögur ár aftur í tímann vegna bankahrunsins.

Og á sama tíma lætur Geir H Haarde og félagar hans í ríkisstjórn eins og hrunið sé bara eitthvað sem við lentum í. Bara eins og innbrot sem húseigandinn á enga sök á.

En hver seldi bankana og sá til þess að eigendur þeirra hefðu frelsi til að spila Mattador með þjóðina að veði? 

 

Jú kannski er þetta eins og að lenda í innbroti. Manni líður svona svipað, að einhver ókunnugur hafi vaðið inn til manns á skítugum skónum og hirt öll verðmæti af manni án þess að bera nokkra virðingu fyrir húsinu eða þeim sem þar búa.

En í raun getur maður varla ásalað innbrotsþjófunum þegar húsbóndinn skildi allt eftir galopið fyrir hvern sem er að ganga inn og hirða sem hann vildi.

 

Fjögur ár horfin. Sá litli árangur sem verkföll, yfirvinnubönn og fjöldauppsagnir hafa borið, fyrir utan bara almenna kjarasamninga, allt farið og á meðan hækka öll lán upp úr öllu valdi.

 

Og á meðan lætur ríkisstjórnin eins og þetta sé bara eitthvað sem skeði og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Engar afsagnir. Engar kosningar boðaðar. Ekki einu sinni afsökunarbeiðni.

Nei nei, skríllinn fær bara að segja sitt álit eftir 2 ár þegar vonandi nógu margir verða búnir að gleyma málinu.

Ég spái því nú samt að fólkið muni muna þetta, enda ekki auðvelt að gleyma reikningi upp á 750 þús eða meira á haus, þar með talið nýju jólabörnin. 


mbl.is Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljarðaþjófnaður ekki milljarðahagnaður

Hvað er þetta annað en þjófnaður þegar maður fær fjórðung af 8,6 milljörðum á 1 milljarð?

Ekki bauðst mér að kaupa í þessu fyrirtæki á hálfvirði þannig annað hvort hefur Finnur haft stjórn Samvinnutrygginga í vasanum eða þá kann þetta fólk ekki að reikna.

 

Í hvert skipti sem svona spillingarmál koma upp án þess að viðkomandi séu sóttir til saka, að þá lækkar siðferðisstaðall landsmanna og þeir sætta sig við meiri spillingu án þess að mótmæla því. 


mbl.is Milljarðahagnaður á viðskiptum með Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn lætur kúga sig

Þá er það staðfest, ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki rekið einn vanhæfasta Seðlabankastjóra á byggðu bóli er að hann er mað fyrverandi stærsta stjórnmálaflokk landsins í vasanum.

  • Maðurinn sem einkavinavæddi bankana.
  • Maðurinn sem bjó til umhverfið fyrir útrásarvíkingana
  • Maðurinn sem aðskyldi Fjármálaeftirlitið frá Seðlabankanum
  • Maðurinn sem skipaði sjálfan sig Seðlabankastjóra
  • Maðurinn sem hélt uppi peningamálastefnu sem hafði gríðarlega slæm áhrif og hærra vaxtarstig en Sykileyjarmafían treystir sér til að hafa á sínum okurlánum
  • Maðurinn sem brást kolvitlaust við hruni Glitnis
  • Maðurinn sem tilkynnti um Rússalánið sem ekki var
  • Maðurinn sem lækkaði vextina þegar hann vissi að hann þyrfti að hækka þá aftur að skipun AGS nokkrum dögum síðar
  • Maðurinn sem situr í skjóli hótunnar um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.
    (fólki er frjálst að bæta við listann)

Til hamingju allir Sjálfstæðismenn. Þið eruð aðilar að mestu hneysu í íslenskri stjórnmálasögu, og þó víðar væri leitað.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 689

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband