Leita í fréttum mbl.is

Árni þrælahaldari

Margar stéttir sem barist hafa fyrir bættum kjörum hafa haft sterk rök fyrir kröfum sínum en ljósmæður hafa sýnt vel fram á það að laun þeirra taka hvorki mið að menntun þeirra né ábyrgð.

En á meðan þær fá enga leiðréttingu að þá skammta þingmenn sér og ráðherrum sínum ríflega og hunsa loforð um að leiðrétta oftöku sína. Þetta eru sömu þingmenn og ráðherrar sem sem aldrei bera neina ábyrgð, hvort sem það eru stjórnarskrárbrot, vinaráðningar í dómarasæti eða ábyrgð á ástandi efnahagsmála, þó það vanti ekki að þeir eigni sér heiðurinn þegar ástandið þar er gott.

 

Sömu menn eyða hundruðum milljóna í að fá nágranaþjóðir í herleiki, fljúga fram og til baka yfir hálfan hnöttinn á handboltaleik, og ætla að setja milljarða í "hátæknisjúkrahús" á meðan þeir geta ekki borgað mannsæmandi laun fyrir starfmenn núverandi sjúkrahúsa.

Meira að segja borgin getur eytt hálfum milljarði í þrjá kofa eins og ekkert sé, en það er ekkert svigrúm til þess að borga ljósmæðrum í samræmi við menntun og ábyrgð.

 

Þær hafa í raun ekki annan kost en að segja upp, nema að nú vill Árni banna þeim það og halda þeim nauðugum í vinnu.

Árni ætti að skammast sín og segja af sér, en reyndar væri hann löngu búinn að því ef hann kynni það. 


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr..

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að setja saman myndband um málið. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband