Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Sunnudagur, 7. mars 2010
Þingmeirihluti er ekki lengur nóg
Ólafur Þ. segir það undarlegt að ríkisstjórnin hafi ekki dregið lögin til baka þar sem þau voru í raun úreld og enginn að berjast fyrir samþykki þeirra. Og hann segir að ríkisstjórnin hafi kannski ekki talið sig hafa meirihluta fyrir því.
Ég held að hún hefði alveg haft meirihluta fyrir því, en það er ekki lengur nóg.
Stjórnarandstaðan telur það sitt hellst verkefni að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir að byggja hérna upp landið eftir hrun, og hún hefði bara tafið málið framyfir kosningarnar.
Þannig er þingmeirihluti ekki nægjanlegur á meðan minnihlutinn er tilbúinn að stöðva allt, til þess að eyðileggja fyrir.
Atkvæðagreiðslan sérkennileg um margt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. mars 2010
Hvað má ICESAVE málið kosta mikið?
Hvað má ICESAVE málið að kosta mikið áður en við afgreiðum það?
Hvað er það búið að kosta okkur nú þegar? Veikara gengi, erfiðari fjármögnun atvinnulífsins, meira atvinnuleysi, tíma og athygli stjórnmálamanna í öllum flokkum, lánstraust, og þá er ekki talinn sá beini kostnaður sem hefur farið í lögfræðikostnað, samninganefndir, utanlandsferðir, kosningarnar og vinnu embættismanna.
Hvað þurfum við að borga meira áður en þetta mál verður afgreitt?
Ég held að við getum treyst því að stjórnarandstaðan geri sitt allra besta til þess að tefja þetta mál, enda hagnast þeir á því að halda því óleystu.
Þegar upp er staðið hefði líklega verið langt um ódýrara fyrir okkur ef upprunalegu Icesave samningarnir hefðu verið verið samþykktir "óséðir", því á meðan stjórnarandstaðan hugsar bara um að eyðileggja fyrir stjórninni, að þá mun ekkert ganga í uppbyggingunni.
Stund samstöðunnar runnin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. mars 2010
Hver var kjörsóknin?
Í öllum kosningum sem ég man eftir hafa kjörstjórnir byrjað á því að segja hver kjörsóknin hafi verið.
"Á kjörskrá voru bla bla bla, alls greiddu atkvæði bla bla..."
En nú var enginn sem minntist á kjörsóknina. Hvers vegna ekki?
Það var vitað að hún væri afskaplega dræm en það mátti greinilega ekki upplýsa hve dræm hún var.
Simmi var síðan auðvitað bara fyndinn þegar hann reyndi að halda því fram að kjörsóknin væri bara fín, með því að miða hana við lönd þar sem kjörsókn er almennt dræm.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar