Leita í fréttum mbl.is

Hver var kjörsóknin?

Í öllum kosningum sem ég man eftir hafa kjörstjórnir byrjað á því að segja hver kjörsóknin hafi verið.

"Á kjörskrá voru bla bla bla, alls greiddu atkvæði bla bla..."

En nú var enginn sem minntist á kjörsóknina. Hvers vegna ekki?

 

Það var vitað að hún væri afskaplega dræm en það mátti greinilega ekki upplýsa hve dræm hún var.

 

Simmi var síðan auðvitað bara fyndinn þegar hann reyndi að halda því fram að kjörsóknin væri bara fín, með því að miða hana við lönd þar sem kjörsókn er almennt dræm.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú tekur greinilega ekki vel eftir, kjörsókn var yfir 50% sem er mjög gott.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 22:43

2 identicon

Breytir kjörsóknin öllu?

Þeir sem hafa vit á því að mæta á kjörstað geta haft áhrif, eins í dag. Í öllum kjördæmum greiddu 93,1% þátttakenda atkvæði gegn lögunum en 1,6% með þeim.

Ef þú tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu þá áttu ekki rétt á að hafa skoðun á útkomunni....gildir þá einu hvort það séu alþingiskosningar eða eurovision ;-)

orri 6.3.2010 kl. 22:55

3 Smámynd: Ingólfur

Jú ég tek vel eftir. Tók t.d. eftir að þetta voru ekki lokatölur.

Þó er þetta sjálfsagt ekki langt frá þessu, og líklega í fyrsta skipti sem einhver hefur verið ánægður með kjörsókn undir 80% á Íslandi.

Ingólfur, 6.3.2010 kl. 23:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í kvöld stefndi í allt að 60% kjörsókn. Sigmundur Davíð formaður Framsóknar vildi meina að það væri með því besta sem gerist í heiminum að undanförnu.

Meðaltal í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi er hinsvegar 61,6% en þar ber að athuga að þær voru haldnar fyrir stofnun lýðveldisins og sú síðasta var einmitt um það mál og þá mættu allir sem vettlingi gátu valdið eða 98,4%.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Ingólfur

Orri, kjörsóknin er eina spennan sem var í þessum kosningum.

Niðurstaðan skiptir engu máli því það var verið að kjósa á milli tveggja úreldra samninga.

Kosningarnar hefðu alveg eins getað verið að kjósa um hvort við viljum logn og 20°hita á morgun.

Síðan er mér létt sama hvort þér finnist að ég megi tjá mig um kosningarnar eða ekki.

Ég segi mína skoðun á Eurovision,  fforsetakosningum í Bandaríkjunum og tilgangslausum kosningum á Íslandi, þó ég sjálfur valið, eða ekki haft tækifæri til þess að taka þátt.

Ingólfur, 6.3.2010 kl. 23:28

6 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Ingólfur, þú lætur smáatriðin þvælast fyrir þér. Þetta ætti að vera vel marktækt úrtak þjóðarinnar, einnig það að aðeins um 1% sögðu já.

Staðreynd er að þátttaka í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu er með því besta sem gerist í hinum vestræna heimi í dag. Ef þú ert óánægður með það þá verður það bara að vera svo. þá er það einnig rétt að það hefði verið enn ánægjulegra að sjá 98,4% atkvæðisbærra einstaklinga hafa sagt NEI. Veit þó ekki hvort þú hefðir nokkuð glaðst heldur yfir því frekar en staðreyndum dagsins? En svo var bara ekki og við verðum að láta okkur nægja að kjörsóknin hafi verið með því besta sem gerist meðal þjóða í sambærilegum kosningum.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 7.3.2010 kl. 00:38

7 Smámynd: Ingólfur

Guðmundur, en hvernig færðu út að 98,4% atkvæðisbærra einstakling hafi sagt nei?

Síðustu tölur segja að 93,3% af þeim 60% sem tóku þátt hafi sagt nei.

Það skiptir reyndar ekki máli, niðurstaðan er afgerandi, en ef þú ætlar að telja alla atkvæðabæra einstaklinga með að þá eru það um 56% sem sögðu nei.

Ég er hins vegar ekkert óánægður með niðurstöðuna. Ég bjóst aldrei við því að það mundu margir staðfesta samning sem þegar er úreldur.

Ég bjóst hins vegar við því að það yrði svona 65-70% kjörsókn, sem hefði verið með lægsta móti á Íslandi.

Nú er bara að vona að samningar náist fljótt og að stjórnarandstaðan tefji hann ekki um of. Nóg er þetta  má búið að kosta okkur nú þegar.

Ingólfur, 7.3.2010 kl. 01:20

8 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Rétt er eftir talningu um 50% atkvæða voru 93,6% sem sögðu NEI, sem er um 98% af þeim sem tóku afstöðu, um 98,4% var það skv útgefnum tölum rétt áður. Síðan verður það einhver önnur tala á þessu bili. Slepptu útúrsnúningum og smáatriðum.

Bara til að nefna það þá rakst eitt gullkorn dagsins á síðu Pressunnar í kvöld og haft eftir Steingrími " Frekar finnist honum merkilegt hversu margir hafi sagt já við þessar aðstæður."

Hreint ótrúlegt og hlálegt hvernig "sumir" Já-sinnar reyna að komast upp með að túlka niðurstöður kosningarinnar, annað hvort sér í hag eða eitthvað neikvætt á einn eða annan hátt.

PS það er alveg gefið mál að betri samningar verða gerðir, en ekki með núverandi ríkisstjórn sem er orðin með öllu MARKLAUS. Þjóðstjórn takk.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 7.3.2010 kl. 02:01

9 Smámynd: Ingólfur

Ég var ekkert að reyna að túlka niðurstöðuna, ég hef sagt að hún væri afgerandi. Það varst þú sem fórst að draga alla atkvæðabæra menn inn í þetta.

Og af hverju að fá þá aðila inn í ríkisstjórn sem hafa unnið gegn því að þetta mál leysist, kostað þjóðina þarmeð stórfé, og hafa mest á samviskunni varðandi hrunið?

Ingólfur, 7.3.2010 kl. 10:34

10 Smámynd: Ólafur Als

Að bera saman þessa þjóðaratkvæðagreiðslu við almennar þingkosningar er sérkennilegt. Veit ekki hvaða tilgangi það þjónar. Fyrir þá sem til þekkja, þá er ljóst að þátttaka er mjög góð samanborið við önnur lönd sem við berum okkur saman við.

Það hlýtur að vera lýðum ljóst, jafnvel dindlum núverandi valdhafa, að kjörsókn var nálægt því sem búast mátti við, jafnvel betri. Hve afgerandi niðurstaðan var kemur mér og fleirum á óvart og setur ugg í brjóst valdhafa og þeirra helstu stuðningsmanna. Flestir hafa þó vit á því að þegja, enn sem komið er.

Hvað varðar rökstuðning þinn, Ingólfur, um að stjórnarandstaðan hafi unnið gegn lausn þessa máls og þar með kostað ríkið og okkur öll stórfé, þá fellur hann um sjálfan sig - því á þeim nótum hefði átt að ganga til samninga strax á útmánuðum ársins 2008, þó svo að vextir hefðu verið á okurplani - eitt af því sem núverandi valdhafar fullyrtu, var að koma Icesave í betri farveg og afurðin var lögð fram sumarið 2009. Hve mikið tapaðist við þær tafir? Nei, svona vitleysa gengur vitanlega ekki upp og ekki hugsandi mönnum bjóðandi.

Ef forheimskun valdhafa og þeirra stuðningsmanna heldur áfram munu dagar núverandi valdstjórnar taldir. Ég hef ekki haft það efst á óskalista mínum, þrátt fyrir að líta á mig sem hægrimann. Nú, hins vegar, kann það að breytast og það virðist æ fleirum ljóst orðið að tvíeykinu, samfylkingu og vinstri grænum er ekki treystandi til þess að leiða þjóðina út úr óförum fortíðar.

Ólafur Als, 7.3.2010 kl. 11:44

11 Smámynd: Ingólfur

Ólafur, vertu bara ánægður með um 60% kjörsókn. Það er sjálfsagt hægt með því að bera okkur saman við lönd þar sem kjörsókn er almennt dræm.

Hitt er hins vegar staðreynd að töfin kostar þjóðfélagið tugi milljarða í hverjum mánuði. Og auðvitað gerði hún það líka á meðan var verið að gera upprunalegu samningana. En einhverntíman verður maður að stopp, eða vill fólk hafa þetta hangandi yfir sér næstu árin?

Ingólfur, 7.3.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband