Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fimmtudagur, 25. september 2008
Auglýsum stöðu dómamálaráðherra
Ég held að það hefði verið mun farsælla ef Björn hefði sjálfur sagt upp í dag frekar en lögga sem flestir eru sammála um að hafi staðið sig stórvel.
Núna er Björn að undirbúa stofnun Ríkisnjósna sem fær framvirkar heimildir til þess að hlera landann. Það virðist vera einhver erfðasjúkdómur sem gerir menn æsta í að liggja á hleri hjá nágrannanum, eða pólitískum andstæðingum, í þeirri veiku von að eitthvað misjafnt komi í ljós.
Björn segir að fylla þurfi skörðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. september 2008
Fylgir hugur máli?
Lengi hafa menn bent á möguleikann á tvíhliða upptöku Evru en hvorugur stjórnarflokkurinn hefur haft áhuga á að ræða þann möguleika.
Samfylkingin vill ganga í sambandsríkið þó hún hafi aldrei þorað að flagga því fyrir kosningar og þar sem eina ráð þeirra við efnahagsástandinu er að tala um aðild er greinilegt að þeir vilja nota veika stöðu krónunnar til selja þjóðinni allan ESB pakkann, eingöngu til þess að leysa gjaldmiðilsvandann.
Miðað við málflutning sumra kratanna að þá mætti ætla að þeir gleðjist yfir falli krónunnar og vilji hafna öllum lausnum sem ekki innihalda ESB aðild.
Sjálfstæðismenn vilja á hinn boginn helst ekki tala um nokkuð sem tengist ESB. Halda hausnum í sandinum og segja að allt sé í stakasta lagi með krónuna, þó það hljómi álíka sannfærandi og þegar þeir lýstu fullu trausti á Vilhjálm og Ólaf.
Það var því nánast í nauðvörn sem Björn nefndi möguleikann á tvíhliðaupptöku á Evru og upp úr því var ákveðið að kanna málið, en með fyrirfram gefni niðurstöðu.
Báðir aðilar vilja nefnilega neikvætt svar, Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann vill halda krónunni og Samfylkingin vegna þess að hún vill nota veika krónu til að koma Íslandi í ESB.
Það skiptir ESB engu máli hvort 300 þús manns taki upp Evruna og þeir þurfa ekki einu sinni að hafa raunverulegar áhyggjur af fordæminu sem það gæfi því sú upptaka yrði í gegnum EES samninginn sem aðeins tvö önnur lítil ríki eiga aðild að.
Ef við gætum ekki fengið það í gegn, ef við óskuðum raunverulega eftir því, hvaða séns eigum við þá á að fá undanþágur frá fiskveiðistjórnun sambandsins þegar vel er vitað að ESB veitir aldrei varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu sinni?
Það er alveg ljóst að núverandi gengisstefna, með verðbólgumarkmiði sem aldrei næst og okurvöxtum sem meira að segja ítalska mafían mundi ekki reyna að bjóða nokkrum manni, hefur algjörlega misheppnast og ekki ólíklegt að við sjáum verðbólguna fara yfir 20% áður en hún byrjar eitthvað að lækka.
Þess vegna væri það óábyrgð að kanna ekki hvort rétt sé að skipta út krónunni. Ef við síðan komumst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að kasta krónunni og að Evran henti okkur betur en aðrir möguleikar, að þá eigum við einfaldlega bara að ganga í það verkefni.
Meira að segja þó Brussel setti sig á móti því formlega að þá er það nánast öruggt að þeir aðstoði okkur við það ferli, eins og þegar Svartfjallaland tók upp Evruna í óþökk sambandsins að þá var þeim samt hjálpað til þess á bak við tjöldin.
Það væri hins vegar algjört glapræði að ganga í sambandsríki, sem tekur yfir sífellt fleiri sviðaðildarlandanna, í einhverri neyð eingöngu útfrá hagsmunum tengdum gjaldmiðlinu.
Tvíhliða upptaka evru óraunhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
Árni þrælahaldari
Margar stéttir sem barist hafa fyrir bættum kjörum hafa haft sterk rök fyrir kröfum sínum en ljósmæður hafa sýnt vel fram á það að laun þeirra taka hvorki mið að menntun þeirra né ábyrgð.
En á meðan þær fá enga leiðréttingu að þá skammta þingmenn sér og ráðherrum sínum ríflega og hunsa loforð um að leiðrétta oftöku sína. Þetta eru sömu þingmenn og ráðherrar sem sem aldrei bera neina ábyrgð, hvort sem það eru stjórnarskrárbrot, vinaráðningar í dómarasæti eða ábyrgð á ástandi efnahagsmála, þó það vanti ekki að þeir eigni sér heiðurinn þegar ástandið þar er gott.
Sömu menn eyða hundruðum milljóna í að fá nágranaþjóðir í herleiki, fljúga fram og til baka yfir hálfan hnöttinn á handboltaleik, og ætla að setja milljarða í "hátæknisjúkrahús" á meðan þeir geta ekki borgað mannsæmandi laun fyrir starfmenn núverandi sjúkrahúsa.
Meira að segja borgin getur eytt hálfum milljarði í þrjá kofa eins og ekkert sé, en það er ekkert svigrúm til þess að borga ljósmæðrum í samræmi við menntun og ábyrgð.
Þær hafa í raun ekki annan kost en að segja upp, nema að nú vill Árni banna þeim það og halda þeim nauðugum í vinnu.
Árni ætti að skammast sín og segja af sér, en reyndar væri hann löngu búinn að því ef hann kynni það.
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar