Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Var þetta markaðsátak fyrir sölu og dreifingarstarfsemi?
Margir hafa velt því fyrir sér hvað tvítugir strákar hafi verið að gera þarna inni á skólalóð á miðjum skóladegi.
Núna þegar upplýst hefur verið að ökumaðurinn sé grunaður um vörslu fíkniefna og verið undir áhrifum þeirra að þá er ljóst að enn meiri hætta stafaði af akstrinum.
En einnig er líklegt að þarna hafi þeir verið að nota fyrsta skóladaginn til markaðsátaks með því að reyna að ganga í augum á nemendunum og vekja umtal innan skólans, og vekja þannig athygli á vöru sinni.
Ef tilgangurinn hefði hins vegar bara verið að þenja bílinn að þá eru fjölmörg svæði mun betur til þess fallin en skólaleikvöllur.
Hald lagt á sportbílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Takk fyrir mig!
Hér í Álaborg söfnuðust nokkrir tugir íslendinga saman til þess að horfa á úrslitaleikinn við frakkana og þrátt fyrir úrslitin að þá var hverju marki fagnað og klappað vel fyrir liðinu í lokin.
Það er búið að vera frábært að vera Íslendingur síðustu 2 vikurnar og geta eignað sér þetta frábæra lið sem hefur sannað að þeir geta unnið hvaða lið sem er.
Í úrslitaleiknum fannst mér að það vantaði aðallega bara einbeitingu, og þegar maður er að spila við Frakkana sem gera fá mistök, að þá má ekki klúðra neinum tækifærum.
Það skiptir hins vegar ekki máli, "strákarnir okkar" voru í mínum huga búnir að "vinna" í fyrradag og liturinn á medalíunni skiptir litlu máli.
Takk fyrir mig.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
SKÍTT MEÐ LANDIÐ! SKÍTT MEÐ REI
Eitt fyrsta verk nýs meirihluta er að ráðast í Bitruvirkjun.
Þetta gerir stóriðjumeirihlutinn þrátt fyrir að Skipulagsstofnun hafi gefið virkjuninni falleinkunn vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsstofnun segir framkvæmdina óviðunandi vegna "verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu".
En það er ekki nóg með það nýr meirihluti skíti á landið og spúi brennisteini yfir Hvergerðinga, hann ætlar að bæta þessum framkvæmdum við þær framkvæmdir sem Orkuveitan hefur þegar ákveðið að ráðast í, þó eiginfjárstaða hennar sé hættulega lág fyrir.
En það er allt í lagi að skuldsetja Orkuveituna vegna þess að jarðhitavirkjanir séu svo arðbærar að þetta sé nánast hættulaus fjárfesting. Eða það gat maður lesið í Fréttablaðinu á dögunum.
En þegar kemur að því að nota þekkinguna úr Orkuveitunni til arðbærra verkefna erlendis að þá eru jarðhitavirkjanir ennþá áhættusaman og óásættanlegt að borgin taki þátt í þannig áhættufjárfestingum.
Þess vegna á að gera REI að fjárfestingasjóði þar sem þekkingin verður verðmetin og aðrir látnir fjármagna verkefnin.
Það hljómar kannski ágætlega, svona þar til maður áttar sig á því að í núverandi ástandi er allt verðmat í algjöru lágmarki og ágóðinn mun aðallega fara til þeirra sem koma nýir inn.
Það er nefnilega algjört brot gegn sannfæringu Sjálfstæðismanna að opinbert fyrirtæki geti grætt á einhverjum verkefnum. Slíkt er aðeins fyrir einkaaðila.
Annars er það markvert í nýja málefnasamningnum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur snarsnúist í flestum málefnunum.
Rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Borgarstjóri í einn dag
Stundum er spurt Hvað mundir þú gera ef þú værir borgarstjóri í einn dag? Líklega heyrast svona spurningum oftast beint til barna, en í dag virðist þetta vera einkennisorð borgarstjórnar.
Nú er komið að Hönnu Birnu að prófa stólinn og og hvað biður hún borgarbúa um? Jú hún biður um tíma til að láta verkin tala. Nákvæmlega það sama og fráfarandi borgarstjóri bað um, en við vitum jú öll hvernig það fór.
Ég er ekki frá því að skárra væri bara að láta krakka um þetta. Það væri meira að segja hægt að slá tvær flugur í einu höggi, fjölga leikskólaplássum og bæta borgarstjórnina með því að skipta borgarfulltrúum út fyrir leikskólakrakka í ráðhúsinu.
Hanna Birna kjörin borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Nauðsynlegt til að koma á samkeppni
Nauðsynlegt til að koma á samkeppni
Nýi diskurinn með íslensku hljómsveitinni Sigurrós kostar 2500 kall í Skífunni. En ef maður kaupir hann frá útlöndum, t.d. amazon.co.uk, að þá kostar hann þúsundkalli minna, þar með talinn 100 í vask.
Flutningsfyrirtækin hirða hins vegar tæpan 500 kall í gjald fyrir þjónustuna að rukka mann um 100 kallinn í virðisaukaskatt.
Þannig er mismunurinn milli Skífunnar og Amazon helmingaður í þessu tilfelli og hagurinn minnkar af því að panta erlendis frá, ekki vegna þess að sendingarkostnaðurinn er mikill, heldur vegna þess að það kostar allt að 5 sinnum virðisaukann að innheimta hann.
Núverandi kerfi er því að hamla samkeppni og verður að breyta sem fyrst.
Vill fella niður tolla og skatta af ódýrustu pökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Verður kosningabarátta xB borguð með álpeningum
Það er greinilegt að Framsókn með sinn 2% stuðning setur það á oddinn að greiða veg álversins í Helguvík með því að ráðast í Bitruvirkjun.
Þrátt fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi staðið að einrómasamþykkt þess að hætta við Bitruvirkjun, vegna þess að "bygging virkjunarinnar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu," að þá er núna í lagi að fórna náttúrunni.
Sjálfsagt afsaka þeir þetta með því að vísa í "atvinnuástandið", en ég þori að veðja að í raun sé þetta frekar til að tryggja stuðning Norðuráls við næstu kosningabaráttu Framsóknarflokksins en að þeim sé raunverulega svo annt um að tryggja Keflvíkingum Álver.
Framsókn þarf nefnilega kraftaverk til þess að þurrkast ekki út í næstu kosningum og þar sem kraftaverk eru dýr að þá var þetta líklega frumskilyrði Óskars fyrir samstarfi.
Hanna Birna borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
"Hættið við! Hættið við!"
Þetta hrópuðu ungmennin á pöllunum í ráðhúsinu þegar síðasti meirihluti tók völdin og yfirgnæfandi hluti borgarbúa tók undir í hljóði en sýndi það seinna í könnunum um traust á þeim meirihluta.
Það sáu allir að sá meirihluti hafði hvorki styrk né traust borgarbúa til þess að stjórna borginni og sama skoðun skein úr andlitum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Kjarvalstöðum sem litu út fyrir að þeir væru í jarðarför.
Þeir vissu það vel að þeir voru að bjóða borgarbúum upp á óstjórn en gerðu ekkert, annað en að lýsa yfir fullu trausti á hvert öðru, þ.e.a.s. þegar þeir létu ná í sig.
Það sögðust allir vera sammála um flugvöllinn, Vatnsmýrina, miðbæinn, LHÍ, Bitruvirkjun og REI og meirihlutinn væri sko sterkur því þetta væri nú allt í málefnasamningnum.
Og núna, þegar Sjálfstæðismenn slita meirihlutasamstarfinu vegna málefnaágreinings um þessi sömu mál, að þá reyna þeir að telja borgarbúum trú um það að þeir hafi stofnað til þess meirihlutasamstarfs af fullum heilindum og búist við því að það yrði sterkt samstarf.
Þessir borgarfulltrúar hafa ekki einu sinni þor til þess að viðurkenna það að strax á fyrsta borgarstjórnarfundinum þar sem Ólafur var kosinn borgarstjóri, að þá vildu þeir þeir hlýða hrópum ungmennanna og hætta við.
Það var nefnilega engin ástæða til þess að fara í þetta samstarf önnur en að eyðileggja tjarnarkvartettinn. Það tókst en síðan hefur höfuðborgin nánast verið lömuð vegna deilna.
Hanna Birna og Óskar á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Nýr meirihluti með 28,8% fylgi
Það er í stíl við annað hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að setja saman nýjan meirihluta með minnsta mögulega fylgi borgarbúa, að fráfarandi Ólafsmeirihluta frátöldum.
Í síðustu könnun fengu þessir flokkar einungis stuðnings 28,8% borgarbúa.
Þó svo að það séu kosningar sem gilda að þá er vilja borgarbúa sýnt algjör fyrirlitning með þessum meirihluta.
Og talandi um kosningar að þá fengu þessir flokkar ekki einu sinni stuðning meirihluta borgarbúa í kosningunum.
Ég held að borgarfulltrúaflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti bara allur að skella sér í nám í borgarstjórnarfræðum með Gísla Marteini. Hver veit, kannski er þar einhver kúrs í lýðræði sem er ekki of flókinn fyrir þetta lið.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Ólympíuleikar í meirihlutamyndun
Þó það vanti ekki spennuna í handboltaleikjunum í Kína að þá er það ekkert síðra "afreksfólkið" sem keppt hefur í Ráðhúsinu á þessu kjörtímabili.
Þar er keppti í bílakjallara-flótta, lyftu-leikni, funda-maraþoni, borgastjóra-boðhlaup, borgarstjóra-sölu auk sjálfra meirihlutamyndanna, en þar er keppnin æsispennandi því Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Ólafur F eru með tvo meirihluta hver en allt útlit er fyrir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu og bæti við þriðja meirihlutanum hver.
Til hliðar keppa blaðamenn í fréttasetu og keppa svo við borgarfulltrúana í klukk, en sú keppni er ekki sérlega spennandi því þegar þeir keppa við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eða Ólaf F, að þá eru úrslitin ávalt þau sömu: Ekki náðist i borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins / Ólaf F.
Aðal munurinn á þessum leikum og Ólympíuleikunum er að þessir alþjóðlegu leikar eru á fjögra ára fresti á meðan leikarnir í Ráðhúsinu standa yfir í fjögur ár, þar sem sveitastjórnarlög gera ekki ráð fyrir því að jafn vanhæfir borgarfulltrúar nái kjöri og gera því ekki ráð fyrir möguleikanum á aukakosningum.
Það er því ljóst að borgarbúar muni fá að fylgjast með þessum leikum hátt í tvö ár í viðbót.
Borgarfulltrúar segja fátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Áskorun til fjölmiðla
Í stað þess að flytja eintómar fréttir um stakar hækkanir og lækkanir af hverju leggið þið ekki smá vinnu í að skoða olíuverð á heimsmarkaði og verðið á lítranum hérna heima.
Með því einu að skoða heimsmarkaðsverð í íslenskum krónum nokkra mánuði aftur í tímann er hægt að bera það saman við verðið á dælunni hérna heima því þar með eru gengisbreytingar komnar inn í samanburðinn.
Og núna þegar olíuverð hefur lækkað aftur er lítið mál að sýna lesendum/áhorfendum myndrænt hvað lítraverðið ætti að vera ef olíufélögin væru jafn fljót að lækka og þau eru að hækka.
N1 lækkar eldsneytisverð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar