Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvar er varnarmálastofnun núna?

Á meðan við borgum frökkum stórfé fyrir að elta rússneska birni sem fljúga í kring um landið að þá ganga grænlenskir birnir hér á land hver á eftir öðrum alveg án þess að frakkarnir verða þess varir.

Er nýja varnarmálastofnunin ekki alveg að bregðast þarna?Cool


mbl.is Vill nefna björninn Ófeig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar duglegir að nota almenningssamgöngur

Miðað við hvað það er algengt að það týnast leyniskjöl eða fartölvur með leyniskjölum í lestum í Bretlandi að þá er greinilegt að bretar séu svo duglegir að breska leyniþjónustan sé svo dugleg að nota almenningssamgöngur að það sé óumflýjanlegt að þeir týni þar hinu og þessu, eða þá að þeir séu í meira lagi utan við sig.

Nema að þetta séu svona dead drop aðferðir til þess að skiptast á upplýsingum, þ.e.a.s. að einn skilji eftir pakka og annar komi seinna til að ná í hann, nema að þær hafi eitthvað klúðrast.

 

Svo gæti þetta verið markaðsátak til þess að auka notkun almenningssamgöngur: "Notaðu lestina, aldrei að vita hvað þú gætir fundið.


mbl.is Leyniskjöl skilin eftir af ásettu ráði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þér líkar ekki svarið, spurðu þá bara aftur

Þetta er mottó ESB og það sem þeir gerðu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskránni.

Í þetta skiptið var bara ein ríkisstjórn sem þorði að leyfa þjóð sinni að svara, og hún fékk nei.

 

Við getum hins vegar verið viss um það að Írar verða spurðir aftur -og aftur -og aftur, þar til rétt svar fæst, eða þar til ríkisstjórnin þorir ekki að leyfa þjóðinni að svara. 


mbl.is Írar höfnuðu ESB-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útlit umbúða höfðar til hins íslenska uppruna og hreinnar náttúru landsins"

Nú ætlar MS að selja Skyr til Bretlands sem dýra hágæðavöru og til markaðssetningar ætla þeir að nota "hreina náttúru landsins".

 

Það er nákvæmlega þetta sem sem Björk er að benda á með tónleikunum í Laugardalnum í sumar. Það felast gríðarleg verðmæti í ímynd landsins um að hér sé að finna hreina náttúru.

En ímynd er hins vegar langt í frá varanleg og margar borgir sem og heilu löndin eyða stórfé í að byggja upp ímynd sína og stundum hrinur sú ímynd, jaffnvel með svo lítið sem stökum neikvæðum atburði sem kemst í heimsfréttirnar.

 

Við Íslendingar erum heppnir að því leyti að hafa frekar jákvæða ímynd og þar á náttúra landsins stóran þátt. En ef við ætlum endalaust að byggja álver og olíuhreinsistöðvar, að þá fer sú ímynd smátt og smátt að snúast við.

 

Sumir vilja hins vegar virkja hverja lækjasprænu og hvern volgan blett, og telja það nánast skyldu okkar að framleiða ál svo það sé ekki framleitt með kolum annarstaðar (Þar sem jarðhiti og ár fyrirfinnast hvergi nema á Íslandi?) og segja álframleiðsluna þannig vera umhverfisvæna.

En ég sé það hins vegar ekki fyrir mér að MS selji eina einustu skyrdós út á ímyndina "Við fórnuðum náttúrunni fyrir umhverfisvænsta ál í heima".

 

Þess vegna verðum við að læra að byggja upp annað en bara stóriðju, því þetta gengur ekki áfram endalaust. 

 

Náttúran er verðmæt og jákvæð ímynd er bara hluti af þeim verðmætum. Pössum upp á hana. 


mbl.is Skyr.is til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju halda fjölmiðlar ekki kjafti

Af hverju getur lögreglan ekki haft um það samstarf við fjölmiðla að segja ekki strax frá því þegar upp kemst um stór fíkniefnamál svo lögreglan hafi tíma til þess að finna samstarfsmenn viðkomandi.

Hvernig ætlar lögregla t.d. að reyna að fá eitthvað út úr símahlérunum ef viðkomandi heyra það strax í fréttum að komist hafi upp um innflutning sem þeir tengjast?

 

Mér finnst þetta hafa gerst trekk í trekk að fjölmiðlar keppist við að upplýsa um sem flest smáatriði í smyglmálum sem hljóta að skaða rannsókn málsins.

Það skiptir almenning nákvæmlega engu máli hvort hann fréttir af svona málum samdægurs eða viku seinna. Þess vegna ætti að vera lítið mál fyrir lögregluna að komast að samkomulagi við alla fjölmiðla um ákveðin frest í svona stórum málum. 


mbl.is Hollendingur fluttur suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðssnillingar

Fyrirtæki sem tekst reglulega að selja sínum markhópi ódýrt plast með nokkrum beittum stálköntum á nokkur þúsund krónur pakkann, hljóta að hafa einhverja færustu markaðsfræðinga innanborðs.

Og á þriggja mánaða fresti að þá breyta þeir hönnuninni þannig að allir kaupa sér nýtt sett. Hér í DK kostar þannig sett 4000 kall, og þegar maður þarf ný blöð í þetta að getur pakkinn kostað á þriðja þúsund krónur.

Miðað við hvað er í þessu, framleiðsluaðferðir og fjöldann sem framleiddur er að þá væri eðilegt verð líklega um tíundi hluti, en eina ástæðan fyrir því að þetta er ekki selt á því verði er sú að fólk er tilbúið að borga langt um miera fyrir það að það standi Gillette á pakkanum.


mbl.is Rakvélablöðin bara við kassann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útflutningverðmæti" upp á 300 millur á mánuði

CCP hafa sannað það að það er hægt að skapa verðmæti úr fleiru en bara súráli og fiski.

Þeir hafa virkjað hausinn og eru með á þriðja hundruð þúsund áskrifenda sem hver borgar um 18 dali á mánuði sem gerir samtals yfir 4 milljónir dala, eða 300 milljónir íslenskar í hverjum mánuði.

Auðvitað hefur mikil vinna farið í þetta og líka áhætta í að stofna svona fyrirtæki. En reynslan sýnir samt að svona fyrirtæki framleiða mörgu sinnum meiri verðmæti að meðaltali en t.d. álbræðslur og mun betur launuð störf.

Þess vegna hafa nágrannalönd okkar lagt áherslu á að styðja við svona fyrirtæki og byggja upp atvinnustarfsemi sem er að taka við af hefðbundnum framleiðslustörfum.

Við höfum hins vegar lagt áherslu á álver, og jafnvel olíuhreinsistöðvar, og bjóðum almennum fyrirtækjum hér upp á hæðstu vexti heims.

 

Hvernig væri að vakna upp og koma sér yfir í 21. öldina? 

 


mbl.is Skáldsaga um EVE tölvuleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir 20 vikna óstjórn

Eftir 20 vikna óstjórn í nýjum meirihluta er loks búið að skipta um manninn í brúnni.

Eftir 35 vikna þrjósku þar sem hvert hneykslið á fætur öðru hefur rústað fylgi Sjálfstæðismanna, að þá gáfust þeir loksins upp á að halda pólitísku lífi í góðlátlegum borgarfulltrúa, sem gerði þau mistök að gerast borgarstjóri, og leyfa krónprinsessunni að taka við.

Prinsarnir eru reyndar ekki alveg sáttir við þetta því þeir vildu halda í gamla góðláta borgarfulltrúann áfram svo þeir næðu að styrkja stöðu sína gagnvart krónprinsessunni. Opinbera stefnan er hins vegar, alveg eins og hún er búin að vera, að allir eru ánægðir og allir styðja alla -svona á yfirborðinu.

 

Ég vona það hins vegar innilega að borgarfulltrúarnir hætti núna þessum innbyrðis deilum og byrji loksins að vinna að hagsmunum borgarbúa.

Hver veit, ef við erum heppin að þá koma þeir kannski auga á stóra vandamálið sem 72% borgarbúa hafa þegar komið auga á. Núverandi meirihlutasamstarf er gjörsamlega óhæfur til þess að stjórna borginni.

Skipulag Vatnsmýrarinnar verður í óvissu út kjörtímabilið, REI málið er óleyst og hætta á að starfsmennirnir labbi þar út með þekkingu OR með sér, útlit er fyrir að borgin muni stórtapa á fasteignabraski í miðbænum og aðeins 11% borgarbúa eru ánægðir með þann sem Sjálfstæðisflokkurinn seldi sæti borgarstjóra.

Gerið borgarbúum þann greiða að hætta vitleysunni og bjóða okkur upp á starfhæfan meirihluta. 

 


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægara íslenskt sérákvæði

Það er mun mikilvægara fyrir okkur að fá sérákvæði frá þessum reglum en frá almennu Kyoto ákvæðunum.

Flug er eina samgönguæð landsins við önnur lönd, fyrir utan Norrænu, og kvóti á flugsamgöngur mun hafa verulega íþyngjandi áhrif á samskipti íslendinga við útlönd.

Einnig er ljóst að samkeppni mun nánast hverfa í flugi til og frá Íslandi, þar sem nánast útilokað væri fyrir ný flugfélög að koma inn á markaðinn.

Sömu rök gilda líka fyrir Grænland og Færeyjar og mikilvægt að vinna saman að því að hlustað sé á þau og tekið tillit til okkar hagsmuna. 


mbl.is Flugfélög gætu þurft að kaupa losunarkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hraunið með hann

Fyrir nokkrum dögum tók lögreglan (væntanlega) annan ökumann sem var réttindalaus og bæði fullur og undir áhrifum lyfja.

Það er eins og það skipti suma engu máli þó þeir séu sviptir prófinu, þeir halda áfram að keyra og það sem verra er, þeir keyra þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þeir drepa einhvern.

Þeir gætu eins hent hnífum að handahófi af svölum niður á gangstéttina fyrir neðan. 

Hvað er hægt að gera við þannig fólk annað en að að bara henda þeim í steininn?

 


mbl.is Ölvaður á 171 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband