Leita í fréttum mbl.is

Ef þér líkar ekki svarið, spurðu þá bara aftur

Þetta er mottó ESB og það sem þeir gerðu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskránni.

Í þetta skiptið var bara ein ríkisstjórn sem þorði að leyfa þjóð sinni að svara, og hún fékk nei.

 

Við getum hins vegar verið viss um það að Írar verða spurðir aftur -og aftur -og aftur, þar til rétt svar fæst, eða þar til ríkisstjórnin þorir ekki að leyfa þjóðinni að svara. 


mbl.is Írar höfnuðu ESB-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða rugl er þetta í þer. "Stjórnarskráin" svokallaða sem var lögð undir þjóðina á sínum tíma var stórt skref áfram í átt að meira lýðræði í ESB. Einu mistökin þá voru að kalla sáttmálann "stjórnarskrá" sem hann var vissulega ekki.

Núna var búið að taka tillit til ýmissa þátta sem þóttu vafasamir þá og sáttmálinn lagður aftur undir þjóðina sem hún svo hafnaði á nýn sem er miður því sáttmálinn gekk einmitt út á að auka lýðræði, það sem andstæðingar hafa verið að gagnrýna sem mest að uppá vantaði. :)

Fyndið hvað ESB andstæðingar, sem virðast oftar en ekki hafa hundsvit á því sem sambandið gengur út á, tala hér í mótsögn við sjálfa sig.

En lýðræðið hefur talað, það vill ekki meira lýðræði í ESB. Til hamingju Írland, til hamingju ESB, til hamingu anti-ESB menn á Íslandi. Krónan allt the way, áfram verðbætur og heimsmet í háum vöxtum! Verst þegar maður þarf að svara til saka þegar barnabörnin spyja mann hvað við vorum að pæla. Hvað segjum við þá?

Kv. Svíi.

Svíi 13.6.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gallinn við svona atkvæðagreisðlu er sá að þeir sem eru á móti kjósa.. þeir sem eru meðmæltir kjósa ekki..

Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Ingólfur

Þegar kemur að atkvæðagreiðslum að þá eru þeir sem ekki taka þátt að velja að láta aðra taka ákvörðunina fyrir sig.

Varðandi lýðræðið sem svíinn talar um að stjórnarskráin gefi, að þá er það á kostnað sjálfstæði aðildarríkjanna þar sem meirihluti allra íbúa í ESB sem ráða og geta þannig tekið afstöðu gegn hagsmunum einstakra aðildarlanda.

Málið er að Evrópubúar vilja ekki endilega vera ríkisborgarar í Sambandsríkinu ESB heldur vilja frekar vera fyrst og fremst vera Írar, Frakkar, Bretar o.s.frv.

Ingólfur, 13.6.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var ekki kosningaþáttakan um 42 % ? segir allt sem segja þarf.

Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 17:17

5 identicon

Aðildarríki ESB kjósa sína fulltrúa á þing sem eiga að taka ákvarðanir um svona hluti.

Það segir sig sjálft að nóg sé fyrir þessa fulltrúa, sem eru politískt kjörnir af sínum þjóðum, til að taka svona stórar ákvarðanir. Svona sáttmálar eru það flóknir að það er ekki með nokkru móti hægt að ætlast til þess að fólk skilji hvað sé gott og hvað ekki. Því erum við að sjá kosningaþáttöku upp á 42%.

Lýðræði er vandmeðfarið verkfæri og getur oftar en ekki skaðað sjálft lýðræðið líkt og gerist hér.

Kv. Svíi

Svíi 13.6.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Ingólfur

Mikið eru Evrópubúar heppnir að hafa stjórnmálamenn sem hafa vit fyrir þeim.

Ég held að Evrópubúar geti alveg gert upp hug sinn til þeirrar stefnu ESB að fara enn lengra í átt að sameinuðu sambandsríki.

En eftir eftir að Frakkar og Hollendingar sögðu hug sinn um síðustu stjórnarskrá að þá forðast stjórnmálamennirnir að gefa kjósendum færi á að segja hug sinn.

Í Írlandi að þá vildi ríkisstjórnin ekki halda kosningu um nýju stjórnarskránna en dómstólar úrskurðuðu um það og kröfðust atkvæðagreiðslu.

En Írar verða látnir kjósa aftur og aftur þar til ESB fær já frá þeim, en það eru algjör öfugmæli að halda því fram að slíkt ferli sé í þágu lýðræðis. 

Ingólfur, 13.6.2008 kl. 18:27

7 identicon

Hóst..

Ingólfur: Við erum nú vanir öðru eins hér. Kárahnjúkavirkjun anyone?

Er voða hræddur um það líka að við hefðum ekki orðið aðilar að EES ef sá ómdeilandlega magnaði samningur hefði verið lagður undir þjóðina í kosningum á sínum tíma. Það þarf ekki miklar vangaveltur um hvernig við hefðum það í dag hefði við ekki notið ávaxta EES samningsins sem er reyndar orðinn eins konar "free-rider" samningur í dag gagnvart ESB, en það er nú annað mál.

En samningurinn nýji hefði leiðrétt hinn meinta lýðræðishalla nokkuð en þökk sé Írum þá verður það ekki að veruleika að sinni. Þeir þurfa augljóslega meiri umræðu um þetta og þegar almenningurinn hefur verið "sannfærður" þá fær hann að kjósa aftur, enda ekki nema 42% sem sáu sig knúna til að kjósa.

Kv. Svíi

Svíi 13.6.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Ingólfur

Hluti lýðræðishallans er reyndar sú staðreynd að Evrópukosningar fá sjaldnast góða þáttöku.

En Írar meta það svo að gefa Evrópuþinginu aukið vald á kostnað þjóðríkjanna sé ekki í þeirra þágu.  Það ber auðvitað að virða.

Það er einnig alveg ljóst að þá væri ekki okkur í hag að fela þingi, þar sem við höfum aðeins 0,5% þingmanna, eins og það á að fá yfir málum aðildarríkjanna samkvæmt þessum sáttmála.

Sérstaklega í ljósi þess að hver breyting sem gerð er á ESB felst í því að færa völdin frá þjóðríkjunum til sambandsins. 

Ingólfur, 13.6.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband