Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Laugardagur, 31. maí 2008
Úr myrkrinu heyrði ég rödd er sagði, hlæðu, ver glaður...
Úr myrkrinu heyrði ég rödd er sagði, "Hlæðu, ver glaður, þetta gæti verið verra".
Og ég hló og var glaður, og þetta varð verra!
Þennan frasa heyrði ég sem strákur, þýtt af þýsku barmmerki, og tók í svolítið uppihald vegna skemmtilegrar kaldhæðninni í honum.
Mér datt hann í hug núna vegna þess að það er engu líkara en að nýi meirihlutinn fari einmitt eftir þessari rödd.
Ólafur og dvergarnir sjö brosa allir voða blítt, keppast við að lýsa fullu trausti á hvern annan og þegar kannanir sýna að kjósendur bera ekkert traust til þeirra að þá biðja þeir um tíma, frið og að vera dæmdir af verkum sínum.
Og hvað gerist síðan? Núna hafa þeir fengið lengri tíma en síðasti meirihluti til að sanna sig og útlitið hjá þeim verður stöðugt verra.
Ef að maður sæi ekki hvernig borgin er að líða fyrir þetta ástand að þá mundi maður sjálfsagt bara halla sér aftur og bíða spenntur eftir næstu könnun.
Farið nú að vakna upp og gerið það sem er borgarbúum fyrir bestu.
Fylgi D-lista aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 30. maí 2008
Misnotkun trúarbragða á börnum
Stuttu eftir að þetta mál allt komst í hámæli að þá var viðtal við nokkrar mæður innan söfnuðarins á CNN.
Þó að maður finni að sjálfsögðu til með mæðrunum þegar börnin hafa verið tekin af þeim að þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það sé börnunum fyrir bestu losna úr greipum þessa söfnuðar, hvort sem börn hafi verið neydd í hjónaband eður ei.
Það var svo greinilegt á mæðrunum að í söfnuðinum líðst ekki nokkur sjálfstæð hugsun, allar konur voru eins klæddar og með sömu hárgreiðsluna og það þarf varla að taka það fram að börnunum var aðeins kennt í samræmi við biblíuna, og þar með er þekkingu viljandi haldið frá þeim.
En versta brotið var siðgæðismatið sem er troðið á alla. Þarna er aðeins sannkristið siðgæði sem er leyfilegt og það er ákvarðað af biblíunni og leiðtoga safnaðarins og hafið yfir gagnrýni.
Það þýðir ekki aðeins að meðlimir safnaðarins sætta sig við heldur einnig að ekkert athugavert sé við það að börn séu látin giftast, og eins og haft hefur verið eftir einni móðurinni, að enginn aldur sé of ungur til þess að giftast. Sjálfstætt mat á réttu og röngu er skipulega brotið niður.
Kirkjunnar menn réðust harkalega að menntamálaráðherra í vetur fyrir það að ætla að taka orðalagið kristilegt siðgæði út úr grunnskólalögum og töldu þetta vera árás á kirkjuna og kristnina. Margir þeirra, þar með talinn biskupinn, telja einnig að trúleysingjar séu séu siðlausir þar sem þeir hafi ekki trú sem segir þeim hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að trúleysingjar breyti því bara eftir hentugleika hvað sé rétt og rangt.
Þetta er auðvitað kolrangt. Þeir sem eru trúlausir hafa alveg jafn gott, ef ekki betra, skynbragð á muninn á réttu og röngu en kristnir landar þeirra. Þeir hafa þróað það með sér frá fæðingu og eru síst verri þjóðfélagsþegnar en þeir kristnu.
En það sem meira er, lang flestir kristnir íslendingar hafa þróað sitt siðgæðismat á nákvæmlega sama hátt. Þeir fara í það minnsta ekki eftir siðgæðismati biblíunnar, sem betur fer. Því þá væri vel t.d. grýtingar og þrælahald vel ásættanlegt ásamt mörgu öðrum slæmum hlutum sem biblían veitir fordæmi fyrir. Sem betur fer velja flestir kristnir íslendingar það út úr biblíunni sem passar við þeirra siðferði og bæta því einnig við sem vantar í biblíuna.
Og þetta er einmitt nokkuð sem á að hvetja til, að börn fái að setja sjálfstætt mat á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Að beita gagnrýnni hugsun á það sem aðrir segja þeim og þannig vernda þau frá að festast í greipum misjafna trúarleiðtoga, sem við höfum því miður dæmi um, eða einfaldlega til þess að geta betur staðist slæman félagsskap.
Það að brjóta niður gagnrýna hugsun, eins og ég tel að þessi söfnuður gerir, er misnotkun í sjálfu sér og réttlætir eitt og sér að börn séu tekin þaðan.
Börnum verði skilað til foreldra á búgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Eru lykilbyggingar illa byggðar?
Ég veit ekki betur en að allar byggingar, allavega á SV horninu, eigi að þola skjálfta upp á 8 á stig sem er langt um stærri skjálfti en skjálfti upp á 6-6,7. En nú er að koma í ljós að ráðhús heilsugæslan í Hveragerði og Sjúkrahúsið á Selfossi hafa orðið fyrir skemmdum.
Þetta eru lykil byggingar en maður hefði haldið þessar byggingar væru hvað traustastar. Getur verið að húsin okkar séu ekki eins traust og við viljum halda, eða var þessi skjálfti bara með þeim hætti hann olli meira tjóni? Það er t.d. vitað að styrkleikinn segir ekki allt, staðsetning og dýpt skiptir miklu máli.
Þetta kemur sjálfsagt betur í ljós á næstu dögum, allavega vert að skoða það finnst mér.
Annars sendi ég bara kveðjur heim og vona að allir hafi sloppið án alvarlegra meiðsla.
Víða skemmdir í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Þessi risaeðla er í boði Sjálfstæðisflokksins
Björn Bjarnason virðist vera fastur í kalda stríðinu, og lítur enn á vinstri menn sem óvini ríkisins. Viðbrögð hans við njósnamálinu virðast bera því vitni að hann þurfi að verja pabba sinn sem barðist hetjulega við komma-djöflanna. Þeir eru ekki bara pólitískir andstæðingar heldur illir landráðamenn í augum hans.
Honum er fyrirmunað að skilja að það er rangt að njósna um pólitíska andstæðinga sína, þingmenn sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, sem og almenna borgarar sem höfðu ekkert til saka unnið annað en að taka þátt í mótmælum.
En það er svo sem ekki við því að búast að Björn biðjist afsökunar. Enda þegar hann gerist sjálfur brotlegur við lög að þá gerir hann bara lítið úr lögunum og kallar þau barn síns tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið í þessa risaeðlu allt of lengi og eftir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndu að losna við hann í síðustu kosningum, þannig að hann féll niður framboðslistann að þá var hann samt gerður að ráðherra.
Þess vegna er rétt að halda því til haga að...
Dómarar ekki viljalaus verkfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Enginn máni hátt á himni skín
Flott hjá UVG að skamma sína menn þegar þeir fremja svona afglöp.
Með þessu er verið að réttlæta átroðning kirkjunnar í skóla og leikskóla og um leið verið að brjóta á stjórnarskránni.
Það er ekkert að því að skólastarf skuli mótað af "arfleifð íslenskrar menningar", og að sjálfsögðu er kristin arfleifð líka innifalin í henni.
En með þessu ákvæði er verið að gera kristna arfleifð íslenskrar menningar æðri allri annarri arfleifð okkar.
Samkvæmt þessu er mikilvægara að halda upp á daginn sem Jón Arason var hálshöggvinn en að halda upp á sumar daginn fyrsta.
Einnig er algjörlega óhæft að leyfa leikskólabörnum og syngja "Máninn hátt á himni skín" í kring um áramót. Slíkt er ekkert nema villitrú. Nær væri að semja gott kristilegt lag um hve nauðsynlegt það er að brenna nornir, og láta börnin frekar syngja það við áramótaballið.
P.S. Ef einhver er með niðurstöður atkvæðagreiðslunnar þá væri fínt að birta hana, fyrir alla flokka.
Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Verða bensínbílar verðlausir eftir 3 ár?
Á næstu mánuðum ætla ég að flytja heim, byrja að vinna og reikna með að kaupa mér bíl. Og eins og bensínverðið er í dag, að þá skiptir eldsneytiseyðslan töluverðu máli þegar ég er að spá í hvernig bíl ég ætti að kaupa mér. Eyðslan innanbæjar verður að vera innan við 10 lítrar á hundraðið, helst innan við 8 og jafnvel fjárfesti ég í einhverjum smábíl sem eyðir 5-6 lítrum á hundraðið.
En er það nóg?
Ég var að skoða línurit sem sýnir olíuverð fyrir síðasta áratuginn, og línan minnir óhugarlega mikið á veldisfall, og ef sama þróun heldur áfram að þá yrði ég ekki hissa þó verð á lítrann væri komið yfir 300 kallinn innan þriggja ára.
Ef það gerist að þá munu þeir sem kaupa sér nýja bíla þá velja bíl sem gengur fyrir ódýrari orku, rafmagni/vetni/metan. Spurning er hins vegar, hvað gera þeir sem hafa nýlega fjárfest í dýrum nýjum bensínbílum? Markaðsvirði þeirra hlýtur að hrynja þannig að margir munu sitja uppi með verðlausa bíla sem eru bæði rándýrir í rekstri og afborganir í fjögur ár í viðbót.
Auðvitað kemur að því að olíuverð lækki, þegar búið verður að skipta út bílaflota heimsins, en það hlýtur að koma tímabil þar sem bensínbílarnir verða verðlausir vegna himinhás olíuverðs.
Ég held að bílaflotinn muni skipta um aðaleldsneyti á næstu 10 árum, og að þeir sem kaupi nýjan bíl í dag munu koma verst út úr þeim umskiptum.
Því er það spurningin, er nóg að kaupa sparneytinn bensín/olíu bíl? Á maður frekar að veðja á einhvern af hinum orkugjöfunum? Og hvað ef sá orkugjafi hlýtur sömu örlög og Beta spólurnar?
Stórar spurningar...
Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 26. maí 2008
Jörð til Ólafs, jörð til Ólafs
Ég var að horfa á hádegisviðtalið við borgarstjórann á vísi.is og ég get ekki annað en spurt, í hvaða heimi er hann?
Hann segir að þessi könnun blási af allar fylgiskannanir og sýni að borgarbúar styðji hann sem borgarstjóra. Hann tekur ekkert mark á könnunum sem sýna að hann hefur ekkert traust sem borgarstjóri en þegar það kemur könnun sem sýnir að borgarbúar eru sammála honum um eitthvað, að þá sýnir hún ekki bara hug borgarbúa í því máli heldur er hún alhliða yfirlýsing um að þeir styðji Ólaf sem borgarsjóra.
Undanfarin ár þá hefur stuðningur við flutning flugvallarins verið vaxandi, og var hvað mestur þegar allir flokkar lýstu því yfir að þeir vildu ekki færa hann til Keflavíkur, en rifust síðan um það hvert hann ætti þá að fara.
Núna veit hins vegar enginn hver stefnan er, Sjálfstæðismenn vilja völlinn burt en vilja bara ekki segja það upphátt á þessu kjörtímabili.
Einhverjir eru að ræða um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og flutningurinn blandast inn í umræður um lestasamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Einnig var einhver að tala um það í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum hvað það yrði slæmt að færa innanlandsflugið til Keflavíkur.
Ég er nokkuð viss um það að borgarbúar vilji ekki flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og þessi óvissa gerir það að verkum að stuðningurinn við völlinn í Vatnsmýrinni eykst.
Hins vegar, ef borgarfulltrúarnir kæmu sér saman um að marka framtíðarstefnu þar sem ákveðið væri að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, en halda honum innan Reykjavíkur, og nota Vatnsmýrina til þess að styrkja miðbæinn. Að þá er ég viss um að borgarbúar mundu styðja það.
Fyrir þessu er 14 á móti 1 meirihluti í borgarstjórn, nema það að Sjálfstæðismenn mega ekki ákveða neitt varðandi flugvöllinn eftir að þeir keyptu Ólaf.
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Skammarleg útsending TV2
Þegar RÚV sá um útsendingar á Formúlunni heima að þá var alltaf verið að kvarta yfir því hvernig staðið var að henni.
Auglýsingahléin voru vissulega pirrandi en margir voru líka ósáttir við lýsinguna hjá umsjónarmönnum og höfðu hátt um það þegar þeim urðu á mistök, eins og að rugla saman ökumönnum (þekkja ekki bíla sama liðs í sundur), nokkuð sem flestir gera inn á milli, og oft voru þeir að bera saman útsendingar erlendis og töluðu um að þær væru langt um betri.
Hér í Danmörku eru ekki lengur auglýsingahlé, en hins vegar að þá finnst mér útsendingin ansi slöpp. Tímatökurnar eru venjulega á sér íþróttarás TV2, en þrátt fyrir það að þá sleppa þeir að sýna frá blaðamannafundinum eftir tímatökurnar.
Þetta gera þeir líka oft með fundinn eftir sjálfa keppnina. En núna gengu þeir enn lengra, þeir slepptu endanum.
Þeir gerðu nokkuð sem ég held að varla þekkist með íþróttaviðburði, þeir luku þættinum áður en sigurbíllinn var kominn í mark.
Þó svo að líklegast sé að röðin breytist ekki á síðasta hringnum að þá er þetta sambærilegt að ljúka útsendingu á fótboltaleik umleið og 90 min eru liðnar og sleppa uppbótartímanum.
Ég veit svo sem ekki hvort fólk er ánægt eða óánægt með útsendingarnar heima núna, sem eru á Sýn (S2 SPORT) en ég fullyrði það að þær eru allavega betri en það sem TV2 býður dönum upp á.
Svo sem tilgangslaust að blogga um þetta, efast um að TV2 sé að fylgjast með umræðu á íslendkum bloggsíðum, en allavega ágætt fyrir ykkur heima að vita hvað þetta er lélegt hérna.
Hamilton gerði fæst mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. maí 2008
Hver á landamæri að flestum Evrópuríkjum?
Það er alltaf sama klíkan, nágranalööndin kjósa hvert annað, þar á meðal Norðurlöndin.
Okkar vandamál er hins vegar að það eru allt of mörg Evrópulönd of langt í burtu frá okkur. Ég kenni því fleka-rek-kenningunni (í jarðfræði) um gengi okkar í þessari keppni.
Rússar hins vegar eiga eða hafa átt landamæri að lang flestum Evrópulöndum. Gott ef það slagar ekki vel í þriðjung landanna í Evrópu.
Rússar unnu Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. maí 2008
Topp 10 (uppfært)
Þetta var flott hjá þeim, ég spái þeim topp 10.
Nú er verið að flytja sænska lagið og þó það sé ljótt að baktala að þá get ég ekki annað en sagt að mér finnst Charlotte helst líkjast geimveru sem reynt hefur að líkjast mannfólkinu með lýtaaðgerðum. Hún er eitthvað svo gervileg.
P.S. Eftir að heyra öll lögin að þá eru hérna mín Top 10 lög (Ekki í röð eftir sætum)
Bosnía
Finnland
Króatía
Ísland
Danmörk
Úkraína
Grikkland
Spánn
Noregur
Úps, þetta eru víst bara 9 lög, en ég man ekki eftir neinu öðru sem mér finst að eigi að vera í topp 10.
Flutningur Eurobandsins gekk vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar