Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

"Tvíhliða" upptaka Evru án ESB aðildar

Þessar vikurnar er mikið verið að tala niður möguleikann á einhliða upptöku Evrunnar, líklega er þetta gert til þess að fólk sjái síður að stækkandi hluti fyrirtækja og almennings er þegar búinn að taka upp Evru einhliða.

Þetta gengur auðvitað ekki til lengdar og annað hvort þarf að tryggja nothæfi krónunnar eða að finna annan gjaldmiðil.

Mér sýnist helst takast á tveir andstæðir hópar. Annar hópurinn eru ESB sinnar sem vilja nota gjaldmiðilinn sem afsökun fyrir inngöngu í sambandsríkið aðeins á forsendum gjaldmiðilsins án þess að fólk taki afstöðu til alls annars sem það mundi hafa í för með sér. Þess vegna er horft framhjá möguleikanum á að taka upp evru án ESB aðildar.

Hinn hópurinn er á móti ESB aðild og vill fyrir alla muni halda í krónuna. Fyrir þennan hóp er andstaðan við ESB sem heldur lífi í krónunni og því vilja þeir alls ekki skoða möguleika án ESB aðildar, því ef það væri hægt að þá missa þeir aðal rökin gegn Evrunni.

 

Það er hins vegar ljóst að ef við gengjum í ESB að þá þyrftum við að fara með okkar kröfur í aðildarviðræður og fæstar þeirra fengjum við í gegn nema sem tímabundna aðlögun.

Sumt að því sem við þyrftum að fá undanþágu fyrir eru grundvallaratriði í ESB, svo sem yfirráð yfir fiskimiðunum.

En ef það er fyrst og fremst Evran sem við viljum. Af hverju semjum við þá ekki um aðild að myntbandalaginu, sem er bandalag um sameiginlegan gjaldmiðil.

Nokkur Evrópsk smáríki hafa samning við ESB um notkun á Evrunni án aðildar. Þó okkar forsendur séu svo lítið öðruvísi að þá erum við aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og því ætti að vera hægt að semja um þetta. Það munar engu fyrir ESB þó við fengjum aðild að myntbandalaginu og varla hafa þeir miklar áhyggjur af fordæminu þar sem aðeins tvö önnur lönd eru í EES.

 

Það eru hins vegar ráðandi aðilar á Íslandi sem vilja ekki einu sinni skoða þennan möguleika. Þeir vilja stilla málinu þannig upp að það sé annaðhvort allt eða ekkert. 


mbl.is Juncker: Einhliða upptaka evru ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst fjármálastjórn landsins um að neyða þjóðina í ESB?

Það er er eins og enginn sé í brúnni þegar kemur að fjármálastjórn landsins. Allir eru að missa trú á íslenska hagkerfinu, jafn íslenskur almenningur sem og erlendar stofnanir á fjármálasviði.

Nú er ástandið að verða þannig að fleiri vilja að ESB sjái um þetta því það sé skárra en stjórnleysið. Baraa spurning hvort þetta sé tilgangurinn með þessari efnahagsóstjórn?

 

Fólk þarf hins vegar að muna að ESB sambandsríki sem mun sífellt taka til fleiri sviða. Það er ekki hægt að taka afstöðu til aðildar eingöngu út frá gjaldmiðlinum. 


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tegund stjórnmála: Frestunarstjórnmál

Það er að verða aðal merki núveranda meirihluta í borginni að taka ákvarðanir um að taka ekki ákvarðanir.

 

Í raun byrjaði þessi sirkus á því að stærsta atriðið á "málefnasamningi" meirihlutans var að ákveðið var að taka ekki ákvörðun um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.

Svo þegar REI skýrslan kom út og Villi laug um borgarlögmann að þá ákváðu borgarfulltrúarnir að tala ekki við fjölmiðla -undir nafni.

Hins vegar var greinilegt að margir vildu að hann axlaði ábyrgð á klúðrinu sínu og sett var pressa á hann að svara því hvað hann ætlaði á gera. Og eftir mikla bið í Valhöll, eftir að aðrir borgarfulltrúar höfðu flúið út um kjallarann, að þá tilkynnti Villi að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti tíma til þess að hugsa sig um hvort hann ætlaði að vera borgarstjóri.

Svo fer fólk að spyrja sig hversu langan tíma hann þurfi og margt bendi jafnvel til þess að hann sé bara að bíða þar til málið gleymist. Þá fá meira að segja Sjálfstæðismenn nóg og formaðurinn gefur honum vikufrest til þess að taka ákvörðun.

Og loks kemur ákvörðunin, í formi yfirlýsingar til þess að endurtaka ekki hörmunguna við síðasta blaðamannafund, og hver er síðan ákvörðunin, jú að taka ekki ákvörðun fyrr en eitthverntíman seinna.

 

Það hefur mikið verið rætt um mismunandi stjórnmál; samræðustjórnmál og framkvæmdastjórnmál o.s.frv. og vildu Sjálfstæðismenn að þeir framkvæmdu í stað þess eyða tíma í að ræða hlutina.

Það er reyndar komið í ljós að þeir hefðu betur rætt málin aðeins áður en Villi fór í orkubrask en nú virðast þeir vinna eftir nýrri tegund stjórnmála sem kalla mætti frestunarstjórnmál 


mbl.is Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styður ákvörðun um að taka ekki ákvörðun

Í raun var engin ákvörðun tekin í dag. Nema um það að fresta ákvörðun málinu um óákveðin tíma og halda valdabaráttu innan flokksins áfram.

Villhjálmur situr áfram en verður kannski ekki borgarstjóri, er það ekki það sama og kom fram fyrir tveim vikum?

Hann axlar enga ábyrgð á REI hneykslinu, er áfram í næst valdamesta embætti borgarinna og enn opið fyrir það að hann verði borgarstjóri aftur.

Og þetta skrifar Hanna Birna upp á, sem og Gísli Marteinn. 


mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin áfram stjórnlaus, Ákvörðun frestað enn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í 5 mánuði verið ófær um að stjórna borginni og núna er búið að ákveða að draga það ástand enn á langinn.

Í október missti flokkurinn völdin vegna innbyrðis deilna, og síðan hann stal völdunum aftur hafa borgarfulltrúar hans ekkert gert nema læðast út um kjallara, ef frá er talið að kaupa kofa á hundraði milljóna og gefa út að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Sá sem bara aðal ábyrgðina á REI málinu, hefur ekki axlað sína ábyrgð og ætlar að sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist, nema hann ætlar hugsanlega ekki að verða borgarstjóri aftur.

Fyrst að hann hefur ekki traust til þess að verða aftur borgarstjóri, hvers vegna hefur hann þá traust til að sitja áfram sem oddviti. Þekktir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir vantrausti á hann og félag innan flokksins hafa ályktað gegn honum en það er alveg óþekkt að oddviti fái slíkt vantraust hjá Sjálfstæðisflokknum.

Það er því ljóst að eina ástæða fyrir áframhaldandi setu hans er tilraun til þess að stjórna hver fær að taka við. Það mun hins vegar taka sinn tíma og á meðan borgarfulltrúarnir Sjálfstæðisflokksins berjast um borgarstjórastólinn að þá mun borgin sigla áfram stjórnlaus.


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Villi, Takk Sjálfstæðismenn

Þetta er lang farsælasta niðurstaðan því þetta eykur líkurnar á að þessi meirihluti gefu upp öndina og aðrir geti tekið við sem einbeita sér þá að stjórna borginni, ekki innanflokksdeilum.

Og ef Sjálfstæðismenn styðja Villa að þá eru næstu kosningar nánast formsatriði. Sjálfstæðisflokkurinn verður undir 30%.

 Hinsvegar er ljóst að Davíð er kátur núna því hann vill víst alls ekki sjá Hönnu Birnu sem borgarstjóra.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum ekkert herlaus

Ég sá þátt á dönsku fræðslustöðinni dk4 um samstarf danska hersins við heri annarra norðurlanda og þar á meðal við íslenska "herinn".

Þar var viðtal við einhvern íslending sem ég náði því miður ekki nafninu á, en hann sagði að ísland hefði her, hann væri bara ekki kallaður það af pólitískum ástæðum.

Eftir því sem ég skildi hann að þá átti hann við friðargæsluna sem starfaði eins og lítil herdeild.

 

Þó er þetta algjör brandari því auðvitað gæti þessir dátar ekkert varið okkur ef þeir væru settir í það, Spurningin er, hvers vegna erum við í svona tindátaleik? 


mbl.is Ísland eitt 24 herlausra SÞ-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Staksteinar Samfylkingarinnar?

Þau eru nokkuð merkileg bloggskrif Össurar og stundum eru pistlar hans ansi harkalegir í garð vissra einstaklinga.

Á sum part minna þeir svoldið á staksteina Morgunblaðsins þar sem ákveðnar persónur eru teknar fyrir. En þó er líka mikil munur á þessu tvennu. T.d. eru staksteinar nafnlausir á meðan Össur setur allt fram undir egin nafni. Hann virðist líka aðallega vera að setja fram sína paersónulegu skoðun á meðan staksteinar eru tæki ákveðinnar valdaklíku sem er notað í pólitískum tilgangi. Svo er bloggið hjá Össuri mun litskrúðugra og skammtilegra að lesa.

 

Varðandi þennan pistil um Gísla Martein að þá held ég að það sé rétt að pólitísk framtíðarsýn hans sé ekki björt eftir þennan vetur. Og ég sé ekkert athugavert að benda á það. Það er hins vegar spurning hvort nauðsynlegt sé að sparka svona í mann "liggjandi í pólitíku blóði sínu" og líklega er það sem vekur svona sterk viðbrögð, hvað greinin er óvægin.


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þarf samherja sem hefur svona mótherja?

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í borginni fór minnkandi strax þegar REI málið en þá hafa margir Sjálfstæðismenn hugsað að það skipti engu, þetta væri aðeins tímabundið fylgistap sem mundi fljótt koma aftur, sérstaklega ef Sjálfstæðismenn kæmust aftur í meirihluta.

Svo keyptu þeir Ólaf og komust í meirihluta með því að skipa borgarstjóra sem ljóst var að hafði engan stuðning borgarbúa í það embætti. Og auðvitað fór fylgið ekki upp heldur enn neðar.

Svo kemur REI skýrslan, oddviti sjálfstæðisflokksins reynir að redda sér með lygi og blekkingum, ekki næst í borgarfulltrúa og oddvitinn sést ekki í fundum. Síðan er planið bara að reyna bara að bíða þetta af sér, kjósendur hljóti að fara að gleyma þessu og fylgið að taka við sér. En nei, fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðvíginu, Reykjavík, er komið niður í 30%.

 

Hver þarf samherja sem hefur svona mótherja?

Keep up the good work. 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónhverfingameistari

Ég vil óska Ólöfu til hamingju með starfið og vona að henni gangi vel.

Þetta hlýtur að vera vandasamt verk á tíma þar sem fara á í framtíðarskipulagningu Vatnsmýrarinnar án þess að sýni megi hana án flugvallarins. Það er því spurning hvort ekki sé rétt að fá Sara Skrípó til þess að kenna henni nokkur sjónhverfingartrikk.

Annars vekur Óskar athygli á alvarlegu vandamáli um starfsmannaveltu lykilstarfsmanna Borgarinnar og hugsanlega er þarna komin skýring á vandræðum Villa. Hann hafi bara ekki náð að fylgjast með því hver væri starfandi borgarlögmaður.

Það er allavega reynandi fyrir hann að nota þá afsökun. Hún er í það minnsta skárri en að segja að hann hafi lent í því að ljúga.

 


mbl.is Nýr skipulagsstjóri ráðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband