Leita í fréttum mbl.is

Erum ekkert herlaus

Ég sá þátt á dönsku fræðslustöðinni dk4 um samstarf danska hersins við heri annarra norðurlanda og þar á meðal við íslenska "herinn".

Þar var viðtal við einhvern íslending sem ég náði því miður ekki nafninu á, en hann sagði að ísland hefði her, hann væri bara ekki kallaður það af pólitískum ástæðum.

Eftir því sem ég skildi hann að þá átti hann við friðargæsluna sem starfaði eins og lítil herdeild.

 

Þó er þetta algjör brandari því auðvitað gæti þessir dátar ekkert varið okkur ef þeir væru settir í það, Spurningin er, hvers vegna erum við í svona tindátaleik? 


mbl.is Ísland eitt 24 herlausra SÞ-ríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Til að vera eins og allir hinir.

Sko, ef nágrannaþjóðir okkar stökkva fram af húsi verzlunarinnar, þá þurfum við að gera það líka.  Það eru lög eða eitthvað. 

Ásgrímur Hartmannsson, 22.2.2008 kl. 13:36

2 identicon

Það er reyndar mikið til í þessu hjá manninum.

Það að geta varið land án aðstoðar er ekki skilgreiningaratriði þegar kemur að her. Raunar byggir öll varnarstefna Danmerkur á þeirri forsendu að danski herinn gæti ekki varið landið gegn meiriháttar árás án aðstoðar.

Íslendingar eru með stofnanir og liðsafla sem sinna verkefnum sem vanalega eru á könnu herja, teljast ekki borgaralegar samkvæmt Genfarsáttmálanum og eru í samstarfi við heri bandalagsþjóða okkar, t.d Landhelgisgæsluna, sérsveit lögreglu, Ratsjárstofnun og friðargæsluna (friðargæslan hefur reyndar mýkst mikið upp á síðkastið).

Fyrir mitt leiti þykir mér eðlilegra að tala um að Íslendingar sinni varnarverkefnum óskipulega og illa. Tal um "herleysi" hefur ósköp litla merkingu.  

Hans Haraldsson 22.2.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Ingólfur

Landhelgisgæsla sem fer með löggæslu á hafinu og björgun er ekki endilega her.

Hún er hins vegar her ef hún að sinna vörnum landsins.

Vopnuð friðargæsla erlendis sem fellur inn í starfsemi annara herja er hins vegar her, þó hann sé að sinna friðargæslu.

Það er hins vegar engin ástæða fyrir okkur að vera með þannig her og eiginlega bara fáránlegt, því þannig her kemur aldrei að neinu gagni ef á okkur væri ráðist.

Meira að segja danir hafa varla burði til þess að hafa her sem gerir eitthvað gagn en með heppni gætu þeir þó líklega varði höfuðstaðinn  í eitthverja daga fyrir alvöru innrás. 

Ingólfur, 22.2.2008 kl. 20:15

4 identicon

Mér sýnist þú vera að búa til skilgreiningar eftir hentugleikum.

Landslög gilda einungis innan 12 mílna lögsögunar. Í öðrum löndum eru varðsiglingar og eftirlit utan 12 mílna ýmist á könnu sjóherja (t.d í Frakklandi og Danmörku) eða sérstakrar landhelgisgæslu sem er hluti af hernum (t.d í Bandaríkjunum og Noregi). Það er að vísu hægt að benda á borgaralegar stofnanir sem bera enska heitið "coast guard", t.d í Bretlandi og Kanada en þær stofnanir sinna einungis björgunarstörfum. Það eru sjóherir þessara landa sem reka varðskipin. Varðsiglingar eru almennt taldar til hernaðarlegra verkefna, t.d þegar samræmdar tölur yfir útgjöld til varnarmála eru reiknaðar.

Her gerir fleira heldur en að verjast stórinnrásum. Hann heldur meðal annars upp hernaðarlegu eftirliti með landsvæði, landhelgi og lofthelgi, aðstoðað lögreglu o.fl.

Danir geta vissulega ekki varist meiriháttar innrás stórveldis einir og varnarstefna þeirra byggir á bandalögum. Danski herinn hefur það hlutverk (auk eftirlits og annarra verkefna á friðartímum) að vera veita eðlilegt framlag til þeirra bandalaga sem þeir eru aðilar að.

Íslendingar taka þátt í hernaðarlegum verkefnum erlendis, landhelgisgæsla og ratsjárstofnun halda uppi eftirliti með land- og lofthelgi og sérsveit lögreglu sinnir löggæsluverkefnum þar sem t.d Danska eða Norska lögreglan myndi kalla eftir aðstoð hernaðarlegra sérsveita.

Í heildina hafa sérsveit, Landhelgisgæsla og ratsjárstofnun sömu verkefnalýsingu og t.d maltverski herinn.

Mér sýnist það því ekki fráleitt að tala um að við höldum úti liðsafla sem sinnir hernaðarlegum verkefnum. Það er langt því frá fráleitt að orða hlutina með þeim hætti að Íslendingar séu með einskonar her.       

Hans Haraldsson 22.2.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Ingólfur

Ertu að segja að fiskveiðilögin nái bara 12 mílur. Aðalverkefni Landhelgisgæslunnar er björgun og fiskveiðieftirlit.

Sérsveitin er líka flokkuð sem hluti af lögreglunni.

Það er helst að eftirlit með lofthelginni geti talist undir varnir landsins og því flokkast sem hernaðarleg stofnun en varla sem her. 

Ingólfur, 22.2.2008 kl. 23:13

6 identicon

Landslög gilda bara 12 mílur frá landi. Utan þeirra hafa íslensk yfirvöld ekki lögsögu. Íslendingar hafa hinsvegar einir nýtingarrétt á náttúruverðmætum út að 200 mílum (eða umsömdum línum þar sem minna en 400 mílur eru á milli landa) og alþjóðlega viðurkenndan rétt til þess að fylgja þeim rétti eftir. Eins og ég sagði hérna fyrir ofan að þá er það verkefni herja að fylgja þessum einkarétti eftir í öllum löndum sem eru með her (nema Malasíu - svo ég muni eftir - en þar fellur gæslan þó undir sjóher á ófriðartímum).

Einnig er rétt að benda á að gæslan hefur fylgst með heræfingum Rússa hér við strendur en það er hreint hernaðarlegt verkefni og æft ýmsar aðgerðir með danska og bandaríska sjóhernum.

Það má líka benda á að t.d írski sjóherinn (og raunar sjóherir margra annarra smáríkja) er aðeins búin varðskipum og gerir í raun fátt sem gæslan gerir ekki.

Eins og ég benti á fyrir ofan eru kosnaður við varðsiglingar felldur undir varnarútgjöld í samræmdum tölum yfir varnarútgjöld (t.d frá SIPRI).

Hvort að eitthvað heiti lögreglusérsveit eða hersveit skiptir ekki öllu máli. Ef ég má aftur vísa í samræmdar varnarútgjaldatölur þá er litið til þess hvernig verkefni sveitirnar geta leyst af hendi. Þannig reikna menn t.d ekki öll framlög til frönsku herlögreglunar (gendarmerie) sem útgjöld til varnarmála þar sem sumar sveitir hennar hentar ekki til annars en borgaralegra löggæsluverkefna þótt svo að hún teljist formlega hluti af hernum. Eins myndu sum lönd sem eru "herlaus" ekki teljast verja krónu til varnarmála jafnvel þótt þau haldi úti þungvopnuðum öryggissveitum sem eru vel færar um hernaðarleg verkefni (t.d Costa Rica og Haiti).   

Hans Haraldsson 23.2.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Ingólfur

Það má vera að landhelgisgæsla sé oftast flokkuð með hernaðarútgjöldum. Hins vegar sé ég ekki að hún gegni neinu hernaðarlegu hlutverki og flokka hana því ekki sem her.

Jafnvel þó hún fylgist með umferð rússneska herskipa að þá hefur hún varla hernaðarlegt hlutverk, nema þú haldir að hún geti rekið rússana burt með baunabyssunni sinni. 

Ingólfur, 23.2.2008 kl. 01:56

8 identicon

Gegna þá óvopnuð eftirlitsskip sjóherja engu hernaðarlegu hlutverki? Og hvað með hlustunardufl?

Hans Haraldsson 23.2.2008 kl. 02:45

9 Smámynd: Ingólfur

Jú hernaðarlegu/"varnarlegu" hlutverki, en ein og sér get ég ekki flokkað þau sem her.

Ingólfur, 23.2.2008 kl. 04:15

10 identicon

Gæslan gengir eftirlits- og könnunarhlutverki, bæði á friðartímum og, ef því er að skipta, á ófriðartímum.

Ef þú getur ekki flokkað það sem hernaðarlega starfsemi þá er ég hræddur um að það sé ansi margt í heiminum sem þú einn þráast við að flokka sem hernaðarlega starfsemi, þ.m.t starfsemi herja margra smá/örríkja (t.d Möltu)! 

Hans Haraldsson 23.2.2008 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband