Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Niðurstaðan: Allir borga fullt verð?

Þegar ég las þessa fyrirsögn þá sá ég Pétur fyrir mér með hnífinn á lofti segjandi "Hi everybody!" eins og læknirinn Nick Riviera frá Springfield.

Ekki það að ég telji að Pétur sé vanhæfur til þess að hagræða í heilbrigðiskerfinu. Ég er hins vegar ekki viss um að hann sé hæfur til þess að hafa hagsmuni sjúklinga eða almennings að leiðarljósi.

Ég gæti t.d. vel trúað því Pétur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að allir borgi fullt verð, því þannig sé tryggt að þeir velji ódýrasta kostinn og sleppi líka þeim meðferðum eða rannsóknum sem ekki er algjörlega tryggt að séu lífsnauðsynlegar.


mbl.is Pétur sker upp heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OR ekki einkavædd, bara eignir og þekking seld út úr henni til einkaaðila

Ég held að Sjálfstæðismenn séu í eintómum orðaleikjum við kjósendur.

Allir vita að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir einkavæðingu í orkugeiranum en samt sem áður lofuðu Sjálfstæðismenn í borginni að þeir ætluðu ekki að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur.

Síðar hlutafélagsvæða þeir OR í miklum flýti en endurtaka aftur loforðið um að þeir ætli ekki að einkavæða.

Og nú hafa þeir á innan við viku sameinað einkafyrirtæki undirfélag OR, sem í hafði verið lagt þekking og eignir OR, og síðan ákveðið að selja sinn hlut sem allra fyrst á útsölu, eins og hlutur OR hafi eitthvern síðasta söludag.

Ef fram heldur sem horfir að þá munu Sjálfstæðismenn í borginni bráðum hafa selt bestu eignir OR þannig að eftir stendur ein lítil skrifstofa sem sendir notendum reikninginn og sendir peningana síðan áfram til nýju eiganda orkuveitnanna.

- En áfram munu þeir lofa því að OR verði ekki einkavædd.


mbl.is Orkulindirnar ekki endilega andlag einkavæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hagnað, Heim-dellingar ættu nu að vita þetta.

Hvaða hagnað eru Sjálfstæðismenn að tala um.

Það er verið að tala um að selja hlut Orkuveitunnar í fyrirtæki sem hún myndaði fyrir örfáum dögum.

Þá lagði hún sitt eigið útrásarfyrirtæki, nafn þess, viðskiptavild, þekkingu og peninga i þetta nýja fyrirtæki. Þetta allt saman hafði ákveðið virði og OR fékk eftir því hlut í því.

Til þess að það sé eitthver hagnaður að þá verður að selja fyrir hærri upphæð en var lögð í fyrirtækið. Eigum við að trua það að það sé strax kominn 10 milj. hagnaður eftir innan við viku?

Ef það er raunin, er þá ekki rétt að halda aðeins lengur i hlutinn fyrst hann er svona arðvænn, eða mega kannski bara einkafyrirtæki græða? Það virðist jú vera stefnan hjá þeim.


mbl.is Kjörið að nýta hagnað af sölu REI til að minnka álögur á borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mbl fljótir að láta óþægilegar fréttir hverfa

Aðal frett dagsins, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einhliða ákveðið að selja REI, hefur fengið hörð viðbrögð í bloggheiminum og auðvelt að sjá það þar sem notendur hafa tengt færslur sýnar við fréttina.

Hins vegar er Mogginn fljótur að láta þá frétt falla niður á lista innlendra frétta en setur í staðinn efst á forsíðuna frétt um það að nú sé sátt í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumlegt, eða þannig...

Það er ekki eins og fyrra nafn þeirra hafi verið sérstaklega frumlegt en ekki er nýja nafnið frumlegra.

Þarna hafa þeir nefnilega valið sér nafn aðal keppinauts Nyhedsavisen, danska Fréttablaðsins, sem einmitt er dreift frítt.

Mér finnst nú að þeir hefðu getað reynt að vera allavega aðeins frumlegri í merkinu fyrst þeir þurftu að velja þetta nafn. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu nafni, t.d. hægt að draga klukku eitthvað inn í lógóið. Allavega eitthvað meira en að breyta bara bakgrunnslitnum og letrinu á "stundir"/"timer"

24

En kannski á þetta að vera eitthvað sálfræðiskot á Fréttablaðið. Sömu keppinautarnir allsstaðar.


mbl.is Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin spilling á Íslandi - Bara sniðugar aðferðir til þess að ná í fé almennings

Ísland er sannarlega land tækifæranna. Ef maður er úrræðagóður og klár að þá er nóg af tækifærum hérna.

Maður tekur t.d. það að sér að koma "vinagreiðviknum" stjórnmálamanni í fyrsta sæti framboðs í borgarstjórnarkosningum. Þegar því er náð þá þarf maður að klúðra málunum illilega ef maður kemur honum ekki í borgarstjórn.

Að fá þægilegt, ofborgað jobb eftir allt erfiðið er nú bara sjálfsagt. Hins vegar er það mun betra ef maður fær að selja félag í eigu borgarinnar, og lauma um leið nokkrum hlutum í eigin vasa.

 Þetta er samt engin spilling, bara sniðug aðferð til þess að ná sér í fé almennings.

Það er ekki eins og almenningur geri eitthvað í þessu, nema jú að blogga aðeins um hvað þeim ofbýður. EN svo er allt gleymt.


mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skref 2 í einkavæðingu

Fyrir nokkrum vikum ákváðu Sjálfstæðismenn að breyta Orkuveitunni í hlutafélag. Það var fyrsta skrefið í einkavæðingu hennar.

Núna er komið að skrefi 2 í ferlinu. Að sameina hluta fyrirtækisins öðru fyrirtæki í einkaeigu.

Næsta skref verður síðan eitthverjar skipulagsbreytingar sem leiða það að sér að eigendur Geysir Green fái eitthvern lítinn hlut i OR hf.

Þá er hægt að segja á næsta kjörtímabili að best sé fyrir samkeppnina, útrásina eða eitthvað annað sem henntar þá að setja stærri hluta OR hf á opinn markað.

Eitthverntíman áður verður þó fyrrum Lína.net selt eitthverjum góðum flokksfelögum, þó svo vitað sé að verðmæti þess verði mun hærra eftir nokkur ár.

 

Hvað það tekur mörg skref allt i allt að einkavæða OR veit ég ekki, en ég veit að þetta er annað skrefið og að fleiri verða tekin svo lengi sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur borginni.


mbl.is Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband