Leita í fréttum mbl.is

15% Þjóðarinnar getur krafist atkvæðagreiðslu um aðild

Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur studdu fyrir nokkrum vikum frumvarp um stjórnarskrárbreytingar sem gerðu ráð fyrir því að 15% kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.

Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið í veg fyrir þessar breytingar að þá er þessum flokkum varla stætt á því að neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu um svona mikilvægt mál ef 15% kjósenda óska eftir því.

En þá er Samfylkingin einmitt komin með málið á nákvæmlega sama stað og Vinstri Grænir hafa gefið út að þeir geti sæst á.

 

Því er Samfylkingin í engu bættari með því að fara með Framsókn og Borgarahreyfingunni, en VG.

Ég væri hins vegar alveg til í að sjá Borgarahreyfinguna í stjórn og treysti þeim líka til þess að selja sig dýrt. Verra er að koma Framsóknarflokknum aftur í stjórn.

En fyrir Samfylkinguna væri ESB umsóknin hins vegar á sama stað, hvort sem þeir velja VG eða OB.


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég held að fólk sé að fara fram úr sér yfir þessu máli. Ég veit ekki til þess að neinn vilji ganga í ESB á þjóðaratkvæðagreiðsu um samninginn og ég efast um að ESB vilji í dag taka inn þjóð sem ekki hefur greitt atkvæði um aðildina. Svo hvað er málið? Þetta er í raun sáraeinfalt:

1 Drífum okkur í að fara í aðildarviðræður, enda eru Svíar að fara að taka við leiðtogahlutverkinu í ESB og undir þeim aðstæðum er líklegra að ná góðum samningi.

2 Á sama tíma verður sett á stofn fræðsluskrifstofa evrópumála sem má auðveldlega manna nýútskrifuðu háskóla fólki sem er í vanda með að fá vinnu við hæfi. Hún yrði staðsett í miðborg Reykjavíkur og á vefnum og veitti öllum sem þess óska ýtarlegar upplýsingar um sambandið, stofnanir þess, reglur, stefnu, sögu og stöðu samskipta Íslands við það, svo eitthvað sé nefnt. Það yrðu málstofur og vinnuhópar, bæði ESB sinna og andstæðinga og samræður þeirra á milli.

3 Samningurinn verður kynntur vel og vandlega fyrir þjóðinni. Ríkisútvarpið mun standa fyrir umfangsmikilli kynningu á samningnum og öðru sem að því lítur. Fræðsluskrifstofa evrópumála mun einnig sjá um að kynna samninginn í skólum og vinnustöðum um allt land.

4 ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA. Þjóðin samþykkir eða hafnar aðild.

SVO EINFALLT ER ÞETTA!

Sævar Finnbogason, 27.4.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

* já og eins og þú segir, það ætti ekki að vera neitt í vegi fyrir því að VG sættist á að leyfa þjóðinni að ráða þessu og greiða atkvæði um samninginn. En áður en búið er að tala við ESB er ekkert að greiða atkvæði um.

Sævar Finnbogason, 27.4.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Ingólfur

Við hljótum að geta svarað því hvort við viljum vera hluti af þessu batteríi eða ekki.

Flestir vita hvað ESB er og fyrir þá sem ekki vita það að þá er auðvelt að kynna sér það.

Einnig er auðvelt að sjá hvert sambandið stefnir sem byrjaði sem Stál og kolabandalag en verður bráðum komið með forseta og sameiginlega utanríkisstefnu.



P.S. ESB hefur engan áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslum í aðildarríkjum um ESB mál. Það sást best á því að næstum ekkert ríki fór með nýju stjórnarskránna. Írland hins vegar kaus um hana og komst að "rangri" niðurstöðu, og fær því að kjósa aftur í sumar.

Ingólfur, 28.4.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Eina ástæðan fyrir því að Írar felldu Lissabon-sáttmálann var vegna þess að þar var svo á kveðið að fóstureyðingar væru löglegar. Allir sem eitthvað vita um Írland vita að það stríðir gegn ríkjandi trúarsannfæringu þeirra. Því felldu þeir sáttmálann. Svo fer, að sjálfsögðu, að þetta ákvæði verður tekið út. Þá verða Írar glaðir og samþykkja, auðvitað.

En endilega, haltu áfram hræðsluáróðri. Þú ert víst hrifinn af háum vöxtum, verðbólgu, verðtryggingu, gengishöftum, verndartollum á innflutt matvæli, háu vöruverði og óstöðugum gjaldeyri. Þú hlýtur að elska það.

Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 02:41

5 Smámynd: Ingólfur

Bíddu Páll, þú gagnrýnir mig fyrir hræðsluáróður en talar síðan um leið eins og allt verði ómögulegt ef við göngum ekki í ESB.

Hins vegar er allt sem þú nefnir aðeins tengt gjaldmiðlinum og íslenskum tollalögum.

Við getum auðveldlega tekið upp annan gjaldmiðil og lækkað tolla.

Aðild fylgir hins vegar miklu miklu meira en það og tryggir ekki einu sinni annan gjaldmiðil.

Ingólfur, 28.4.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

 Nei Ingólfur, ég tala eins og allt sé ómögulegt nú þegar og hefur verið til fjölda ára. Ég keypti íbúð 1996, fyrir 13 árum, og eftirstöðvar lánsins hafa ALDREI lækkað, bara hækkað.

Útskýrðu fyrir mér hvernig þú ætlar "auðveldlega" að selja krónur fyrir annan gjaldmiðil og leggja hana svo niður. Útskýrðu fyrir mér hvernig þú ætlar "auðveldlega" að reka bankakerfi án bankaábyrgðar frá seðlabanka. Útskýrðu fyrir mér hvernig þú ætlar "auðveldlega" að safna svo stórum gjaldeyrissjóði að hægt verði að skipta út gjaldmiðlinum eftir að vextir og afborganir af erlendum lánum (ekki greiddar í ís.kr.)hafa verið greiddir.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 02:07

7 Smámynd: Ingólfur

Páll, Við þurfum ekki að kaupa gjaldeyri, við eigum nóg af honum til þess að skipta út mynt og seðlum í umferð. Rest er síðan bara umreiknað í nýja gjaldmiðilinn.

Seðlabankinn er ekki í standi til þess að styðja bankana hvort sem er og væri það ekki þó við gengjum  í ESB fyrr en við fengjum fyrir þeirra náð að taka upp Evruna, ef við fengjum það.

Ingólfur, 29.4.2009 kl. 20:45

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig væri þá að athuga það í aðildarumræðum. Og þetta er mikil einföldun ef þú heldur að við getum bara skipt um gjaldmiðil sísona.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 22:34

9 Smámynd: Ingólfur

Athuga hvað í aðildarviðræðum?

Það er búið að sína fram á það bæði af innlendum og erlendum hagfræðingum að við getum vel tekið upp annan gjaldmiðil, enda værum við ekki fyrsta þjóðin til þess að skipta.

Ingólfur, 29.4.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Athuga þetta:

"Seðlabankinn er ekki í standi til þess að styðja bankana hvort sem er og væri það ekki þó við gengjum  í ESB fyrr en við fengjum fyrir þeirra náð að taka upp Evruna, ef við fengjum það."

Páll Geir Bjarnason, 30.4.2009 kl. 16:51

11 Smámynd: Ingólfur

Og hvenær er það? Eftir fjögur ár, tíu eða kannski aldrei?

Eigum við bara að bíða eftir eftir því upp á von og óvon?

Ingólfur, 30.4.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband