Leita í fréttum mbl.is

Skilar þú (d)auðu? Þú ert þjóðin!

Ég hef marga heyrt tala um að þeir séu búnir að fá nóg af fjórflokknum og ætli að senda þeim sterk skilaboð með því að skila auðu.

En hvað gerist nú þegar þú skilar auðu?
Svarið er einfallt: Ekkert!

Það hefur nákvæmlega engin áhrif að skila auðu nema að hugsanlega munu stjórnmálaleiðtogarnir tala um það um kosninganóttina "að þetta væri náttúrulega viss áfellisdómur að þetta margir hefðu skilað auðu".

En á sunnudaginn munu flokkarnir mynda stjórn og ég get lofað þér að þeir munu ekki mynda stjórn með auðum.

Jafnvel þó allir nema einn mundu skila auðu að þá væru það samt gildar kosningar og sá eini sem hefur áhrif er sá eini sem merkti við flokk.

Autt er dautt! 

 

Sjálfur finnst mér fjórflokkarnir hafa misnotað sín tækifæri og kominn tími til að hleypa öðrum að.

Þess vegna kýs ég Borgarahreyfinguna. 


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

xoxoxoxoxoxoxo

Óskar Þorkelsson, 24.4.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Umrenningur

Ég kýs í Suðurkjördæmi og hef hlustað á oddvita ykkar (sem býr ekki í kjördæminu) í Suðurkjördæmi. Nei takk fyrir kærlega, það er engin þörf á enn einni lista-postulínsdúkkunni á Alþingi. Hún lýsti jafnvel yfir að krónan okkar, OKKAR eini gjaldmiðill sem hefur fært þjóðina úr sárustu Albaníufátækt til þess að vera þrátt fyrir kreppu ein ríkasta þjóð heims.

Enn og aftur nei takk

Umrenningur, 24.4.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Umrenningur

Afsakið. Það vantaði inn í þetta hjá mér hér á undan. Hún lýsti jafnvel yfir að krónan okkar ætti heima á Þjóðmynjasafninu.

Umrenningur, 24.4.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: Ingólfur

Umrenningur,

Ég er sammála því að krónan hefur hjálpað okkur í gegnum hagstjórnaróstjórnina undanfarna áratugi.

Ástandið er ekki krónunni að kenna heldur hagstjórninni.

En nú er einfaldlega bara búið að nýðast á henni svo lengi að það er búið að eyðileggja hana. Það hafa allir misst trú á henni og það er veruleg hætta á að hún sogist niður í hringiðu sem hún náist aldrei úr aftur.

Ingólfur, 24.4.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Umrenningur

Nú talar þú eins og samspillingaratkæðaveiðimaðurinn sem ég átti stutt (mjög stutt vegna skorts á þolinmæði hjá undirrituðum) samtal við í dag. "Það hafa allir mist trú á krónunni" ég hef ekki mist trú á gjaldmiðli okkar og á meðan ég og fjölmargir aðrir hafa trú á þessu frábæra verkfæri okkar þá hafa "allir" ekki misst trú á krónunni. Að missa trú á sög af því að sá sem beitir henni getur ekki sagað beint er bara fáránlegt, svona álíka vitlaust og að kenna helv tölvudruslunni um ef hún smitast af vírus.

Umrenningur, 24.4.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Ingólfur

Það er gott að þú skulir enn hafa trú á ónýtri sög. Hún hefur vissulega þjónað okkur vel en nú er blaðið beyglað og sljótt og ég er allavega farinn að leita eftir nýrri sög.

Ingólfur, 24.4.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er ekkert að söginni.  Vandamálið er að sá sem átti að nota hana var rangeygur og með tremma og gat því ekkert sagað.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.4.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband