Leita í fréttum mbl.is

Fylgir hugur máli?

Lengi hafa menn bent á möguleikann á tvíhliða upptöku Evru en hvorugur stjórnarflokkurinn hefur haft áhuga á að ræða þann möguleika.

 

Samfylkingin vill ganga í sambandsríkið þó hún hafi aldrei þorað að flagga því fyrir kosningar og þar sem eina ráð þeirra við efnahagsástandinu er að tala um aðild er greinilegt að þeir vilja nota veika stöðu krónunnar til selja þjóðinni allan ESB pakkann, eingöngu til þess að leysa gjaldmiðilsvandann.
Miðað við málflutning sumra kratanna að þá mætti ætla að þeir gleðjist yfir falli krónunnar og vilji hafna öllum lausnum sem ekki innihalda ESB aðild.

 

Sjálfstæðismenn vilja á hinn boginn helst ekki tala um nokkuð sem tengist ESB. Halda hausnum í sandinum og segja að allt sé í stakasta lagi með krónuna, þó það hljómi álíka sannfærandi og þegar þeir lýstu fullu trausti á Vilhjálm og Ólaf.
Það var því nánast í nauðvörn sem Björn nefndi möguleikann á tvíhliðaupptöku á Evru og upp úr því var ákveðið að kanna málið, en með fyrirfram gefni niðurstöðu.

Báðir aðilar vilja nefnilega neikvætt svar, Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann vill halda krónunni og Samfylkingin vegna þess að hún vill nota veika krónu til að koma Íslandi í ESB.

 

Það skiptir ESB engu máli hvort 300 þús manns taki upp Evruna og þeir þurfa ekki einu sinni að hafa raunverulegar áhyggjur af fordæminu sem það gæfi því sú upptaka yrði í gegnum EES samninginn sem aðeins tvö önnur lítil ríki eiga aðild að.

Ef við gætum ekki fengið það í gegn, ef við óskuðum raunverulega eftir því, hvaða séns eigum við þá á að fá undanþágur frá fiskveiðistjórnun sambandsins þegar vel er vitað að ESB veitir aldrei varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu sinni?

 

 

Það er alveg ljóst að núverandi gengisstefna, með verðbólgumarkmiði sem aldrei næst og okurvöxtum sem meira að segja ítalska mafían mundi ekki reyna að bjóða nokkrum manni, hefur algjörlega misheppnast og ekki ólíklegt að við sjáum verðbólguna fara yfir 20% áður en hún byrjar eitthvað að lækka.

Þess vegna væri það óábyrgð að kanna ekki hvort rétt sé að skipta út krónunni. Ef við síðan komumst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að kasta krónunni og að Evran henti okkur betur en aðrir möguleikar, að þá eigum við einfaldlega bara að ganga í það verkefni. 

Meira að segja þó Brussel setti sig á móti því formlega að þá er það nánast öruggt að þeir aðstoði okkur við það ferli, eins og þegar Svartfjallaland tók upp Evruna í óþökk sambandsins að þá var þeim samt hjálpað til þess á bak við tjöldin.

 

Það væri hins vegar algjört glapræði að ganga í sambandsríki, sem tekur yfir sífellt fleiri sviðaðildarlandanna, í einhverri neyð eingöngu útfrá hagsmunum tengdum gjaldmiðlinu.


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingólfur 

Það er nú ekki þannig að okkar íslenska króna er ekki búin að vera, en það hefði verið betra og skynsamlegra að hafa okkar gengi fast og ekki fljótandi.

En hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið(ESB / EU) , Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku/Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order (NWO)? 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Því ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið NWO. einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB/stjórnaskrá ESB

Þorsteinn Sch Thorsteinsson 23.9.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Ingólfur

Bara EES samningurinn einn og sér er miklu umfangsmeiri en öll hin samböndin sem þú nefnir.

Ég við nýta það besta úr öllum áttum, halda frelsinu til að semja við hvern sem hvern sem við viljum. Sem rík, sjálfstæð smáþjóð höfum við mun fleiri kosti en áhrifalaustþjóðarbrot innan heimsveldis.

Ingólfur, 23.9.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband