Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
"Hættið við! Hættið við!"
Þetta hrópuðu ungmennin á pöllunum í ráðhúsinu þegar síðasti meirihluti tók völdin og yfirgnæfandi hluti borgarbúa tók undir í hljóði en sýndi það seinna í könnunum um traust á þeim meirihluta.
Það sáu allir að sá meirihluti hafði hvorki styrk né traust borgarbúa til þess að stjórna borginni og sama skoðun skein úr andlitum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Kjarvalstöðum sem litu út fyrir að þeir væru í jarðarför.
Þeir vissu það vel að þeir voru að bjóða borgarbúum upp á óstjórn en gerðu ekkert, annað en að lýsa yfir fullu trausti á hvert öðru, þ.e.a.s. þegar þeir létu ná í sig.
Það sögðust allir vera sammála um flugvöllinn, Vatnsmýrina, miðbæinn, LHÍ, Bitruvirkjun og REI og meirihlutinn væri sko sterkur því þetta væri nú allt í málefnasamningnum.
Og núna, þegar Sjálfstæðismenn slita meirihlutasamstarfinu vegna málefnaágreinings um þessi sömu mál, að þá reyna þeir að telja borgarbúum trú um það að þeir hafi stofnað til þess meirihlutasamstarfs af fullum heilindum og búist við því að það yrði sterkt samstarf.
Þessir borgarfulltrúar hafa ekki einu sinni þor til þess að viðurkenna það að strax á fyrsta borgarstjórnarfundinum þar sem Ólafur var kosinn borgarstjóri, að þá vildu þeir þeir hlýða hrópum ungmennanna og hætta við.
Það var nefnilega engin ástæða til þess að fara í þetta samstarf önnur en að eyðileggja tjarnarkvartettinn. Það tókst en síðan hefur höfuðborgin nánast verið lömuð vegna deilna.
![]() |
Hanna Birna og Óskar á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.