Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Ólympíuleikar í meirihlutamyndun
Þó það vanti ekki spennuna í handboltaleikjunum í Kína að þá er það ekkert síðra "afreksfólkið" sem keppt hefur í Ráðhúsinu á þessu kjörtímabili.
Þar er keppti í bílakjallara-flótta, lyftu-leikni, funda-maraþoni, borgastjóra-boðhlaup, borgarstjóra-sölu auk sjálfra meirihlutamyndanna, en þar er keppnin æsispennandi því Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Ólafur F eru með tvo meirihluta hver en allt útlit er fyrir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu og bæti við þriðja meirihlutanum hver.
Til hliðar keppa blaðamenn í fréttasetu og keppa svo við borgarfulltrúana í klukk, en sú keppni er ekki sérlega spennandi því þegar þeir keppa við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eða Ólaf F, að þá eru úrslitin ávalt þau sömu: Ekki náðist i borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins / Ólaf F.
Aðal munurinn á þessum leikum og Ólympíuleikunum er að þessir alþjóðlegu leikar eru á fjögra ára fresti á meðan leikarnir í Ráðhúsinu standa yfir í fjögur ár, þar sem sveitastjórnarlög gera ekki ráð fyrir því að jafn vanhæfir borgarfulltrúar nái kjöri og gera því ekki ráð fyrir möguleikanum á aukakosningum.
Það er því ljóst að borgarbúar muni fá að fylgjast með þessum leikum hátt í tvö ár í viðbót.
Borgarfulltrúar segja fátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.