Leita í fréttum mbl.is

"Útlit umbúða höfðar til hins íslenska uppruna og hreinnar náttúru landsins"

Nú ætlar MS að selja Skyr til Bretlands sem dýra hágæðavöru og til markaðssetningar ætla þeir að nota "hreina náttúru landsins".

 

Það er nákvæmlega þetta sem sem Björk er að benda á með tónleikunum í Laugardalnum í sumar. Það felast gríðarleg verðmæti í ímynd landsins um að hér sé að finna hreina náttúru.

En ímynd er hins vegar langt í frá varanleg og margar borgir sem og heilu löndin eyða stórfé í að byggja upp ímynd sína og stundum hrinur sú ímynd, jaffnvel með svo lítið sem stökum neikvæðum atburði sem kemst í heimsfréttirnar.

 

Við Íslendingar erum heppnir að því leyti að hafa frekar jákvæða ímynd og þar á náttúra landsins stóran þátt. En ef við ætlum endalaust að byggja álver og olíuhreinsistöðvar, að þá fer sú ímynd smátt og smátt að snúast við.

 

Sumir vilja hins vegar virkja hverja lækjasprænu og hvern volgan blett, og telja það nánast skyldu okkar að framleiða ál svo það sé ekki framleitt með kolum annarstaðar (Þar sem jarðhiti og ár fyrirfinnast hvergi nema á Íslandi?) og segja álframleiðsluna þannig vera umhverfisvæna.

En ég sé það hins vegar ekki fyrir mér að MS selji eina einustu skyrdós út á ímyndina "Við fórnuðum náttúrunni fyrir umhverfisvænsta ál í heima".

 

Þess vegna verðum við að læra að byggja upp annað en bara stóriðju, því þetta gengur ekki áfram endalaust. 

 

Náttúran er verðmæt og jákvæð ímynd er bara hluti af þeim verðmætum. Pössum upp á hana. 


mbl.is Skyr.is til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er mjög jákvætt. Það er einnig selt skyr hér í Danmörku undir leyfi MS. Það er framleitt af Thise mjólkurbúinu á Norður-Jótlandi. Notuð er dönsk mjólk. Sama mun ske í Bretlandi ef salan mun fara eitthvað verulega af stað.


Allar þjóðir halda að sínar vörur séu hreinastar og bestar. Að þeir eigi fallegasta fólkið og besta hitt og þetta. Margir ferðamenn þora ekki að drekka vatnið á Íslandi af ótta við að það sé ekki eins hreint og gott og "heima hjá okkur". Þetta er svona um allann heim. Allt er best hjá "okkur".

Ég var einusinni staddur úti í verslun hjá smákaupmanninum í okkar smábæ. Þá kom inn gömul kona sem er fastur viðskiptavinur. Kaupmaðurinn spyr gömlu frú Jensen hvort það megi bjóða henni ný frönsk epli. En þá svaraði frúin - "nei, þau eru ekki dönsk". Þegar kaupmaðurinn svo gékk burt þá heyrði ég hann segja ofurlágt við sjálfan sig - "það er ekki nauðsynlegt að tala dönsku við eplin".

Ég er ennþá að flissa yfir þessu.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Mikið rétt.  Náttúran er auðlind okkar Íslendinga. Það er vegna hinnar óspilltu náttúru sem fær ferðamenn til að heimsækja landið okkar.

Ég hef gaman að því að verið sé að markaðsetja íslenskar vörur erlendis.  Ég var t.d. í New York ekki fyrir svo alls löngu og sá ég þar líka Skyr.is í hillum Whole Foods matvörubúðarinnar við Columbus Circle.  Ég stóðst ekki mátið og fékk mér skyr.is og naut þess til hins ýtrasta.

Hlakka til að fá mér skyr í London :)

Kolbrún Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband