Leita í fréttum mbl.is

Kjötkveðjuhátíð

Það er greinilegt að íslendingar eru ótrúlega spenntir fyrir keppninni í kvöld, og fólk jafnvel farið að undirbúa að íslendingar haldi keppnina af ári. Íslendingar í Álaborg eru líka í Júróvisjónhug sem heyra mátti t.d. á því að í morgun ómaði "Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey" út um glugga í miðbænum, en þar voru líklega Íslendingar í upphitunnar partí. En líklega var það samt ekki upphitunnarpartí fyrir Júróvisjón, enda frekar snemt að hita upp fyrir það kl 10 á morgnanna.

Í dag er það nefnilega ekki Júróvisjón sem á hug Álaborgara í dag þó svo að Danir hafi komist í aðalkeppnina.

Þeim þykir sjálfsagt konunglega brúðkaupið merkilegra en þó fær það litla athygli í Álaborg í dag.

Hér er nefnilega árlegt Karnival í dag, hið stærsta í Norður-Evrópu, að sögn innfæddra.

 

Hjá almennum þátttakendum byrjar dagurinn eldsnemma með upphitunnar-partíum þar sem þeir byrja að væta kverkarnar, en formleg dagskrá byrjar kl 10:30 með skrúðgöngu.

Þar ganga danskir og alþjóðlegir carnival hópar þar sem þeir dilla sér við fjörlegan sambatakt í skrautlegum búningum, sumum heldur efnislitlum.

Innfæddir lauma sér síðan úr partíunum og inn í gönguna, en hjá þeim skiptir bjórvagninn yfirleitt meira máli en dansinn og búningarnir.

Skrúðgöngurnar eru í raun þrjár, en allar safnast þær saman í miðbænum þar sem flestir áhorfendurnir bíða og svo heldur hún áfram í aðal skrúðgarðinn í Álaborg, Kildeparken, en þar byrjar síðan fjörið fyrir alvöru og stendur fram á nótt.

 

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í miðbænum.

Af þeim hópum sem ég sá var sá sænski sá flottasti, eða allavega með fáklæddustu stelpurnar

Cool






IMG 0362

IMG 0366

IMG 0369

IMG 0371

IMG 0372

IMG 0374

IMG 0377


mbl.is „Getum alveg unnið þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er aldeilis flott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingólfur
Ingólfur

Starfa sem hönnunarverkfræðingur hjá íslensku hátæknifyrirtæki.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband